Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hvenær datt mönnum fyrst í hug að skjóta sjónauka út í geim og hvernig gekk það fyrir sig?

Sævar Helgi Bragason

Hugmyndin um geimsjónauka kom fram löngu fyrir upphaf geimaldar. Árið 1923 setti þýski eldflaugaverkfræðingurinn Hermann Oberth (1894–1989), einn af feðrum eldflaugatækninnar ásamt Robert Goddard (1882–1945) og Konstantin Tsiolkovsky (1857–1935), fyrstur manna fram hugmyndir um geimsjónauka í bók sinni Die Rakete zu den Planeträumen.

Segja má að saga Hubblessjónaukans hefjist árið 1946 þegar bandaríski stjörnufræðingurinn Lyman Spitzer (1914–1997) skrifaði grein um kosti geimsjónauka. Spitzer reyndi að vinna hugmyndinni brautargengi næstu áratugi og uppskar loks laun erfiðisins árið 1962 þegar bandaríska vísindaakademían mælti með þróun geimsjónauka sem hluta af geimáætlun Bandaríkjanna.

Lyman Spitzer (1914-1997) einn af forvígismönnum Hubblessjónaukans.

Þremur árum síðar, árið 1965, var Spitzer settur yfir nefnd sem hafði það verkefni að skilgreina vísindaleg markmið þriggja metra breiðs geimsjónauka. Sjónaukinn gekk þá undir nafninu Large Space Telescope (LST) og var markmiðið að skjóta honum á loft árið 1979. Áætlanirnar undirstrikuðu þörf á mönnuðum viðhaldsleiðöngrum til sjónaukans svo tryggja mætti að svo dýr sjónauki entist sem lengst. Geimferjuáætlunin var því lykillinn að stórum geimsjónauka.

Fjármögnun sjónaukans gekk ekki þrautalaust fyrir sig. Bandaríkjaþing efaðist um kostnaðinn við verkefnið og skar niður allar fjárveitingar til sjónaukans árið 1974. Þrýstingur frá vísindasamfélaginu varð að lokum til þess að öldungadeildin samþykkti að veita fé í verkefnið, þó helmingi minna en þingið hafði samþykkt í upphafi.

Til að draga úr kostnaði við sjónaukann var spegill hans minnkaður úr 3 metrum í 2,4 metra. Samstarfi var einnig komið á við Geimvísindastofnun Evrópu (ESA) sem veitti fé til sjónaukans og lagði til eitt af fyrstu mælitækjum hans, auk sólarrafhlaða sem sáu honum fyrir rafmagni. Starfsmenn ESA unnu einnig að smíði sjónaukans í Bandaríkjunum. Í staðinn fengu evrópskir stjörnufræðingar 15% af tíma sjónaukans.

Verkfræðingar skoða safnspegil Hubble fyrir húðun.

Vinna við smíði sjónaukans hófst fyrir alvöru þegar fjármögnun lá fyrir og var geimskot fyrirhugað árið 1983. Verkinu var skipt á milli ýmissa stofnana og fyrirtækja, Marshall-geimferðamiðstöðin hafði umsjón með hönnun, þróun og smíði sjónaukans sjálfs, Goddard-geimferðamiðstöðin sá um mælitæki og stjórnstöð sjónaukans, sjóntækjafyrirtækið Perkin-Elmer var fengið til að hanna og pússa speglana en Lockheed sá um smíði grindarinnar utan um sjónaukann og geimfarsins sem hýsir hann.

Smíði spegilsins hófst 1979 en gekk hægt og erfiðlega svo á endanum neyddist NASA til að fresta geimskoti fram í október árið 1984. Slípun spegilsins lauk árið 1981 og var hann þá húðaður með 65 nm þykku lagi af áli og 25 nm þykku magnesín-flúoríðlagi. Þótt spegillinn væri tilbúinn gekk hægt að ljúka smíði grindarinnar utan um sjónaukann og neyddist NASA því til að fresta geimskoti aftur, fyrst fram í apríl 1985, síðan fram í mars 1986 og loks þangað til í september sama ár. Um leið hafði kostnaður við sjónaukann vaxið umtalsvert og smíði hans var langt á eftir áætlun.

