Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig verður tungumál til?

Diane Nelson

Þótt dýr geti haft tjáskipti þá eru það aðeins menn sem tala tungumál. Aðeins mannlegt mál inniheldur málfræðireglur sem gera málhafanum kleift að búa til ný orð og setningar og ræða nýjar hugmyndir. Börn læra tungumál mjög fljótt og auðveldlega, rétt eins og þau hafi meðfædda hæfileika til að tileinka sér móðurmál sitt. Af þessum ástæðum telja margir málfræðingar að mönnum sé ásköpuð ákveðin málfræðiþekking og börnum sé eins eðlislægt að tileinka sér móðurmál sitt og að læra að ganga.

Ef þetta er rétt þurfum við að spyrja eftirfarandi spurningar: Hvernig varð tungumálið hluti af erfðamengi okkar? Forfeður okkar, mannaparnir, höfðu sennilega frumstætt frumtungumál til tjáskipta, sem byggðist ef til vill á nokkrum orðum eða táknum en engum málfræðireglum. Mikil breyting virðist hafa orðið fyrir um það bil 100.000 árum. Þá komu fram menn sem líktust nútímamönnum og þeir sköpuðu listaverk og notuðu flókin verkfæri. Þessi þróun bendir til að á þessum tíma hafi menn verið komnir á nógu hátt vitsmunastig til að mynda margbrotin þjóðfélög. Líklegt er að tungumál með flóknu málkerfi hafi orðið til á þessu tímabili, og hugsanlega tengist þessi þróun hæfileikanum til óhlutstæðrar hugsunar sem er nauðsynlegur fyrir listsköpun.

Verkfæri Neanderthalsmanna. Þróun forvera manna á til dæmis verkfærum bendir til að á þessum tíma hafi menn verið komnir á nógu hátt vitsmunastig til að mynda margbrotin þjóðfélög sem mögulega hafi notast við tungumál.

Ekki er vitað hvort tungumál varð til vegna skyndilegrar stökkbreytingar eða hvort það kom fram sjálfkrafa þegar menn höfðu náð nógu háu vitsmunastigi. Að sjálfsögðu er erfitt að sanna kenningar um uppruna tungumála en með hjálp tölva leitast málfræðingar við að svara spurningum af þessu tagi.

Mynd:

Höfundur

lektor við University of Leeds

Útgáfudagur

17.5.2000

Síðast uppfært

6.7.2018

Spyrjandi

Ritstjórn, Elsa

Efnisorð

Tilvísun

Diane Nelson. „Hvernig verður tungumál til?“ Vísindavefurinn, 17. maí 2000, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=441.

Diane Nelson. (2000, 17. maí). Hvernig verður tungumál til? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=441

Diane Nelson. „Hvernig verður tungumál til?“ Vísindavefurinn. 17. maí. 2000. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=441>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig verður tungumál til?
Þótt dýr geti haft tjáskipti þá eru það aðeins menn sem tala tungumál. Aðeins mannlegt mál inniheldur málfræðireglur sem gera málhafanum kleift að búa til ný orð og setningar og ræða nýjar hugmyndir. Börn læra tungumál mjög fljótt og auðveldlega, rétt eins og þau hafi meðfædda hæfileika til að tileinka sér móðurmál sitt. Af þessum ástæðum telja margir málfræðingar að mönnum sé ásköpuð ákveðin málfræðiþekking og börnum sé eins eðlislægt að tileinka sér móðurmál sitt og að læra að ganga.

Ef þetta er rétt þurfum við að spyrja eftirfarandi spurningar: Hvernig varð tungumálið hluti af erfðamengi okkar? Forfeður okkar, mannaparnir, höfðu sennilega frumstætt frumtungumál til tjáskipta, sem byggðist ef til vill á nokkrum orðum eða táknum en engum málfræðireglum. Mikil breyting virðist hafa orðið fyrir um það bil 100.000 árum. Þá komu fram menn sem líktust nútímamönnum og þeir sköpuðu listaverk og notuðu flókin verkfæri. Þessi þróun bendir til að á þessum tíma hafi menn verið komnir á nógu hátt vitsmunastig til að mynda margbrotin þjóðfélög. Líklegt er að tungumál með flóknu málkerfi hafi orðið til á þessu tímabili, og hugsanlega tengist þessi þróun hæfileikanum til óhlutstæðrar hugsunar sem er nauðsynlegur fyrir listsköpun.

Verkfæri Neanderthalsmanna. Þróun forvera manna á til dæmis verkfærum bendir til að á þessum tíma hafi menn verið komnir á nógu hátt vitsmunastig til að mynda margbrotin þjóðfélög sem mögulega hafi notast við tungumál.

Ekki er vitað hvort tungumál varð til vegna skyndilegrar stökkbreytingar eða hvort það kom fram sjálfkrafa þegar menn höfðu náð nógu háu vitsmunastigi. Að sjálfsögðu er erfitt að sanna kenningar um uppruna tungumála en með hjálp tölva leitast málfræðingar við að svara spurningum af þessu tagi.

Mynd:...