Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvers kyns er skurn?

Guðrún Kvaran

Orðið skurn er eitt þeirra orða í íslensku sem til eru í fleiri en einu kyni. Það er reyndar notað í öllum kynjum, það er skurnin, sem er algengasta orðmyndin, skurnið og skurninn.

Annað orð sem til er í þremur kynjum er vikur ‘gosmöl’. Karlkyns og kvenkyns eru til dæmis skúr, það er regnskúr, og örn. Karlkyns og hvorugkyns til dæmis hrís, hor, plús, sykur, og kvenkyns og hvorugkyns eru til dæmis hveiti, jógúrt, kók, saft. Oftast er það þannig að einhver myndin var upphaflega algengari á ákveðnu landsvæði en önnur en berst síðan til annarra landshluta með aðfluttu fólki, festist og dreifist.


Orðið skurn er notað í öllum kynjum: skurnin, skurnið og skurninn.

Önnur orð yfir eggjaskurn eru hvorugkynsorðið skurm sem staðbundið er einnig notað í kvenkyni, og karlkynsorðið skurmur.

Frekara lesefni um egg á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

9.1.2008

Spyrjandi

Ann-Charlotte Fernholm

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvers kyns er skurn?“ Vísindavefurinn, 9. janúar 2008. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6991.

Guðrún Kvaran. (2008, 9. janúar). Hvers kyns er skurn? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6991

Guðrún Kvaran. „Hvers kyns er skurn?“ Vísindavefurinn. 9. jan. 2008. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6991>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers kyns er skurn?
Orðið skurn er eitt þeirra orða í íslensku sem til eru í fleiri en einu kyni. Það er reyndar notað í öllum kynjum, það er skurnin, sem er algengasta orðmyndin, skurnið og skurninn.

Annað orð sem til er í þremur kynjum er vikur ‘gosmöl’. Karlkyns og kvenkyns eru til dæmis skúr, það er regnskúr, og örn. Karlkyns og hvorugkyns til dæmis hrís, hor, plús, sykur, og kvenkyns og hvorugkyns eru til dæmis hveiti, jógúrt, kók, saft. Oftast er það þannig að einhver myndin var upphaflega algengari á ákveðnu landsvæði en önnur en berst síðan til annarra landshluta með aðfluttu fólki, festist og dreifist.


Orðið skurn er notað í öllum kynjum: skurnin, skurnið og skurninn.

Önnur orð yfir eggjaskurn eru hvorugkynsorðið skurm sem staðbundið er einnig notað í kvenkyni, og karlkynsorðið skurmur.

Frekara lesefni um egg á Vísindavefnum:

Mynd:...