Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvort hafa menn fætur eða lappir?

Guðrún Kvaran

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:

Hvort er rétt, að menn séu með fætur eða lappir? Margir standa fastir á því að einungis skepnur hafi lappir og mannfólkið fætur. Ef tekið er mið af því að svo sé rétt - er þá ekki orðanotkunin vinsæla „að standa í lappirnar“ frekar furðuleg málnotkun?

Samkvæmt Íslenskri orðabók (2002:948) merkir löpp 'fótur dýrs, til dæmis hunds, kattar, mannsfótur'. Við fótur stendur skýringin 'annar tveggja ganglima manns, einn fjögurra ganglima (margra) dýra'. Af þessu má ráða að orðin sé hægt að nota bæði um menn og dýr.

Dæmi sýna að orðið lappir hefur lengi verið notað um dýr og menn. Þó þykir vandaðra mál að nota orðið fætur yfir ganglimi fólks.

Margir, einkum eldra fólk, amast við því að löpp sé notað þegar talað er um persónu en dæmi sýna að löpp hefur lengi verið notað þegar talað er um fólk. Hér eru nokkur dæmi úr Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans öll frá 19. öld:

hugsar hún að það gerir ekki neitt þó strákurinn leggi löppina á hnéð á sér

jeg hafði [ [...]] lagt lappirnar upp á borðið, og sat og mókaði, löðrandi í svita.

Já, þó það [þe:barnið] nú aukheldur bleytti litlu löppina viljandi í polli fyrir utan dyrnar, hver dirfist að kalla slíkt vonzku.

Enn þykir þó yfirleitt kurteislegra að nota fótur í vönduðu máli.

Í sumum föstum orðasamböndum eru bæði orðin löpp og fótur notuð og getur farið eftir aðstæðum hvort er valið: „Hann var svo uppgefinn að hann gat varla staðið í fæturna,“ „Geturðu ekki staðið í lappirnar, krakki (í skammartón).“ Í orðasambandinu vita ekki í hvorn fótinn á að stíga 'geta ekki gert upp við sig hvað afstöðu maður á að taka' er einnig notað orðið löpp. Aldrei virðist fótur vera notað í sambandinu taka einhvern á löpp „reyna við einhvern“.

Fjölmörg föst orðasambönd eru til þar sem orðið fótur er notað en löpp ekki. Þau eru dregin saman í riti Jóns Friðjónssonar (2006:218–228).

Heimildir:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavik.
  • Halldór Halldórsson. 1968–1969. Íslenzkt orðtakasafn. I–II. Almenna bókafélagið, Reykjavík.
  • Jón G. Friðjónsson. 2006. Mergur málsins. Mál og menning, Reykjavík.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

1.7.2015

Spyrjandi

Assa Hansen

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvort hafa menn fætur eða lappir?“ Vísindavefurinn, 1. júlí 2015. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=69989.

Guðrún Kvaran. (2015, 1. júlí). Hvort hafa menn fætur eða lappir? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=69989

Guðrún Kvaran. „Hvort hafa menn fætur eða lappir?“ Vísindavefurinn. 1. júl. 2015. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=69989>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvort hafa menn fætur eða lappir?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:

Hvort er rétt, að menn séu með fætur eða lappir? Margir standa fastir á því að einungis skepnur hafi lappir og mannfólkið fætur. Ef tekið er mið af því að svo sé rétt - er þá ekki orðanotkunin vinsæla „að standa í lappirnar“ frekar furðuleg málnotkun?

Samkvæmt Íslenskri orðabók (2002:948) merkir löpp 'fótur dýrs, til dæmis hunds, kattar, mannsfótur'. Við fótur stendur skýringin 'annar tveggja ganglima manns, einn fjögurra ganglima (margra) dýra'. Af þessu má ráða að orðin sé hægt að nota bæði um menn og dýr.

Dæmi sýna að orðið lappir hefur lengi verið notað um dýr og menn. Þó þykir vandaðra mál að nota orðið fætur yfir ganglimi fólks.

Margir, einkum eldra fólk, amast við því að löpp sé notað þegar talað er um persónu en dæmi sýna að löpp hefur lengi verið notað þegar talað er um fólk. Hér eru nokkur dæmi úr Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans öll frá 19. öld:

hugsar hún að það gerir ekki neitt þó strákurinn leggi löppina á hnéð á sér

jeg hafði [ [...]] lagt lappirnar upp á borðið, og sat og mókaði, löðrandi í svita.

Já, þó það [þe:barnið] nú aukheldur bleytti litlu löppina viljandi í polli fyrir utan dyrnar, hver dirfist að kalla slíkt vonzku.

Enn þykir þó yfirleitt kurteislegra að nota fótur í vönduðu máli.

Í sumum föstum orðasamböndum eru bæði orðin löpp og fótur notuð og getur farið eftir aðstæðum hvort er valið: „Hann var svo uppgefinn að hann gat varla staðið í fæturna,“ „Geturðu ekki staðið í lappirnar, krakki (í skammartón).“ Í orðasambandinu vita ekki í hvorn fótinn á að stíga 'geta ekki gert upp við sig hvað afstöðu maður á að taka' er einnig notað orðið löpp. Aldrei virðist fótur vera notað í sambandinu taka einhvern á löpp „reyna við einhvern“.

Fjölmörg föst orðasambönd eru til þar sem orðið fótur er notað en löpp ekki. Þau eru dregin saman í riti Jóns Friðjónssonar (2006:218–228).

Heimildir:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavik.
  • Halldór Halldórsson. 1968–1969. Íslenzkt orðtakasafn. I–II. Almenna bókafélagið, Reykjavík.
  • Jón G. Friðjónsson. 2006. Mergur málsins. Mál og menning, Reykjavík.

Mynd:

...