Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er ónæmisminni?

JGÞ

Hugtakið ónæmisminni er notað um þann hæfileika ónæmiskerfisins að geyma upplýsingar um fyrri ónæmisviðbrögð. Enska heitið er anamnesis en það kemur úr grísku og vísar til þess sem menn muna eða rifja upp.[1]

Ónæmisminni er forsenda bólusetninga. Bóluefni geta verið unnin úr dauðum, óvirkum eða veikluðum sýklum eða einangruðu efni úr sýklunum. Í bóluefninu eru svonefndir mótefnavakar sem vekja ónæmissvar í líkamanum. Hluti af ónæmissvarinu felst í því að langlífar B- og T-minnisfrumur myndast en þær geta verndað okkur árum og jafnvel áratugum saman. Þessar minnisfrumur þekkja sýkilinn aftur ef við komust í tæri við hann og koma því til leiðar að ónæmiskerfið ræður niðurlögum hans áður en alvarleg sjúkdómseinkenni koma fram.

Skýringarmynd af ónæmisviðbragði og ýmsum frumum sem koma við sögu í því. Hluti af ónæmissvari felst í því að langlífar B- og T-minnisfrumur myndast og geyma upplýsingar um fyrri ónæmisviðbrögð.

Hægt er að lesa meira um ónæmiskerfið og ónæmisminni á Vísindavefnum, til að mynda í svörum við spurningunum:

Mynd:

Tilvísun:
  1. ^ Í heimspeki Platóns er hugtakið anamnesis notað í kenningu Sókratesar um endurminningu sem er ein af rökum hans fyrir ódauðleika sálarinnar. Um hana er fjallað í Síðustu dögum Sókratesar.

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

12.8.2024

Spyrjandi

Björn Dúi Ómarsson

Tilvísun

JGÞ. „Hvað er ónæmisminni?“ Vísindavefurinn, 12. ágúst 2024, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=84149.

JGÞ. (2024, 12. ágúst). Hvað er ónæmisminni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=84149

JGÞ. „Hvað er ónæmisminni?“ Vísindavefurinn. 12. ágú. 2024. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=84149>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er ónæmisminni?
Hugtakið ónæmisminni er notað um þann hæfileika ónæmiskerfisins að geyma upplýsingar um fyrri ónæmisviðbrögð. Enska heitið er anamnesis en það kemur úr grísku og vísar til þess sem menn muna eða rifja upp.[1]

Ónæmisminni er forsenda bólusetninga. Bóluefni geta verið unnin úr dauðum, óvirkum eða veikluðum sýklum eða einangruðu efni úr sýklunum. Í bóluefninu eru svonefndir mótefnavakar sem vekja ónæmissvar í líkamanum. Hluti af ónæmissvarinu felst í því að langlífar B- og T-minnisfrumur myndast en þær geta verndað okkur árum og jafnvel áratugum saman. Þessar minnisfrumur þekkja sýkilinn aftur ef við komust í tæri við hann og koma því til leiðar að ónæmiskerfið ræður niðurlögum hans áður en alvarleg sjúkdómseinkenni koma fram.

Skýringarmynd af ónæmisviðbragði og ýmsum frumum sem koma við sögu í því. Hluti af ónæmissvari felst í því að langlífar B- og T-minnisfrumur myndast og geyma upplýsingar um fyrri ónæmisviðbrögð.

Hægt er að lesa meira um ónæmiskerfið og ónæmisminni á Vísindavefnum, til að mynda í svörum við spurningunum:

Mynd:

Tilvísun:
  1. ^ Í heimspeki Platóns er hugtakið anamnesis notað í kenningu Sókratesar um endurminningu sem er ein af rökum hans fyrir ódauðleika sálarinnar. Um hana er fjallað í Síðustu dögum Sókratesar.

...