Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 292 svör fundust

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvernig fer ég að því að reikna út uppgufun úr sundlauginni okkar?

Spurningin öll hljóðaði svona: Við erum með sundlaug sem er 13 x 25 metrar sem er 29 gráður og vantar að vita hvað margir lítrar gufa upp á 24 tímum. Vatnsmagnið í lauginni er 400.000 lítrar. Ágætt væri að miða við ca 8 gráðu lofthita. Flestir hafa tekið eftir því að blautir hlutir þorna að lokum ef þeir er...

category-iconLæknisfræði

Hvernig bregst líkaminn við súrefnisskorti í mikilli hæð?

Sífellt fleiri Íslendingar sækja í göngu- og fjallahjólaferðir, skíðaiðkun og fjallaklifur erlendis þar sem fjöll eru hærri en 2500 metrar yfir sjávarmáli, en í þeirri hæð getur hæðarveiki (e. high altitude illness) gert vart við sig. Líkaminn bregst við súrefnisskorti með því að setja í gang aðlögunarferli. Þessi...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er diffrun og hvernig get ég notað hana í rekstri?

Diffrun er hugtak úr stærðfræði. Orðið diffrun er nýyrði eða tökuorð, náskylt difference í ensku sem þýðir mismunur. Diffrun er hluti af því sem stundum er kallað örsmæðareikningur (calculus á ensku). Henni er til dæmis beitt ef við höfum ákveðna stærð sem verður fyrir áhrifum af annarri og viljum sjá hvernig sú f...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig myndast þrumur og eldingar?

Elding er þráðlaga ljósblossi frá rafstraumi sem hleypur milli staða í skýjum eða milli skýja og yfirborðs jarðar. Rafstraumurinn sem myndar eldinguna hitar loftið í næsta nágrenni svo snöggt að úr verður sprenging og hljóðbylgja sem við köllum þrumu berst í allar áttir. Elding er þráðlaga ljósblossi frá rafstr...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað orsakar beinþynningu?

Beinþynning er sjúkdómur sem hrjáir einkum konur (um 80% eru konur). Beinmassi kvenna nær hámarki nálægt 30-35 ára aldri, fer hægt minnkandi eftir það en nálægt tíðahvörfum verður hreinlega hrun á beinum sumra kvenna sem geta tapað 20-30% beinmassans á örfáum árum. Þetta getur haft mjög alvarlegar afleiðingar með ...

category-iconHeimspeki

Hvernig skilgreinir maður heimspeki? Hvað er heimspeki?

Ég legg fram tvær lögmætar skilgreiningar á heimspeki. Fyrri skilgreiningin er þessi: Heimspeki er sú iðja að glíma af heiðarleik og hugrekki við spurningar sem varða tilvist mannsins, bæði hvað er og hvað ber (verufræði og siðfræði) og spurningar sem spretta af þessum og virðist við rannsókn nauðsynlegt að svara ...

category-iconFélagsvísindi

Hvaða land eða lönd gætu í náinni framtíð orðið að ríki sem getur jafnast á við Bandaríkin í hernaðarmætti og efnahag?

Þrátt fyrir að hlutfallslegir yfirburðir Bandaríkjanna í hernaðar- og efnahagsmætti séu gríðarlegir – nánast óviðjafnanlegir í sögulegu samhengi – búum við í veröld þar sem að straumar og stefnur móta í sífellu farveg alþjóðastjórnmála framtíðarinnar. Að sjálfsögðu má gera ráð fyrir að næstu áratugi verði einhverj...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er það sem helst tefur fyrir því að vetni og aðrir "hreinir" orkugjafar leysi olíuna af hólmi?

Það er samspil ýmissa þátta sem helst ,,tefja” fyrir því að vetnisrík sambönd geti að fullu tekið við af olíu sem eldsneyti í heiminum. Það sem þeir eiga helst sameiginlegt er að lögð er ofuráhersla á að nýta sem allra best þá gríðarmiklu möguleika sem felast í vetni sem hreinum orkubera (eldsneyti). Slíkt krefst ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hver eru hlutverk heilakönguls og heiladinguls?

Bæði heilaköngull og heiladingull eru innkirtlar og framleiða því hormón. Heilaköngull (e. pineal gland, lat. epiphysis) er lítið líffæri, um 1 cm á lengd, sem er í laginu eins og furuköngull. Það er staðsett rétt fyrir ofan miðheilann og fyrir framan litla heilann. Hlutverk heilaköngulsins er að mynda og seyt...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Er hættulegt að taka of mikið af vítamínum?

Til þess að líkaminn geti starfað eðlilega þurfum við að fá 13 mismunandi vítamín út fæðunni sem við neytum. Þessi vítamín gegna margvíslegum hlutverkum í líkamanum og skorti eitthvert þeirra er hætta á hörgulsjúkdómi. Vítamín skiptast í vatnsleysanleg vítamín annars vegar og fituleysanleg hins vegar. Til vat...

category-iconLæknisfræði

Hversu margir deyja á Íslandi af völdum reykinga?

Í tóbaksreyk eru nokkur þúsund efni og efnasambönd. Uppruni þeirra er margvíslegur; tóbaksjurtin sjálf, efni notuð við ræktun hennar, efni notuð við vinnslu plöntunnar og efni notuð til að auka fíknaráhrif nikótíns. Fjölmörg þessara efna og efnasambanda eru hættuleg heilsu manna enda hafa margar rannsóknir sýnt f...

category-iconJarðvísindi

Hvað er fracking og hvaða áhrif getur það haft?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvað er fracking? Hvaða áhrif hefur það á berg og jarðlög? Getur þetta haft slæmar afleiðingar? Fracking er stytting á "hydraulic fracturing" sem er aðferð sem beitt hefur verið í orkuiðnaðinum um margra áratuga skeið til að örva vökvarennsli inn í borholur, stundu...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er hvatberi?

Hvatberi (e. mitochondrion) er frumulíffæri sem finnst í öllum heilkjarna lífverum. Hvatberar eru belglaga, um 0,5–1 μm, en stærð og lögun getur verið breytileg eftir frumutegundum. Þeir eru nægilega stórir til að sjást með ljóssmásjá og voru fyrst uppgötvaðir á 19. öld. Hvatbera er að finna í nánast öllum fr...

category-iconEfnafræði

Af hverju verður silfurborðbúnaður hreinn þegar hann er látinn liggja í matarsóda, soðnu vatni og álpappír?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Þegar ég fægi silfrið mitt þá set ég matarsóda og álpappír út í sjóðandi vatn, hendi silfrinu úti og bíð róleg um stund. Svo tek ég upp skínandi fínt silfur en álpappírinn verður svartur. Hvað gerist? Silfur (Ag) dökknar með tíð og tíma þegar það hvarfast við brenni...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvaða áhrif hefur nikótín á líkamann?

Nikótín telst til svokallaðra alkalóíða en það eru basísk lífræn efni sem finnast í plöntum. Nikótín finnst í blöðum tóbaksplöntunnar Nicotiana tabacum sem óx upphaflega í Ameríku en barst til Evrópu fyrir um 500 árum. Hreint nikótín var fyrst unnið úr tóbaki á fyrri hluta 19. aldar. Það er í fljótandi formi og ...

Fleiri niðurstöður