Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5200 svör fundust

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvernig myndast símasamband?

Þetta er eðlileg og mikilvæg spurning. Fyrir 20 árum eða svo hefði verið frekar einfalt að svara henni en nú er það dálítið erfiðara vegna tækniframfara á síðustu tveimur áratugum, og eins víst að hér komi sitthvað á óvart. Í símanum sem við tölum í er búnaður sem breytir hljóðinu frá okkur í rafmerki, nánar ti...

category-iconHeimspeki

Er „strax“ teygjanlegt hugtak?

Orðið ‚strax‘ tilheyrir þeim flokki orða sem kalla má vísiorð eða ábendingarorð (e. indexicals) en um þau er fjallað í svari við spurningunni Hvenær er núna? Sagt er að slík orð eða orðasambönd einkennist af því að merking þeirra sé breytileg eftir samhengi. Þetta er að vísu heldur ónákvæm lýsing því segja má ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Nánast allir fréttamenn á Íslandi tala um helmingi meira þegar þeir meina tvöfalt meira. Er það ekki rangt hjá þeim?

Í prósentureikningi er oft sagt að einhver tala sé tilteknum prósentum meiri eða minni en önnur tala. Þá er venjan sú að reikna prósentuna alltaf af þeirri tölu sem ,,en” stendur fyrir framan. Dæmi: Hvað er 10% meira en 1000 krónur? Svar: 1100 krónur. Hvað er 10% minna en 1000 krónur? Svar: 900 krónur. Ef þeirri r...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvað er rétt og hvað er rangt í máli?

Rétt íslenskt mál er málnotkun sem samræmist (einhverri) íslenskri málvenju en rangt íslenskt mál samrýmist engri íslenskri málvenju. Rangt mál, til dæmis setningin "Páll eldaði fiskurinn", getur hvergi talist æskilegt en ekki er þar með sagt að rétt mál (í þessum skilningi) eigi sjálfkrafa rétt á sér við allar að...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er munurinn á ávarpsorðunum frú, maddama, fröken, jómfrú?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hverjir voru helstu ávarpstitlar kvenna á 19. öld? Hver var munurinn á frú, maddömu, fröken, jómfrú o.s.frv.? Orðið maddama sem ávarpsorð er fyrst farið að nota í byrjun 18. aldar. Var það notað til að tala um eða ávarpa biskupsfrú, prestsfrú, kaupmannsfrú eða aðrar konur sem s...

category-iconHagfræði

Hvernig útskýra hagfræðingar hugtakið úthrif eða externalities?

Öll spurningin hljóðaði svona: Sæl öll. Hafið þið aðgengilega útskýringu á íslensku á hugtakinu externalities í hagfræði, sem ég sé að kallast úthrif sums staðar? Kær kveðja. Stefán Jón Hafstein Hagfræðingar tala um ytri áhrif eða úthrif (e. externalities) þegar hegðun eða ákvarðanir eins hafa áhrif á aðra án...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvenær er næsta helgi?

Upprunlega spurningin hljóðaði svo:Myndi þetta ekki flokkast undir málvísindi? Í dag er fimmtudagurinn 3. nóvember árið 2016. Hvenær er næsta helgi? Svarmöguleikar eru 4.-6. nóvember og 11.-13. nóvember. Hér er einnig svarað spurningu Hauks Más:Ef við erum í miðri viku og sagt er um næstu helgi. Hvort er verið ...

category-iconMálvísindi: almennt

Í hvaða landi eru til flest tungumál og hvert er mest talaða tungumál í heiminum?

Það er mjög erfitt að reikna út hversu mörg tungumál eru til í heiminum. Mörg tungumál hafa aldrei verið rannsökuð og mörg þeirra eiga sér ekki ritmál. Einnig er í mörgum tilvikum erfitt að ákvarða hvort fólk tali ólíkar mállýskur af sama tungumáli eða hvort það tali ólík tungumál. Yfirleitt geta Svíar og Norðmenn...

category-iconJarðvísindi

Er hægt að kafa undir Ísland eða er það fast á jarðskorpunni?

Samkvæmt skilningi jarðfræðinnar er Ísland svonefndur heitur reitur. Slíkir reitir myndast þar sem möttulstrókar rísa úr iðrum jarðar, sumir þeirra ná allt niður að mörkum jarðkjarna á 2.900 km dýpi. Undir Íslandi er möttulstrókur sem er um 200 km í þvermál og nær líklega alveg niður að mörkum möttuls og kjarna...

category-iconFélagsvísindi

Hvers vegna ýtir flæði erlends fjármagns inn til landsins undir styrkingu krónunnar?

Erlent fjármagn getur flætt til landsins með ýmsum hætti. Til dæmis þannig að Íslendingar taka lán í erlendum myntum í útlöndum eða útlendingar fjárfesta á Íslandi. Ef féð er notað á Íslandi til að kaupa til dæmis innlendar eignir eða vinnu þarf að greiða fyrir kaupin með krónum. Erlent fjármagn getur flætt til ...

category-iconJarðvísindi

Hvað gerist ef möttulstrókurinn undir Íslandi hættir allt í einu að virka?

Heitir reitir nefnast svæði á yfirborði jarðar sem standa hátt yfir umhverfi sitt og einkennast af hlutfallslega mikilli eldvirkni, það er kvikuframleiðslu. Orsök heitra reita hugsa menn sér að séu möttulstrókar, súlulaga efnismassar sem ná djúpt niður í jarðmöttulinn. Ef möttulstrókurinn „hættir að virka“ þá...

category-iconMálvísindi: íslensk

Eru lóðir undir hús virkilega nefndar eftir verkfæri til að mæla þyngd?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Hvers vegna eru lóðir (land undir hús) nefndar eftir, að því er virðist, verkfæri til að mæla þyngd. Hver er uppruni orðsins lóð sem land undir hús? Til gamans má nefna að spyrjandi vinnur við að afmarka jarðir, lönd og lóðir Íslands. Nafnorðið lóð er til í tveimur kynjum, ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru til margar tegundir af köttum?

Páll Hersteinsson hefur svarað fyrir okkur spurningunni Geta úlfar og hundar eignast afkvæmi og skiptir máli hvaða hundategundir eru þar að verki? Í svarinu kemur fram að allir hundar eru ein tegund, svo undarlegt sem það kann að virðast þegar við leiðum hugann að fjölbreytileika hunda í stærð, útliti og öðrum...

category-iconMálvísindi: almennt

Er hægt að tala um að hafa tvö tungumál sem fyrsta mál?

Hugtakið fyrsta mál er oftast notað í þeim tilvikum þegar barn byrjar að læra eitt mál sem fyrsta mál. Önnur mál sem barnið byrjar að læra síðar eru þá annað og þriðja mál og svo framvegis og barnið getur orðið tví- og þrítyngt. Hins vegar er það mjög algengt að börn læri tvö eða fleiri tungumál samtímis frá by...

category-iconUmhverfismál

Hvaða afmælisdag Jarðar var Ævar vísindamaður að tala um í þættinum sínum?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Hvenær varð Jörðin til og hvaða afmæli Jarðarinnar var þetta sem Ævar vísindamaður talaði um í þættinum sínum? Jörðin varð til fyrir um það bil 4.500 milljónum ára en það er ekki hægt að tilgreina aldur hennar mikið nákvæmar en það. Jörðin á því engan afmælisdag, ekki fre...

Fleiri niðurstöður