Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvaðan kemur snjórinn sem myndar jökla?

Helgi Björnsson

Snjórinn er frosið vatn sem fellur úr loftinu. Vatnið í loftinu kom úr hafinu og endar þar aftur eftir langa hringrás um jörðina. Sólin hitar hafið og annað vatn á jörðinni svo að það gufar upp og verður að ósýnilegri lofttegund sem kallast vatnsgufa. Gufan berst með vindum langar leiðir uns það kólnar og vatnsdropar mynda ský.

Hringrás vatns á jörðinni, um haf, loft, ár og jökla. Grunnstæð kvika kyndir undir hringrás vatns í jarðhitakerfi.

Regnvatn eða snjór fellur úr skýjum á jörðina. Snjór getur sest á jökla og vatn safnast í stöðuvötn eða sigið niður í jarðlög (og kallast þá grunnvatn). Að lokum rennur vatn og bráðinn snjór í ám og lækjum til sjávar á ný. Þannig er allt vatn á jörðinni í eilífri hringrás frá hafi um lofthjúpinn og landið og til hafs. Það fer eftir hitastigi hvort vatn í þessari hringrás er ósýnileg gufa í loftinu, fljótandi vökvi, snjór eða harður ís.

Langur tími getur liðið frá því að snjókorn fellur á jörðina og þar til það skilar sér aftur út í sjó. Lengsta ferð vatns um loft, láð og lög er um jökla og tekur hún að meðaltali um níu þúsund ár. Hringrás um grunnvatn tekur um fimm þúsund ár, þrjú þúsund ár í hafi, eitt ár í stöðuvötnum, tólf daga í ám og tíu daga í andrúmslofti.

Lengsta ferð vatns um loft, láð og lög er um jökla og tekur hún að meðaltali um níu þúsund ár. Myndin er af Mýrdalsjökli.

Myndir:


Þetta svar er úr bókinni Af hverju eru jöklar og ís á jörðinni? Spurningar af Vísindavefnum um jökla og loftslagsmál. Það er birt með góðfúslegu leyfi höfundar og útgefanda.

Höfundur

Helgi Björnsson

prófessor emeritus í jöklafræði

Útgáfudagur

30.9.2015

Spyrjandi

Róbert Þór Einarsson

Tilvísun

Helgi Björnsson. „Hvaðan kemur snjórinn sem myndar jökla?“ Vísindavefurinn, 30. september 2015. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=70576.

Helgi Björnsson. (2015, 30. september). Hvaðan kemur snjórinn sem myndar jökla? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=70576

Helgi Björnsson. „Hvaðan kemur snjórinn sem myndar jökla?“ Vísindavefurinn. 30. sep. 2015. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=70576>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaðan kemur snjórinn sem myndar jökla?
Snjórinn er frosið vatn sem fellur úr loftinu. Vatnið í loftinu kom úr hafinu og endar þar aftur eftir langa hringrás um jörðina. Sólin hitar hafið og annað vatn á jörðinni svo að það gufar upp og verður að ósýnilegri lofttegund sem kallast vatnsgufa. Gufan berst með vindum langar leiðir uns það kólnar og vatnsdropar mynda ský.

Hringrás vatns á jörðinni, um haf, loft, ár og jökla. Grunnstæð kvika kyndir undir hringrás vatns í jarðhitakerfi.

Regnvatn eða snjór fellur úr skýjum á jörðina. Snjór getur sest á jökla og vatn safnast í stöðuvötn eða sigið niður í jarðlög (og kallast þá grunnvatn). Að lokum rennur vatn og bráðinn snjór í ám og lækjum til sjávar á ný. Þannig er allt vatn á jörðinni í eilífri hringrás frá hafi um lofthjúpinn og landið og til hafs. Það fer eftir hitastigi hvort vatn í þessari hringrás er ósýnileg gufa í loftinu, fljótandi vökvi, snjór eða harður ís.

Langur tími getur liðið frá því að snjókorn fellur á jörðina og þar til það skilar sér aftur út í sjó. Lengsta ferð vatns um loft, láð og lög er um jökla og tekur hún að meðaltali um níu þúsund ár. Hringrás um grunnvatn tekur um fimm þúsund ár, þrjú þúsund ár í hafi, eitt ár í stöðuvötnum, tólf daga í ám og tíu daga í andrúmslofti.

Lengsta ferð vatns um loft, láð og lög er um jökla og tekur hún að meðaltali um níu þúsund ár. Myndin er af Mýrdalsjökli.

Myndir:


Þetta svar er úr bókinni Af hverju eru jöklar og ís á jörðinni? Spurningar af Vísindavefnum um jökla og loftslagsmál. Það er birt með góðfúslegu leyfi höfundar og útgefanda.

...