Geimferjan Discovery hefst á loft með Hubble innanborðs.

Í byrjun árs 1986 leit allt út fyrir að Hubble-geimsjónaukanum yrði loks skotið á loft í október sama ár. Þegar geimferjan Challenger fórst hinn 28. janúar 1986, einungis 73 sekúndum eftir flugtak, var öllum frekari ferðum geimferjanna frestað um óákveðinn tíma. Geimskoti Hubblessjónaukans var því enn seinkað um nokkur ár. Á meðan var Hubble geymdur í hreinherbergi og haldið við þar til búið var að ákveða hvenær geimskot færi fram. Seinkunin reyndist mjög kostnaðarsöm en gerði verkfræðingum kleift að gera ítarlegar prófanir og lagfæringar á ýmsum búnaði.

Geimferjurnar hófu sig aftur á loft í árslok 1988, næstum þremur árum eftir Challenger-slysið. Hubble-geimsjónaukanum var loks skotið á loft með geimferjunni Discovery (STS-31) hinn 24. apríl árið 1990, klukkan 12:34 að íslenskum tíma. Klukkan 19:38 að íslenskum tíma hinn 25. apríl var Hubble losaður frá geimferjunni og komið fyrir á braut um Jörðina.


Þetta svar er hluti af grein um Hubble-geimsjónaukann á Stjörnufræðivefnum og birt með góðfúslegu leyfi. Myndirnar er sóttar á sama vef. Áhugasamir eru hvattir til að kynna sér greinina í heild sinni.

Höfundur

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Útgáfudagur

16.4.2015

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Sævar Helgi Bragason. „Hvenær datt mönnum fyrst í hug að skjóta sjónauka út í geim og hvernig gekk það fyrir sig?“ Vísindavefurinn, 16. apríl 2015. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=69840.

Sævar Helgi Bragason. (2015, 16. apríl). Hvenær datt mönnum fyrst í hug að skjóta sjónauka út í geim og hvernig gekk það fyrir sig? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=69840

Sævar Helgi Bragason. „Hvenær datt mönnum fyrst í hug að skjóta sjónauka út í geim og hvernig gekk það fyrir sig?“ Vísindavefurinn. 16. apr. 2015. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=69840>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvenær datt mönnum fyrst í hug að skjóta sjónauka út í geim og hvernig gekk það fyrir sig?
Hugmyndin um geimsjónauka kom fram löngu fyrir upphaf geimaldar. Árið 1923 setti þýski eldflaugaverkfræðingurinn Hermann Oberth (1894–1989), einn af feðrum eldflaugatækninnar ásamt Robert Goddard (1882–1945) og Konstantin Tsiolkovsky (1857–1935), fyrstur manna fram hugmyndir um geimsjónauka í bók sinni Die Rakete zu den Planeträumen.

Segja má að saga Hubblessjónaukans hefjist árið 1946 þegar bandaríski stjörnufræðingurinn Lyman Spitzer (1914–1997) skrifaði grein um kosti geimsjónauka. Spitzer reyndi að vinna hugmyndinni brautargengi næstu áratugi og uppskar loks laun erfiðisins árið 1962 þegar bandaríska vísindaakademían mælti með þróun geimsjónauka sem hluta af geimáætlun Bandaríkjanna.

Lyman Spitzer (1914-1997) einn af forvígismönnum Hubblessjónaukans.

Þremur árum síðar, árið 1965, var Spitzer settur yfir nefnd sem hafði það verkefni að skilgreina vísindaleg markmið þriggja metra breiðs geimsjónauka. Sjónaukinn gekk þá undir nafninu Large Space Telescope (LST) og var markmiðið að skjóta honum á loft árið 1979. Áætlanirnar undirstrikuðu þörf á mönnuðum viðhaldsleiðöngrum til sjónaukans svo tryggja mætti að svo dýr sjónauki entist sem lengst. Geimferjuáætlunin var því lykillinn að stórum geimsjónauka.

