Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 312 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Hvað er sigðkornablóðleysi?

Sigðkornablóðleysi (e. sickle cell anaemia) er erfðasjúkdómur sem stafar af hálfbanvænu geni. Hálfbanvæn gen draga mjög úr lífslíkum þeirra sem bera þau, að minnsta kosti þeirra sem eru arfhreinir um þau. Flestir einstaklingar eru arfhreinir um eðlilegt gen (HbA) sem geymir uppskrift að byggingu A-blóðrauða eða A-...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers vegna eru ekki krákur á Íslandi?

Krákur tilheyra ætt hröfnunga (Corvidae). Aðeins ein tegund hröfnunga verpir hér á landi en það er hrafninn (Corvus corax). Hrafninn verpir víða og hefur náð að aðlagast aðstæðum á norðlægum svæðum eins og á Íslandi og Grænlandi. Krákur eru ekki hluti af íslensku fuglafánunni en eru þó mjög algengir flækingar ...

category-iconHugvísindi

Hvað gerðist á uppstigningardaginn?

Uppstigningardagur er einn af helgidögum þjóðkirkjunnar og er jafnframt einn af 15 lögbundnum frídögum almanaksársins. Uppstigningardagur er fimmtudagurinn fjörtíu dögum eftir páska og ber því upp á tímabilinu 30. apríl til 4. júní. Á uppstigningardag er himnafarar Jesú Krists minnst. Samkvæmt ritningum Nýja...

category-iconFöstudagssvar

Éta ísbirnir mörgæsir?

Stutta svarið er nei; villtir ísbirnir éta ekki mörgæsir úti í náttúrunni. Mörgæsum datt nefnilega það snjallræði í hug að koma sér fyrir á suðurhveli, einkum allra syðst, en ísbirnir eru hins vegar fastir á norðurheimskautssvæðinu og ná ekki einu sinni til Íslands með fasta búsetu þó að þeir slæðist hingað einsta...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um pardusköttinn (Leopardus pardalis)?

Parduskötturinn (Leopardus pardalis), eða ocelot eins og hann kallast á alþjóðavísu, er ein tegund svokallaðra nýjaheimskatta. Heimkynni parduskattarins er í þéttu skóglendi Suður-Ameríku og allt norður til suðurríkja Bandaríkjanna (Texas og Louisiana). Búsvæði þeirra eru allt frá rökum og þéttum regnskógum til kj...

category-iconMannfræði

Hvað getið þið sagt mér um Chibcha, frumbyggja Kólumbíu?

Chibcha-fólkið er einn af frumbyggjahópum Kólumbíu í Suður-Ameríku. Í sumum heimildum gengur fólkið undir nöfnunum Muisca eða Mosca en hér verður heitið Chibcha notað og þá umritað sem Síbsjar. Á máli Síbsjar-búa þýðir síbsjar 'höfðingi samfélagsins'. Fyrir tíma landvinninga Spánverja í Suður- og Mið Ameríku bj...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig myndaðist Surtsey?

Surtsey myndaðist í neðansjávargosi í nóvember 1963, þar sem fyrir var um 130 m sjávardýpi. Framan af, meðan sjór komst í gíginn, tókust á vatn og glóandi hraunbráð með miklum sprengingum sem mynduðu gosösku og gjall. Eldingar voru tíðar í þessum þætti gossins. Gígurinn var nefndur Surtur en eyjan Surtsey. Um mána...

category-iconVísindi almennt

Er rétt að Darwin hafi dregið kenningu sína til baka vegna eigin trúarskoðana?

Upphafleg spurning var í heild sem hér segir: Er það rétt að Darwin hafi sett kenningu sína fram, en seinna afneitað henni á þeim grundvelli að hún sé guðlast og röng, vegna eigin trúarskoðana?Svarið er nei; þetta er ekki rétt. Þróunarkenningin eins og við þekkjum hana var upphaflega sett fram í fyrirlestri í L...

category-iconHeimspeki

Hvernig skilgreinir maður heimspeki? Hvað er heimspeki?

Ég legg fram tvær lögmætar skilgreiningar á heimspeki. Fyrri skilgreiningin er þessi: Heimspeki er sú iðja að glíma af heiðarleik og hugrekki við spurningar sem varða tilvist mannsins, bæði hvað er og hvað ber (verufræði og siðfræði) og spurningar sem spretta af þessum og virðist við rannsókn nauðsynlegt að svara ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getið þið sagt mér allt um blettatígur?

Á erlendum tungum er blettatígurinn (Acinonyx jubatus) nefndur 'cheetah' sem upprunnið er úr hindí og þýðir sá blettótti. Hann er eini meðlimur undirættarinnar Acinonychinae enda byggingarlag hans frábrugðið öðrum kattardýrum. Bæði er hann grannvaxinn og hlutfallslega lappalengri en aðrir kettir. Fjölmörg önnur lí...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað geturðu sagt mér um risaletidýr?

Risaletidýr tilheyra hópi svokallaðra jarðletidýra (e. ground sloth). Þau komu sennilega fram á ólígósen-skeiði nýlífsaldar og lifðu allt fram á sögulegan tíma á eyjum í Karíbahafi. Talið er að síðustu jarðletidýrin hafi dáið út um 1550 á eyjunum Kúbu og Hispanólu. Jarðletidýr eru afar fjölbreytilegur hópur dý...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað verða risasmokkfiskar stórir og hvað vita vísindamenn um lífshætti þeirra?

Risasmokkfiskar eru smokkfiskar (Architeuthidae) af ættkvíslinni Architeuthis. Alls hafa átta tegundir verið flokkaðar í þessa ættkvísl. Sumar þeirra geta orðið gríðarlega stórar eða allt að 13 metrar á lengd frá skrokkenda til enda lengri fálmaranna. Möttullinn sjálfur getur orðið tveir metrar á lengd þannig að l...

category-iconLífvísindi: almennt

Vex plantan Linnaea borealis á Íslandi og hefur hún eitthvað íslenskt heiti?

Plantan Linnaea borealis er lágvaxin skógarbotnsplanta og nefnist á íslensku lotklukka. Hún vex í Norður-Ameríku og Evrasíu. Í Evrópu vex lotklukkan í Skandinavíu, á Bretlandseyjum og á meginlandi Evrópu, norðan Alpafjalla. Einnig vex hún víða í fjalllendu svæði Austur-Evrópu og í Ölpunum. Lotklukkan vex ekki ...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvenær hófst kaffidrykkja í heiminum og hvernig breiddist hún út?

Kaffitré vaxa villt á nokkrum svæðum í Afríku og sú tegund (Coffea arabica) sem fyrst nýttist til kaffigerðar rekur upphafleg heimkynni sín til fjalla í Eþíópíu. Ekki er ólíklegt að þar hafi menn lengi tuggið kaffiber sér til hressingar, en þess verður fyrst vart í Jemen (handan við Rauðahaf) um eða fyrir miðja 15...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Teljast bjargdúfur til villtra íslenskra fuglategunda?

Þeir sem búa í þéttbýlinu á Suðvesturlandi þekkja flestir dúfur (Columbidae) sem réttilega eru kallaðar húsdúfur og hafa haldið til á torgum og götum í Reykjavík í áratugi. Húsdúfan er afkomandi villtra dúfna sem nefnast bjargdúfur. Þessar villtu frænkur húsdúfnanna hafa numið hér land og ættu því að teljast rétti...

Fleiri niðurstöður