Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 408 svör fundust
Hvaðan komu pokadýrin?
Spendýrum er oftast skipt í þrjá undirflokka; legkökudýr, pokadýr og nefdýr. Lengi var talið að pokadýr ættu rætur sínar að rekja til Norður-Ameríku snemma á krítartímabilinu, fyrir meira en 100 milljónum árum. Þá töldu menn að frumpokadýr (Metatheria) hefði kvíslast frá frumlegkökudýrum (Eutheria). Á þeim tíma va...
Hvað eru kommúnistaríki heimsins mörg?
Ekki er alltaf einfalt að segja hvenær kommúnistar, eða fylgjendur hvaða stjórnmálahugsjónar sem er, stjórna tilteknu landi, og auk þess er slíkt oft ekki sérlega varanlegt. Það er nokkuð ljóst hvaða flokkur fer með völd í eins flokks kerfi en málið vandast oft í fjölflokkakerfum, til dæmis ef forseti landsins er...
Í hvaða löndum býr evrasíugaupan?
Evrasíugaupan (Lynx lynx) er ein fjögurra tegunda innan ættkvíslar gaupna (Lynx). Hinar er eru rauðgaupa (Lynx rufus), kanadagaupa (Lynx canadensis) og íberíugaupa (Lynx pardinus). Eins og nafnið gefur til kynna eru heimkynni evrasíugaupunnar bæði í Evrópu og Asíu. Samkvæmt lista á vef Alþjóðlegu náttúruvernda...
Eru villihestar til nú á dögum?
Svarið við þessari spurningu er einfaldlega já. Rétt er í upphafi að útskýra að til eru nokkrar tegundir af ættkvísinni Equus í heiminum, þeirra á meðal sebrahestar, asnar og auðvitað hesturinn (Equus caballus). Hjarðir hesta af hinni tömdu deilitegund, Equus caballus caballus, finnast víða villtar um heim....
Hver er saga nasistamerkisins eða hakakrossins?
Merkið sem nasistar tóku upp sem tákn Þriðja ríkisins nefnist ýmist hakakross eða swastika, en orðið sauvastika merkir „heillamerki“ eða „heillagripur“ í sanskrít. Uppruni og merking Hakakrossinn á sér bæði merka og langa sögu. Í fornum menningarsamfélögum var hann notaður sem tákn ýmissa fyrirbæra, en þó e...
Hvað getið þið sagt mér um rauðpöndur?
Rauðpandan (Ailurus fulgens) sem einnig er kölluð litla panda er smávaxin tegund af ætt rauðpanda (Ailuridae). Hún hefur einnig stundum verið kölluð kattbjörn þar sem hún minnir um margt á kött bæði í útliti og atferli. Hún var áður flokkuð til ættar hálfbjarna, en náttúrufræðingar töldu lengi vel að rauðpandan og...
Hvað eru til margar bananategundir í heiminum?
Bananaplöntur eru meðal elstu nytjaplantna. Fornleifafræðingar telja að uppruna bananaræktunar megi rekja allt að 10 þúsund ár aftur í tímann, til landa í Suðaustur-Asíu, eyja Indónesíu og Papúa Nýju-Gíneu. Þaðan bárust bananar smám saman til annarra landa. Talið er að bananar hafi mögulega verið komnir til Madaga...
Hvað getið þið sagt mér almennt um sykur?
Ef spyrjandi á við þennan venjulega hvíta sykur sem við kaupum í næstu verslun og notum í matargerð og bakstri þá er hann tvísykra sem kallast súkrósi. Sykrur eru lífræn efni sem einnig kallast kolvetni. Þeim er gjarnan skipt í einsykrur, tvísykrur og fjölsykrur eftir því úr hversu mörgum einingum sykran er gerð. ...
Hversu áreiðanlegar eru niðurstöður úr COVID-19-skimun hér á landi?
Upprunalegu spurningarnar voru: Er möguleiki á að fólk greinist með falskt jákvætt próf og ef svo hversu miklar líkur eru á fölskum jákvæðum prófum? (Arnbjörg). Hversu áreiðanlegar eru niðurstöðurnar úr COVID-19 skimun/prófi hér á landi? Það er hversu mörg prósent af sýktum gefa fram jákvæða niðurstöðu? (Ottó)...
Hvert er upphaf algebru og hvenær barst hún til Evrópu?
Þegar flett er upp í ritum um sögu stærðfræðinnar er að finna klausur um algebru meðal menningarþjóða í Egyptalandi, Babýloníu og Kína löngu fyrir daga Krists. Þessar þjóðir fengust við algebru í þeim skilningi að menn leystu til dæmis fyrsta stigs jöfnur með einni eða tveimur óþekktum stærðum, þekktu Pýþagórasarr...
Hvar varð öflugasti jarðskjálfti sem mælst hefur á jörðinni?
Samkvæmt upplýsingum frá Bandarísku jarðvísindastofnuninni (U.S. Geological Survey) eru stærstu jarðskjálftar sem mælst hafa frá því að mælingar hófust í byrjun síðust aldar eftirfarandi: StaðurDagsetningStærð 1 Chile22. maí 19609,5 2Alaska (Prince William Sound)28. mars 19649,2 3Indónesía (undan s...
Hver fann upp gleraugun?
Elsta ritaða heimild um notkun glerlinsa er eftir Roger Bacon frá 1268. En vitað er að á þeim tíma var þegar farið að nota stækkunarlinsur, settar í ramma, til lestrar bæði í Evrópu og Kína. Þó er umdeilt á hvorum staðnum þessi tækni er upprunnin. Í Evrópu komu gleraugu fyrst fyrir á Ítalíu að frumkvæði Alessan...
Hvað er stærsti fugl í heimi með stórt vænghaf?
Stærsta núlifandi fuglategundin er strúturinn (Struthio camelus). Fullorðnir karlfuglar geta orðið 250 cm á hæð, en um helmingur hæðarinnar felst í lengd hálsins. Strúturinn getur orðið 155 kg á þyngd. Strútar finnast víða í Afríka, meðal annars í norðanverðri álfunni sem deilitegundin Struthio camelus came...
Hvað búa margir í Ástralíu?
Í dag eru íbúar Ástralíu um 22 milljónir. Ástralía er sjötta stærsta land í heimi, um það bil 75 sinnum stærra en Ísland. Stærsti hluti landsins er eyðimörk. Flestir íbúanna, eða rúmlega 85%, búa við ströndina í suðaustur- og austurhluta landsins. Þar eru borgirnar Sydney, Melbourne, Adelaide, Brisbane og höfuðb...
Hvað eru margir jaðrakanar og lappjaðrakanar til í heiminum?
Lappjaðrakan (Limosa lapponica) Lappjaðrakan er dæmigerður farfugl á norðurhveli jarðar, varpsvæði hans ná frá Skandinavíu og austur eftir heimskautasvæðum Rússlands, einnig er varpstofn í Vestur-Alaska. Tvær deilitegundir lappjaðrakans eru kunnar, það eru Limosa l. lapponica sem verpir í Skandinavíu og NV-Rússla...