Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Hvernig urðu kettir til?

EDS

Kettir urðu til við árþúsunda þróun rétt eins og aðrar lífverur. Talið er að fyrir um 50 milljónum ára hafið rándýrum fjölgað mjög mikið og orðið aðskilnaður sem meðal annars leiddi til þess að hundar og kettir þróuðust seinna. Þá skiptust rándýr í Miacea sem seinna þróaðist í Caniformia eða hundleg dýr, og hins vegar í Viverridae sem seinna þróaðist í Feliformia, kattleg dýr. Feliformia greindist síðan í núlifandi ættir kattardýra, til dæmis: Felidae (kettir), Herpestidae (mangar), Hyaenidae (hýenur og jarðúlfar) og Viverridae (deskettir og fleiri tegundir). Nánar er fjallað um þetta í svari Jóns Más Halldórssonar við spurningunni Hversu skyldir eru hundar og kettir?



Talið er að afríski villikötturinn sé forfaðir heimiliskattarins.

Jón Már Halldórsson og Páll Hersteinsson fjalla um heimilisketti í svari við spurningunni Af hvaða dýri er kötturinn kominn? Þar kemur meðal annars fram að rannsóknir bendi til þess að forfaðir heimiliskattarins hafi verið afríski villikötturinn (Felis silvestris lybica). Talið er að sambýli manna og katta hafi komið til fyrir allt að 10 þúsund árum með kornbyltingunni. Hugsanlega hafi villikettir laðast að kornhlöðum bænda vegna nagdýranna sem þar herjuðu á uppskeru þeirra. Það hafi því verið lítið skref fyrir bændur að ala kettlinga og nýta sér veiðieðli þeirra til þess að halda nagdýrum í skefjum í hlöðum, útihúsum og híbýlum manna. Nánar má lesa um þetta í áðurnefndu svari.

Á Vísindavefnum má finna fleiri svör um ketti, bæði stóra og smáa, villta og tamda. Þar má einnig lesa um þróun dýra. Dæmi um svö eru:

Mynd: Emdoneni Lodge & Game Farm. Sótt 25. 02. 2008.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

22.2.2008

Spyrjandi

Kristjana Finnsdóttir

Tilvísun

EDS. „Hvernig urðu kettir til?“ Vísindavefurinn, 22. febrúar 2008. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=7084.

EDS. (2008, 22. febrúar). Hvernig urðu kettir til? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7084

EDS. „Hvernig urðu kettir til?“ Vísindavefurinn. 22. feb. 2008. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7084>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig urðu kettir til?
Kettir urðu til við árþúsunda þróun rétt eins og aðrar lífverur. Talið er að fyrir um 50 milljónum ára hafið rándýrum fjölgað mjög mikið og orðið aðskilnaður sem meðal annars leiddi til þess að hundar og kettir þróuðust seinna. Þá skiptust rándýr í Miacea sem seinna þróaðist í Caniformia eða hundleg dýr, og hins vegar í Viverridae sem seinna þróaðist í Feliformia, kattleg dýr. Feliformia greindist síðan í núlifandi ættir kattardýra, til dæmis: Felidae (kettir), Herpestidae (mangar), Hyaenidae (hýenur og jarðúlfar) og Viverridae (deskettir og fleiri tegundir). Nánar er fjallað um þetta í svari Jóns Más Halldórssonar við spurningunni Hversu skyldir eru hundar og kettir?



Talið er að afríski villikötturinn sé forfaðir heimiliskattarins.

Jón Már Halldórsson og Páll Hersteinsson fjalla um heimilisketti í svari við spurningunni Af hvaða dýri er kötturinn kominn? Þar kemur meðal annars fram að rannsóknir bendi til þess að forfaðir heimiliskattarins hafi verið afríski villikötturinn (Felis silvestris lybica). Talið er að sambýli manna og katta hafi komið til fyrir allt að 10 þúsund árum með kornbyltingunni. Hugsanlega hafi villikettir laðast að kornhlöðum bænda vegna nagdýranna sem þar herjuðu á uppskeru þeirra. Það hafi því verið lítið skref fyrir bændur að ala kettlinga og nýta sér veiðieðli þeirra til þess að halda nagdýrum í skefjum í hlöðum, útihúsum og híbýlum manna. Nánar má lesa um þetta í áðurnefndu svari.

Á Vísindavefnum má finna fleiri svör um ketti, bæði stóra og smáa, villta og tamda. Þar má einnig lesa um þróun dýra. Dæmi um svö eru:

Mynd: Emdoneni Lodge & Game Farm. Sótt 25. 02. 2008.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....