Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 5371 svör fundust
Hvað er hæðarveiki?
Þegar komið er upp í mikla hæð, 2500 metra yfir sjávarmál eða meira, getur svonefnd hæðarveiki (e. high altitude illness) gert vart við sig. Súrefni minnkar eftir því sem hærra dregur og líkaminn bregst við súrefnisskorti með því að setja í gang aðlögunarferli. Þessi viðbrögð líkamans duga þó ekki alltaf til eða g...
Af hverju er vatnið í Bláa lóninu svona blátt?
Á vefnum Cutis.is er umfjöllun um Bláa lónið og psoriasis eftir læknana Bárð Sigurgeirsson og Jón H. Ólafsson. Þar er einnig stuttlega gerð grein fyrir myndun lónsins og er umfjöllunin hér á eftir stytt útgáfa af þeim hluta greinar þeirra félaga. Bláa lónið varð til sem affallsvatn frá Hitaveitu Suðurnesja í S...
Er leyfilegt að dreifa ösku látinna einstaklinga hvar sem er?
Núgildandi lög nr. 36/1993 með síðari breytingum heimila að ösku látinna manna sé dreift yfir öræfi og sjó með leyfi sýslumannsins á Norðurlandi eystra[1]. Þar segir enn fremur: Óheimilt er að dreifa ösku á fleiri en einn stað sem og að merkja dreifingarstað. Sömuleiðis er óheimilt að geyma duftker fram að ráðs...
Hvernig verða eyðimerkur til?
Eyðimörk er þurrkasvæði þar sem engir varanlegir árfarvegir eru til staðar og þar sem gróið land telur ekki meira en 15% yfirborðsins. Á jörðinni eru eyðimerkur þar sem úrkoma er innan við 25 cm á ári að meðaltali. Úrkoma er þó ekki það eina sem ákvarðar þurrkasvæði og þar af leiðandi eyðimörk. Þurrkar eru líka há...
Hver er stærsta eyjan við Ísland?
Hagstofa Íslands gefur á hverju ári út hagtöluárbókina Landshagi. Bókinni er ætlað að gefa yfirlit yfir tölulegar upplýsingar um flesta þætti efnahags- og félagsmála. Þar er einnig að finna ýmsar landfræðilegar upplýsingar, til dæmis lista yfir stærstu eyjarnar við Ísland. Þær eru:Heimaey 13,4 km2 Hrísey á Eyjafir...
Af hverju eru langflestir byggðakjarnar á Íslandi við ströndina?
Sú staðreynd að stærstur hluti byggðar á Íslandi er við ströndina á sér vissulega landfræðilegar skýringar þar sem aðstæður til þéttbýlismyndunar fjarri sjó eru ekki sérlega ákjósanlegar á mörgum svæðum, til dæmis í þröngum fjörðum með lítið undirlendi, eins og víða bæði á Vestfjörðum og Austfjörðum. Byggðamynstur...
Hvað gerist ef sjávarfiskur er settur í ferskvatn?
Allir fiskar og reyndar öll dýr sem lifa í vatni, hafa sitt eigið seltusvið, en það merkir að þau eru aðlöguð lífi í vatni með ákveðinn seltustyrk. Í raun inniheldur allt vatn eitthvað salt, hvort sem við köllum það ferskvatn eða saltvatn. Áður en lengra er haldið er rétt að rifja upp hvað átt er við með osmósu...
Stækkar Ísland að flatarmáli vegna landreks eða minnkar það vegna sjávarrofs?
Rúmmál Íslands ofansjávar er um 50.000 km3 þar sem flatarmál landsins er 103.000 km2 og meðalhæð Íslands yfir sjó er um 0,5 km. Framleiðsla gosbergs í eldgosum miðað við síðustu 10.000 ár er hins vegar áætluð um 4,3 km3 á öld. Þetta svarar til þess að 43.000 km3 af gosbergi hafi myndast á milljón árum (m.á.), sem ...
Veiddi íslenski refurinn geirfuglinn?
Því miður er ýmislegt á huldu um geirfuglinn (Pinguinus impennis), til dæmis vitum við lítið um afræningja hans, aðra en manninn. Ekki er ósennilegt að geirfuglinn hafi verið aðlagaður að varpi á úthafseyjum, skerjum og hólmum. Nánast útilokað er að hann hafi verpt í einhverjum mæli á svæðum þar sem landrándýr, þ...
Af hverju líður yfir fólk og hvað gerist í líkamanum sem veldur yfirliðinu?
Það líður yfir fólk vegna tímabundins skorts á blóði og þar með súrefni til heilans. Þegar það gerist missir fólk meðvitund í skamma stund. Ólíkt því sem gerist við flog endurheimtar fólk sem hefur fallið í yfirlið árvekni fljótlega eftir að meðvitund næst aftur. Margt getur leitt til þess að það dregur tímabu...
Hvernig stendur á því að fljótustu spretthlauparar heims eru nánast allir svartir?
Hlaupahraði hefur ekkert með húðlit að gera og mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að margir sem eru ljósir á hörund, sem og menn af asískum uppruna, eru öskufljótir. Líklegasta ástæða þess að þeldökkir hlauparar eru að jafnaði fljótastir er að þeir hafa meira af hröðum vöðvafrumum en aðrir. Tvær aðaltegun...
Hvað getur hákarl orðið gamall?
Margt er á huldu varðandi ýmsa þætti í líffræði hákarla, þar á meðal um hámarksaldur þeirra. Til eru yfir 300 tegundir af hákörlum og er hámarksaldur þeirra allbreytilegur. Þó telja vísindamenn að stærri tegundir hákarla geti náð mjög háum aldri. Meðal annars er talið að stærsta hákarlategundin, hvalháfurin...
Hvar eru Hveravellir og hver er jarðfræðisaga svæðisins?
Hveravellir eru einn af magnaðri stöðum hálendisins. Þeir liggja í um 600 metra hæð, mitt á milli tveggja af stærstu jökulhvelum landsins, Hofsjökuls til austurs og Langjökuls til vesturs. Í þessari hæð er gróður af skornum skammti og er svæðið heldur eyðilegt yfir að líta. Hverasvæðið sjálft er ekki mikið um sig ...
Hvernig mæla vísindamenn hæð fjalla og hæða á Mars og Venusi þar sem þar eru engin höf?
Landslag Mars er geysilega fjölbreytt þótt reikistjarnan sé tiltölulega lítil. Á yfirborðinu eru stórir gígar, risavaxin eldfjöll, hraunsléttur, gljúfur og vatnssorfnir dalir, svo fátt eitt sé nefnt. Frá jörðu séð má skipta yfirborðinu í tvennt, ljós og dökk svæði. Ljósu slétturnar eru þaktar ryki og sandi og voru...
Hvað er Everestfjall hátt í millimetrum?
Mount Everest eða Mountain Everest (Everestfjall) er hæsta fjall heims. Það er á landamærum Nepal og Kína (Tíbet), en hæsti tindur þess er 8,85 km á hæð. Í metrum er það 8.850 m og hæð hans í millímetrum er 8.850.000. Næsthæsti tindur fjallsins er 8,748 km á hæð, 8.748 m eða 8.748.000 mm á hæð. Þriðji hæsti tindur...