Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 326 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er uppruni nashyrninga?

Nashyrningar (Rhinocerotidae) tilheyra ættbálki staktæðra hófdýra (Perissodactyla) ásamt hestum (Equidae) og tapírum (Tapiridae). Áður voru ættirnar mun fleiri og má því segja að þessi forni ættbálkur spendýra megi muna fífil sinn fegri. Steingervingasaga nashyrninga er sæmilega vel þekkt og því hafa vísindame...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um lúðu?

Lúða (Hippoglossus hippoglossus) er stærsti flatfiskur sem finnst hér við land og raunar stærsti beinfiskur sem lifir innan íslensku lögsögunnar. Stærsta lúða sem vitað er um að veiðst hafi hér við land var 3,65 metra löng og vó hvorki meira né minna en 266 kg. Þessi fiskur veiddist við norðanvert landið sumarið 1...

category-iconStærðfræði

Hvað eru markverðir stafir í tölum?

Öll spurningin hljóðaði svona: Vitið þið forsögu þess að menn fundu upp á markverðum stöfum (tölustöfum) í raunvísindum til að hjálpa til við skilgreiningu á nákvæmni? Það væri sér í lagi gaman að vita af hverju 0 er ekki markverður stafur í heilum tölum, nema kannski sem seinasti stafur. Algeng skilgreining á...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað getiði sagt mér um Finnland?

Finnland tilheyrir Skandinavíu og er eitt Norðurlanda. Grannlönd þess eru Noregur, Svíþjóð og Rússland. Upphaflega var Finnland hérað í Svíþjóð sem síðar varð að sænsku hertogadæmi. Frá árinu 1809 tilheyrði hertogadæmið Rússlandi, og 6. desember 1917 varð Finnland sjálfstætt ríki. Þegar þetta er skrifað (árið 200...

category-iconVísindi almennt

Hvað eru tundurdufl?

Tundurdufl (mine á ensku og dönsku) er nafn á sprengjum sem lagðar eru í sjóinn til þess að granda skipum og kafbátum. Herskipin sem leggja tundurduflin kallast tundurduflaleggjarar (e. minelayer). Sprengjurnar springa ef þær verða fyrir höggi vegna áreksturs, hljóðs, segulsviðs eða þrýstings. Tundurdufl eru oft l...

category-iconJarðvísindi

Hvaða eldfjall hefur gosið oftast í heiminum?

Ómögulegt er að fullyrða hvaða eldfjall hefur gosið oftast því nákvæmar mælingar á eldgosum eru nýlegt fyribæri. Virkasta eldfjall heims heitir Kilauea og er á eyjunni Hawaii, sem er ein af eyjunum sem mynda Hawaii-eyjaklasann. Kilauea á Hawaii er eitt virkasta eldfjall í heimi. Nú síðast hófst gos þar 20. desemb...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um hvalháfa?

Hvalháfur (Rhincodon typus) er ein tegund hákarla og stærstur núlifandi fiska. Algengt er að hvalháfar séu um 15 metra langir, en til eru dýr sem mælst hafa allt að 18 metrar og vegið hátt í 20 tonn. Hvalháfar hafa flatan og breiðan haus, kviðurinn er fölgrár eða kremlitaður en bakið silfur- eða grængrát...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er netkort og hver er munurinn á því og mótaldi? Hvort er betra?

Netkort er notað til að tengja tölvu inn á staðarnet eða nærnet (e. Local Area Network, LAN). Tölvan verður þá ein af mörgum tölvum á staðarnetinu og getur skipst á gögnum við hinar tölvurnar, prentað á prentara, eða komist á Internetið gegnum þá tölvu staðarnetsins sem er tengd "út". Sérhver tölva á staðarnetinu...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig fiskur er langa?

Langa (Molva molva) er af þorskaætt (Gadidae) líkt og margir af okkar helstu nytjafiskum, svo sem þorskur, ufsi, ýsa og kolmunni. Hún hefur löngum verið álitin einhvers konar millistig á milli þorsks og áls enda líkist hún þorski um margt en hefur ílangt vaxtarlag líkt og áll og getur orðið rúmir tveir metrar á le...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er minnsta öreindin?

Allt efni í heiminum er samsett úr örsmáum einingum sem nefnast öreindir. Jafnvel minnstu hlutir í umhverfi okkar innihalda aragrúa öreinda og það gerir okkur erfitt fyrir að mæla stærð öreindanna sjálfra. Þegar allar venjulegar mælistikur eru mun stærri en það sem á að mæla verðum við að nota óvenjulegar aðferð...

category-iconLandafræði

Hvernig eru hugtökin dreifbýli og landsbyggð skilgreind hér á landi?

Upphafleg spurning var sem hér segir:Hvernig er dreifbýli (rural) skilgreint á Íslandi? Er skilgreiningin á orðinu landsbyggð (countryside) eitthvað öðruvísi en fyrir dreifbýli?Samkvæmt alþjóðlegum skilgreiningum er þéttbýli skilgreint sem “húsaþyrping með minnst 200 íbúum og fjarlægð milli húsa yfirleitt ekki mei...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig fjölga hvalir sér?

Hvalir eru svokölluð legkökuspendýr. Spendýrum er skipt í þrjá hópa: monotremata (breiðnefur og mjónefur), marsupials (pokadýr eins og kengúrur) og placentals (legkökuspendýr eins og prímatar, hestar og hvalir). Dýr í þessum hópum eru líffræðilega áþekk hvað varðar uppbyggingu kynkerfa, æxlun og þroska ungviða...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig eru kyrkislöngur flokkaðar?

Í dýrafræðinni er ekki til sérstakur flokkunarhópur fyrir kyrkislöngur, heldur vísar heitið til slangna sem kremja og kreista bráð sína til dauða frekar en að bíta hana og lama með eitri. Stærstu slöngur heims eru kyrkislöngur og þær eru jafnframt meðal þyngstu skriðdýra á eftir krókódílum og stærstu skjaldbökum. ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er uppruni snáka?

Steingervingasaga snáka er ákaflega illa þekkt. Bein þeirra eru mjög þunn og hafa varðveist illa í jarðlögum og því eru margar eyður í þróunarsögu snáka. Vísindamenn hafi þó lagt mikla vinnu í að reyna að átta sig á þróunarsögu þessa áberandi hóps skriðdýra. Einkum hafa þeir notast við samanburðarannsóknir á líffæ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er Masada?

Masada er fornt fjallavirki í Ísrael, nærri suðvesturströnd Dauðahafsins. Það var Heródes konungur í Júdeu, sá sem sagt er frá í frásögunum af fæðingu Jesú í Nýja Testamentinu, sem lét reisa virkið einhvern tímann um eða fyrir 30 f.Kr. Kletturinn sem virkið stendur á rís í um 400 metra hæð yfir Dauðahafinu og er e...

Fleiri niðurstöður