Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1141 svör fundust

category-iconHugvísindi

Hvað eru til mörg orð í íslensku?

Ómögulegt er að nefna eina tölu yfir fjölda orða í íslensku. Á hverjum degi eru búin til orð sem sum hver eru ef til vill aðeins notuð einu sinni. Oftast er um samsetningar að ræða sem verða til af því að lýsa þarf á stundinni einhverju atviki eða einhverju áþreifanlegu og orð skortir. Slík orð, sem oft komast ekk...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni orðanna tékki og tékkhefti og hvers vegna eru þessi orð notuð í viðskiptum?

Orðið tékki er fengið að láni annaðhvort beint úr ensku check eða úr dönsku. Framan af virðast orðmyndir og stafsetning vera á reiki. Hvorugkynsmyndin tékk var eitthvað notuð rétt fyrir og eftir aldamótin 1900 og þá jafnvel rituð check (með greini checkið). Elsta dæmi Orðabókar Háskólans um orðið tékki er úr blaði...

category-iconHugvísindi

Hvað er að vera "strýheill"?

Orðið strýheill merkir 'alveg heill, ógallaður'. Forliðurinn strý- er þarna notaður til áherslu og orðið er sjálfsagt myndað með orðið stráheill að fyrirmynd. Stráheill er annars vegar notað um strá í heyi sem ekki hafa brotnað en hins vegar í yfirfærðri merkingu um það sem er heilt og óskaddað. Orðið strý er ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju heitir það 'að tippa' þegar við veðjum?

Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók er sögnin 'að tippa' tökuorð úr dönsku, 'tippe', en þaðan er orðið fengið úr ensku, 'tip'. Í íslensku er sögnin að tippa aðallega notuð um það þegar menn taka þátt í knattspyrnugetraunum þar sem reynt er að spá fyrir um úrslit leikja með því að merkja við 1, X, eða 2. Tölustafurin...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hverjum er hægt að bjóða birginn?

Spurningin í heild sinni hljómaði svona: Ef maður bíður einhverjum birginn,(sem ég held að þýði að standa í hárinu á einhverjum, sem vekur svo aftur upp spurninguna hvaða hári?) hvaða birg er maður þá að bjóða? Orðasambandið að bjóða einhverjum byrginn/birginn merkir að ‘standa fast á sínu gegn einhverjum eða ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver ert latneska heitið yfir orðið hýsil?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Góðan dag. Ég er að leita að latneska heitinu yfir orðið hýsill.Þeir sem þurfa að þekkja latnesk heiti hugtaka sem geta reynt að fletta þeim upp í Orðabanka Íslenskrar málstöðvar. Hlutverk Orðabankans er að safna fræðiheitum og veita aðgang að íslenskum þýðingum á erlendum ...

category-iconHugvísindi

Í hvað detta menn þegar þeir "detta í það"?

Sambandið að detta í það er ekki gamalt í málinu um að neyta áfengis ríkulega oftast samfara einhverri skemmtun en þó ekki alltaf. Margur dettur í það einn með sjálfum sér. Elstu dæmi Orðabókar Háskólans eru frá síðari hluta 20. aldar en sambandið getur vel verið eitthvað eldra. Í Íslenskri orðabók (2002: 213)...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju nefnast vikulokin okkar helgi en ekki vikulok eins og weekend á ensku?

Helgur er samandregin mynd af heilagur, orðin til við brottfall sérhljóðs í þolfalli og þágufalli eintölu og allri fleirtölunni nema eignarfalli og sömuleiðis í veiku beygingunni en brottfallinu fylgdi einhljóðun tvíhljóðsins ei í e. Merking orðanna er hin sama. Nafnorðið helgi merkir ‛heilagleiki’ en einnig...

category-iconHugvísindi

Hvað er eiginlega dragbítur?

Dragbítur er nagli eða tréflís sem stendur niður úr sleðameið sem farinn er að slitna, eða niður úr kjöldragi á skipi. Þessi nagli eða flís gerir það að verkum að sleðinn rennur illa í snjó eða báturinn á hlunnum þegar verið er að ýta honum á flot eða draga hann á land. Um þessa merkingu á Orðabók Háskólans elst d...

category-iconHugvísindi

Hvaða munur er á orðunum innstæða og innistæða? Hvort orðið á maður að nota?

Bæði orðin hafa lengi verið í notkun um fé í sjóði eða á reikningi. Í Íslenskri orðabók (2007) eru innstæða og innistæða sögð notuð um hið sama í hagfræði og í viðskiptum. Það sýna einnig dæmi í textasafni Orðabókar Háskólans en þau um innstæðu eru talsvert fleiri. Í eldra máli var orðið innstæða einnig haft um hö...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er að vera handónýtur og hver er uppruni orðsins?

Hand- í orðinu handónýtur er svokallaður herðandi forliður. Í Íslenskri orðabók Eddu (2002:538) er hann sagður forliður lýsingarorða en í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er vísað í Stephan G. Stephansson sem notaði forliðinn í sögninni handónýta í ljóðabókinni Andvökur I, bls. 89. Dæmið var ekki sýnt. Það sem er ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers konar ull er í orðinu urmull og hvað er urm?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Hverslags ull er urmull? Orðið urmull þekkist frá 17. öld í merkingunni ‘ögn, smábrot, smáleif af einhverju, aragrúi, sægur’. Upphafleg merking mun vera ‘mylsna, smábrot, smælki’. Merkingin ‘aragrúi’ er leidd af nafnorðinu mor ‘smáagnir, grugg, grúi, sægur’ (Ásgeir Blöndal ...

category-iconHugvísindi

Er orðið rjúpa notað um fleira en fugl?

Flestir þekkja rjúpuna, fuglinn sem skiptir litum eftir árstíðum og Jónas Hallgrímsson kvað svo eftirminnilega um í ljóðinu Óhræsið. En færri vita sjálfsagt að rjúpa er einnig hnykill undinn á sérstakan hátt. Það er ýmist kallað að vinda rjúpu eða vinda í rjúpu. Í elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans, sem...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað eru sokkabandsár og duggarabandsár og notaði fólk þessi bönd á einhverju sérstöku tímabili ævinnar?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hverjar eru orðsifjar orðanna sokkabandsár og duggarabandsár? Notaði fólk þessi bönd á einhverju sérstöku tímabili ævinnar? Er einhver munur á orðunum? Nafnorðið sokkabandsár (hk.) merkir ‘bernsku- eða æskuár’ og virðist það býsna gagnsætt, vísar til þess æviskeiðs er ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Getið þið sagt mér hvernig orðið sigtimjöl (notað í bakstur) er á ensku?

Orðið sigtimjöl er ekki í íslensk-enskum orðabókum en í dansk-enskri orðabók er danska orðið "sigtemel" þýtt með "bolted flour" (Hermann Vinterberg og C. A. Bodelsen: Dansk-engelsk ordbog (1956)). Orðið "sigtimjöl" mætti því sennilega þýða með "bolted rye", ef það fyrirbæri er á annað borð til í enskumælandi lönd...

Fleiri niðurstöður