Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Við í Tækniskólanum ætlum að fresta fundi en erum ósammála, getið þið hjálpað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Ari Páll Kristinsson

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:
Góðan dag, við erum nokkur ósammála um hvenær þessi fundur á að vera: Starfsmanna- og kennarafundurinn sem vera átti nk. föstudag 27. febrúar hefur verið færður FRAM um viku og verður haldinn föstudaginn 6. mars kl 15:15.

Ég vildi hafa þetta: Starfsmanna- og kennarafundurinn sem vera átti nk. föstudag 27. febrúar hefur verið færður AFTUR um viku og verður haldinn föstudaginn 6. mars kl 15:15.

Hvað er réttast í þessu? Bestu kveðjur og takk fyrir frábæran vef!

Þessari spurningu er bæði einfalt og erfitt að svara. Einfalda svarið er svona: Þegar brýnt er að misskilingur komi ekki upp er einfaldast að forðast orð með tvíræða merkingu. Þá má til dæmis nota annað orðalag, eins og 'flýta fundi um viku, fresta fundi um viku'. Merkingin sést líka á dagsetningunum þannig að gera má ráð fyrir að fundargestir í Tækniskólanum mæti á réttum tíma á fundinn.

Það er vissara að hafa tímasetningu funda á hreinu. Þegar boðað er til fundar er því öruggast að forðast orð með tvíræða merkingu.

Hitt er svo annað mál að um tíma-merkingu orðanna fram og aftur ríkir nokkur óvissa. Vísindavefurinn bar þetta undir Ara Pál Kristinsson, rannsóknarprófessor hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Hann hafði meðal annars þetta að segja:

Ég veit ekki um gott svar heldur þyrfti að leggjast í töluverða rannsókn. Ég bar þetta undir 5-6 manns hér í kringum mig og svörin skiptust mjög í tvö horn, eins og í Tækniskólanum. Nokkrir voru svo í vafa um hvað átt væri við með fram/aftur í tímamerkingu þarna, gátu skilið setninguna á báða vegu. Flestir virðast þó vera á því að tímaróf innan sólarhrings sé á hreinu, það er að færa klukkuna fram um 2 tíma merki að breyta úr 15 í 13 (ekki úr 15 í 17) og það á líka við um þá sem voru „vissir“ um að það að færa fund fram um eina viku merkti að „seinka“ fundi um eina viku. Ég skoðaði samsett orð og fleira og þá sjáum við til dæmis að orðið framtíð táknar ókomna tíð en aftur á móti er orðið framætt (sbr. „langt fram í ættir“ ) um liðna forfeður! Þetta er sem sagt mikið mál og ekki hægt að skera úr á einfaldan hátt.

Nákvæmara svar bíður þess vegna betri tíma en okkur fannst rétt að birta þetta sem fyrst, enda ekki gott að mikil óvissa ríki um fundartíma í Tækniskólanum, né annars staðar.

Svo bendum við lesendum endilega á svör við spurningunum Er hægt að ferðast fram í tímann? og Er hægt að ferðast aftur í tímann?

Mynd:

Höfundar

Ari Páll Kristinsson

rannsóknarprófessor hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Útgáfudagur

27.2.2015

Spyrjandi

Sigríður Ágústsdóttir

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Ari Páll Kristinsson. „Við í Tækniskólanum ætlum að fresta fundi en erum ósammála, getið þið hjálpað?“ Vísindavefurinn, 27. febrúar 2015. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=69435.

Ritstjórn Vísindavefsins og Ari Páll Kristinsson. (2015, 27. febrúar). Við í Tækniskólanum ætlum að fresta fundi en erum ósammála, getið þið hjálpað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=69435

Ritstjórn Vísindavefsins og Ari Páll Kristinsson. „Við í Tækniskólanum ætlum að fresta fundi en erum ósammála, getið þið hjálpað?“ Vísindavefurinn. 27. feb. 2015. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=69435>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Við í Tækniskólanum ætlum að fresta fundi en erum ósammála, getið þið hjálpað?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:

Góðan dag, við erum nokkur ósammála um hvenær þessi fundur á að vera: Starfsmanna- og kennarafundurinn sem vera átti nk. föstudag 27. febrúar hefur verið færður FRAM um viku og verður haldinn föstudaginn 6. mars kl 15:15.

Ég vildi hafa þetta: Starfsmanna- og kennarafundurinn sem vera átti nk. föstudag 27. febrúar hefur verið færður AFTUR um viku og verður haldinn föstudaginn 6. mars kl 15:15.

Hvað er réttast í þessu? Bestu kveðjur og takk fyrir frábæran vef!

Þessari spurningu er bæði einfalt og erfitt að svara. Einfalda svarið er svona: Þegar brýnt er að misskilingur komi ekki upp er einfaldast að forðast orð með tvíræða merkingu. Þá má til dæmis nota annað orðalag, eins og 'flýta fundi um viku, fresta fundi um viku'. Merkingin sést líka á dagsetningunum þannig að gera má ráð fyrir að fundargestir í Tækniskólanum mæti á réttum tíma á fundinn.

Það er vissara að hafa tímasetningu funda á hreinu. Þegar boðað er til fundar er því öruggast að forðast orð með tvíræða merkingu.

Hitt er svo annað mál að um tíma-merkingu orðanna fram og aftur ríkir nokkur óvissa. Vísindavefurinn bar þetta undir Ara Pál Kristinsson, rannsóknarprófessor hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Hann hafði meðal annars þetta að segja:

Ég veit ekki um gott svar heldur þyrfti að leggjast í töluverða rannsókn. Ég bar þetta undir 5-6 manns hér í kringum mig og svörin skiptust mjög í tvö horn, eins og í Tækniskólanum. Nokkrir voru svo í vafa um hvað átt væri við með fram/aftur í tímamerkingu þarna, gátu skilið setninguna á báða vegu. Flestir virðast þó vera á því að tímaróf innan sólarhrings sé á hreinu, það er að færa klukkuna fram um 2 tíma merki að breyta úr 15 í 13 (ekki úr 15 í 17) og það á líka við um þá sem voru „vissir“ um að það að færa fund fram um eina viku merkti að „seinka“ fundi um eina viku. Ég skoðaði samsett orð og fleira og þá sjáum við til dæmis að orðið framtíð táknar ókomna tíð en aftur á móti er orðið framætt (sbr. „langt fram í ættir“ ) um liðna forfeður! Þetta er sem sagt mikið mál og ekki hægt að skera úr á einfaldan hátt.

Nákvæmara svar bíður þess vegna betri tíma en okkur fannst rétt að birta þetta sem fyrst, enda ekki gott að mikil óvissa ríki um fundartíma í Tækniskólanum, né annars staðar.

Svo bendum við lesendum endilega á svör við spurningunum Er hægt að ferðast fram í tímann? og Er hægt að ferðast aftur í tímann?

Mynd:

...