Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Hvað veldur Down-heilkenni og fötlun?

JGÞ

Það er litningabreyting sem veldur Down-heilkenni og það uppgötvaðist fyrst árið 1959. Down-heilkenni er algengasti litningasjúkdómurinn.

Heilbrigðir einstaklingar hafa 23 litningapör eða alls 46 litninga. Einstaklingar sem eru með Down-heilkenni hafa auka erfðaefni í frumum líkamans, flestir þannig að þeir hafa hafa aukaeintak af litningi 21.

Einstaklingar með Down-heilkenni eru oftast með þrjú eintök af litningi 21.

Líkur á að fóstur hafi Down-heilkenni aukast með aldri móðurinnar. Í dag er skimað eftir alvarlegum fæðingagöllum fóstra í flestum vestrænum löndum, bæði í sónar og einnig með legvatnsástungu.

Hægt er að lesa meira um Down-heilkenni í svari eftir Hans Tómas Björnsson við spurningunni Hverjar eru líkur á því að barn fæðist með Down-heilkenni? Þetta svar byggir á því.

Um fötlun gegnir öðru máli og erfitt er að fjölyrða nokkuð um það hvað veldur fötlun. Ástæðan fyrir því er sú að fötlun getur orsakast af mörgum þáttum. Maður sem lendir í slysi og verður öryrki vegna þess að hann missir útlim er til dæmis fatlaður. Eins segjum við að blindur maður sé fatlaður, hvort svo sem hann blindaðist í slysi, vegna arfgengs sjúkdóms eða af því að hann fékk sýkingu í augun sem leiddi til blindu. Við getum þess vegna lítið sagt um hvað valdi fötlun.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd: Wikimedia Commons - 21 trisomy - Down syndrome. (Sótt 26. 6. 2018).


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

5.3.2008

Spyrjandi

Alma Ágústsdóttir, f. 1995

Tilvísun

JGÞ. „Hvað veldur Down-heilkenni og fötlun?“ Vísindavefurinn, 5. mars 2008. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=7173.

JGÞ. (2008, 5. mars). Hvað veldur Down-heilkenni og fötlun? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7173

JGÞ. „Hvað veldur Down-heilkenni og fötlun?“ Vísindavefurinn. 5. mar. 2008. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7173>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað veldur Down-heilkenni og fötlun?
Það er litningabreyting sem veldur Down-heilkenni og það uppgötvaðist fyrst árið 1959. Down-heilkenni er algengasti litningasjúkdómurinn.

Heilbrigðir einstaklingar hafa 23 litningapör eða alls 46 litninga. Einstaklingar sem eru með Down-heilkenni hafa auka erfðaefni í frumum líkamans, flestir þannig að þeir hafa hafa aukaeintak af litningi 21.

Einstaklingar með Down-heilkenni eru oftast með þrjú eintök af litningi 21.

Líkur á að fóstur hafi Down-heilkenni aukast með aldri móðurinnar. Í dag er skimað eftir alvarlegum fæðingagöllum fóstra í flestum vestrænum löndum, bæði í sónar og einnig með legvatnsástungu.

Hægt er að lesa meira um Down-heilkenni í svari eftir Hans Tómas Björnsson við spurningunni Hverjar eru líkur á því að barn fæðist með Down-heilkenni? Þetta svar byggir á því.

Um fötlun gegnir öðru máli og erfitt er að fjölyrða nokkuð um það hvað veldur fötlun. Ástæðan fyrir því er sú að fötlun getur orsakast af mörgum þáttum. Maður sem lendir í slysi og verður öryrki vegna þess að hann missir útlim er til dæmis fatlaður. Eins segjum við að blindur maður sé fatlaður, hvort svo sem hann blindaðist í slysi, vegna arfgengs sjúkdóms eða af því að hann fékk sýkingu í augun sem leiddi til blindu. Við getum þess vegna lítið sagt um hvað valdi fötlun.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd: Wikimedia Commons - 21 trisomy - Down syndrome. (Sótt 26. 6. 2018).


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....