Fjármögnun sjónaukans gekk ekki þrautalaust fyrir sig. Bandaríkjaþing efaðist um kostnaðinn við verkefnið og skar niður allar fjárveitingar til sjónaukans árið 1974. Þrýstingur frá vísindasamfélaginu varð að lokum til þess að öldungadeildin samþykkti að veita fé í verkefnið, þó helmingi minna en þingið hafði samþykkt í upphafi.

Til að draga úr kostnaði við sjónaukann var spegill hans minnkaður úr 3 metrum í 2,4 metra. Samstarfi var einnig komið á við Geimvísindastofnun Evrópu (ESA) sem veitti fé til sjónaukans og lagði til eitt af fyrstu mælitækjum hans, auk sólarrafhlaða sem sáu honum fyrir rafmagni. Starfsmenn ESA unnu einnig að smíði sjónaukans í Bandaríkjunum. Í staðinn fengu evrópskir stjörnufræðingar 15% af tíma sjónaukans.

Verkfræðingar skoða safnspegil Hubble fyrir húðun.

Vinna við smíði sjónaukans hófst fyrir alvöru þegar fjármögnun lá fyrir og var geimskot fyrirhugað árið 1983. Verkinu var skipt á milli ýmissa stofnana og fyrirtækja, Marshall-geimferðamiðstöðin hafði umsjón með hönnun, þróun og smíði sjónaukans sjálfs, Goddard-geimferðamiðstöðin sá um mælitæki og stjórnstöð sjónaukans, sjóntækjafyrirtækið Perkin-Elmer var fengið til að hanna og pússa speglana en Lockheed sá um smíði grindarinnar utan um sjónaukann og geimfarsins sem hýsir hann.

Smíði spegilsins hófst 1979 en gekk hægt og erfiðlega svo á endanum neyddist NASA til að fresta geimskoti fram í október árið 1984. Slípun spegilsins lauk árið 1981 og var hann þá húðaður með 65 nm þykku lagi af áli og 25 nm þykku magnesín-flúoríðlagi. Þótt spegillinn væri tilbúinn gekk hægt að ljúka smíði grindarinnar utan um sjónaukann og neyddist NASA því til að fresta geimskoti aftur, fyrst fram í apríl 1985, síðan fram í mars 1986 og loks þangað til í september sama ár. Um leið hafði kostnaður við sjónaukann vaxið umtalsvert og smíði hans var langt á eftir áætlun.

Geimferjan Discovery hefst á loft með Hubble innanborðs.

Í byrjun árs 1986 leit allt út fyrir að Hubble-geimsjónaukanum yrði loks skotið á loft í október sama ár. Þegar geimferjan Challenger fórst hinn 28. janúar 1986, einungis 73 sekúndum eftir flugtak, var öllum frekari ferðum geimferjanna frestað um óákveðinn tíma. Geimskoti Hubblessjónaukans var því enn seinkað um nokkur ár. Á meðan var Hubble geymdur í hreinherbergi og haldið við þar til búið var að ákveða hvenær geimskot færi fram. Seinkunin reyndist mjög kostnaðarsöm en gerði verkfræðingum kleift að gera ítarlegar prófanir og lagfæringar á ýmsum búnaði.

Geimferjurnar hófu sig aftur á loft í árslok 1988, næstum þremur árum eftir Challenger-slysið. Hubble-geimsjónaukanum var loks skotið á loft með geimferjunni Discovery (STS-31) hinn 24. apríl árið 1990, klukkan 12:34 að íslenskum tíma. Klukkan 19:38 að íslenskum tíma hinn 25. apríl var Hubble losaður frá geimferjunni og komið fyrir á braut um Jörðina.


Þetta svar er hluti af grein um Hubble-geimsjónaukann á Stjörnufræðivefnum og birt með góðfúslegu leyfi. Myndirnar er sóttar á sama vef. Áhugasamir eru hvattir til að kynna sér greinina í heild sinni.

...