Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hafa háhyrningar verið veiddir til manneldis við Ísland?

Jón Már Halldórsson

Í heild hljóðaði spurningin svona:
Hafa háhyrningar verið veiddir til manneldis við Ísland? Ef svo er þá hvaða árabil?

Ástæða spurningar minnar er sú að amerísk vinkona stendur á því fastar en fótunum að hún hafi fengið háhyrning á Sjávargreifanum fyrir 7 árum síðan. Ég hef aldrei vitað til þess að háhyrningskvóti hafi verið gefinn út né að hann hafi verið veiddur. Höfrung hef ég hins vegar oft fengið þegar ég var yngri.

Íslendingar hafa ekki stundað skipulagðar veiðar á háhyrningum til manneldis og því síður hefur verið gefinn út kvóti fyrir veiðum á þessari tegund. Undanfarin ár hefur aðeins verið gefinn út kvóti fyrir tvær tegundir hvala, það er langreyði (Balaenoptera physalus) og hrefnu (Balaenoptera acutorostrata), en aldrei fyrir háhyrning.

Þrátt fyrir það er ekki ósennilegt að kjöt af háhyrningi hafi verið í boði á veitingastað hér á landi. Sem dæmi má nefna að samkvæmt frétt í Morgunblaðinu 3. maí 1994 fékk Þorlákshafnarbáturinn Sæmundur HF 85 háhyrning í netið og fékk fiskbúð í Reykjavík kjötið af dýrinu til verkunar og sölu. Þótt háhyrningar komi ekki oft í veiðarfæri eru án efa fleiri slík dæmi. Vel getur því verið að kjöt af háhyrningi sé í boði stöku sinnum þó kvótinn sé enginn.

Það er mögulegt en örugglega sjaldgæft að hvalkjöt á íslenskum veitingastöðum sé af háhyrningi.

Hér áður höfðu sjómenn miklar áhyggjur af tjóni sem háhyrningar ollu á veiðarfærum við síldveiðar og var Bandaríkjaher meðal annars fenginn til að slátra þeim. Talið er að mörg hundruð hvalir hafi verið drepnir í slíkum aðgerðum.

Athyglisverða frétt má finna í Morgunblaðinu frá 12. október 1955 um hvernig varðskipið María Júlía kom síldarsjómönnum til hjálpar þegar háhyrningavaða nálgaðist síldveiðiflotann sem var við veiðar í Faxaflóa. Fréttin er svohljóðandi:

Í fyrrinótt stökkti varðskipið María Júlía á flótta háhyrningavöðunni á Faxaflóa og sást hún síðast hverfa til hafs.

Atvik eru þau að síldveiðiflotinn er nú í Miðnessjó og hefur varðskipið María Júlía verið honum til aðstoðar. Þar eru einnig tveir bátar gerðir út af Fiskifélaginu vopnaðir rifflum gegn háhyrningahættunni.

Í fyrrinótt urðu yztu bátarnir varir við að háhyrningurinn var að koma á miðin. Var Maríu Júlíu og hinum skipunum gert aðvart og lögðu þau nú til hinnar hatrömmustu sjóorustu við illhveli þessi. Var feikna skothríð í myrkrinu og eldglæringar um allt. Þegar allmargir háhyrningar voru særðir eða fallnir lét öll háhyrningavaðan undan síga. Fóru þeir á flótta og hurfu út í hafsauga.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

21.8.2015

Spyrjandi

Magnea Einarsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hafa háhyrningar verið veiddir til manneldis við Ísland? “ Vísindavefurinn, 21. ágúst 2015. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=69776.

Jón Már Halldórsson. (2015, 21. ágúst). Hafa háhyrningar verið veiddir til manneldis við Ísland? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=69776

Jón Már Halldórsson. „Hafa háhyrningar verið veiddir til manneldis við Ísland? “ Vísindavefurinn. 21. ágú. 2015. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=69776>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hafa háhyrningar verið veiddir til manneldis við Ísland?
Í heild hljóðaði spurningin svona:

Hafa háhyrningar verið veiddir til manneldis við Ísland? Ef svo er þá hvaða árabil?

Ástæða spurningar minnar er sú að amerísk vinkona stendur á því fastar en fótunum að hún hafi fengið háhyrning á Sjávargreifanum fyrir 7 árum síðan. Ég hef aldrei vitað til þess að háhyrningskvóti hafi verið gefinn út né að hann hafi verið veiddur. Höfrung hef ég hins vegar oft fengið þegar ég var yngri.

Íslendingar hafa ekki stundað skipulagðar veiðar á háhyrningum til manneldis og því síður hefur verið gefinn út kvóti fyrir veiðum á þessari tegund. Undanfarin ár hefur aðeins verið gefinn út kvóti fyrir tvær tegundir hvala, það er langreyði (Balaenoptera physalus) og hrefnu (Balaenoptera acutorostrata), en aldrei fyrir háhyrning.

Þrátt fyrir það er ekki ósennilegt að kjöt af háhyrningi hafi verið í boði á veitingastað hér á landi. Sem dæmi má nefna að samkvæmt frétt í Morgunblaðinu 3. maí 1994 fékk Þorlákshafnarbáturinn Sæmundur HF 85 háhyrning í netið og fékk fiskbúð í Reykjavík kjötið af dýrinu til verkunar og sölu. Þótt háhyrningar komi ekki oft í veiðarfæri eru án efa fleiri slík dæmi. Vel getur því verið að kjöt af háhyrningi sé í boði stöku sinnum þó kvótinn sé enginn.

Það er mögulegt en örugglega sjaldgæft að hvalkjöt á íslenskum veitingastöðum sé af háhyrningi.

Hér áður höfðu sjómenn miklar áhyggjur af tjóni sem háhyrningar ollu á veiðarfærum við síldveiðar og var Bandaríkjaher meðal annars fenginn til að slátra þeim. Talið er að mörg hundruð hvalir hafi verið drepnir í slíkum aðgerðum.

Athyglisverða frétt má finna í Morgunblaðinu frá 12. október 1955 um hvernig varðskipið María Júlía kom síldarsjómönnum til hjálpar þegar háhyrningavaða nálgaðist síldveiðiflotann sem var við veiðar í Faxaflóa. Fréttin er svohljóðandi:

Í fyrrinótt stökkti varðskipið María Júlía á flótta háhyrningavöðunni á Faxaflóa og sást hún síðast hverfa til hafs.

Atvik eru þau að síldveiðiflotinn er nú í Miðnessjó og hefur varðskipið María Júlía verið honum til aðstoðar. Þar eru einnig tveir bátar gerðir út af Fiskifélaginu vopnaðir rifflum gegn háhyrningahættunni.

Í fyrrinótt urðu yztu bátarnir varir við að háhyrningurinn var að koma á miðin. Var Maríu Júlíu og hinum skipunum gert aðvart og lögðu þau nú til hinnar hatrömmustu sjóorustu við illhveli þessi. Var feikna skothríð í myrkrinu og eldglæringar um allt. Þegar allmargir háhyrningar voru særðir eða fallnir lét öll háhyrningavaðan undan síga. Fóru þeir á flótta og hurfu út í hafsauga.

Heimildir og mynd:

...