Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Á hverju og hvernig lifa sveppir?

Jón Már Halldórsson

Hér áður fyrr voru sveppir flokkaðir í ríki plantna, sennilega vegna náins samlífis plantna og sveppa. Sveppir eru hins vegar í grundvallaratriðum mjög frábrugðnir plöntum. Ólíkt plöntum eru þeir ófrumbjarga lífverur, það er þeir geta ekki ljóstillífað og myndað sína eigin næringu.

Sveppir eru rotverur og nærast því á lífveruleifum svo sem laufblöðum, dauðum plöntuhlutum og dýrum. Þeir gegna því afar mikilvægu hlutverki í lífkerfinu sem sundrendur ýmissa lífrænna efna, en þeir losa meðal annars nitursambönd og önnur efni aftur í jarðveginn. Auk þess losa þeir koltvísýring út í andrúmsloftið sem plöntur nota við ljóstillífun. Sveppir vinna á þessum efnasamböndum með því að seyta frá sér öflugum hvötum sem brjóta þau niður. Þeir soga svo til sín þau efni sem þeir þarfnast.

Berserkjasveppur (Amanita muscaria).

Lífmassi sveppagróðurs í frjósömum jarðvegi getur verið gríðarlega mikill. Rannsóknir í skóglendi hafa sýnt að í efsta 20 cm lagi jarðvegsins á svæði sem spannar einn hektara getur lífmassi sveppa verið nálægt 5 tonnum.

Það fer nokkuð eftir tegundum sveppa á hvaða efnum þeir seyta og þar af leiðandi á hvaða lífveruleifum þeir lifa. Ákveðnar tegundir lif á trjám og öðrum gróðri en aðrar tegundir valda rotnun á dýraleifum. Sveppir geta brotið niður ótrúlegustu efni og eru eldsneyti, einangrunarefni, vax og fatnaður fáein dæmi. Gríðarlega mikið af matvælum tapast vegna þessara miklu virkni sveppa í umhverfi okkar.

Sveppir eru afar mikilvægir fyrir lífsviðurværi plantna, en talið er að hátt í 90% af öllum plöntum lifi í samlífi með sveppum. Sveppir eru einnig afar nytsamlegir í lyfjagerð, en penisilín er unnið úr efni frá samnefndum myglusveppi. Sveppir eru einnig afar vinsælir til matargerðar og eru ákveðnar tegundir sveppa seldar til matgæðinga fyrir svimandi fjárhæðir. Miklar væntingar eru einnig gerðar til sveppa við niðurbrot úrgangs sem fellur frá manninum. Sé hægt að nýta sveppi á þennan hátt myndi það leysa mörg stór umhverfisvandamál.

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

13.12.2006

Spyrjandi

Sara Gunnarsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Á hverju og hvernig lifa sveppir?“ Vísindavefurinn, 13. desember 2006. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6433.

Jón Már Halldórsson. (2006, 13. desember). Á hverju og hvernig lifa sveppir? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6433

Jón Már Halldórsson. „Á hverju og hvernig lifa sveppir?“ Vísindavefurinn. 13. des. 2006. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6433>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Á hverju og hvernig lifa sveppir?
Hér áður fyrr voru sveppir flokkaðir í ríki plantna, sennilega vegna náins samlífis plantna og sveppa. Sveppir eru hins vegar í grundvallaratriðum mjög frábrugðnir plöntum. Ólíkt plöntum eru þeir ófrumbjarga lífverur, það er þeir geta ekki ljóstillífað og myndað sína eigin næringu.

Sveppir eru rotverur og nærast því á lífveruleifum svo sem laufblöðum, dauðum plöntuhlutum og dýrum. Þeir gegna því afar mikilvægu hlutverki í lífkerfinu sem sundrendur ýmissa lífrænna efna, en þeir losa meðal annars nitursambönd og önnur efni aftur í jarðveginn. Auk þess losa þeir koltvísýring út í andrúmsloftið sem plöntur nota við ljóstillífun. Sveppir vinna á þessum efnasamböndum með því að seyta frá sér öflugum hvötum sem brjóta þau niður. Þeir soga svo til sín þau efni sem þeir þarfnast.

Berserkjasveppur (Amanita muscaria).

Lífmassi sveppagróðurs í frjósömum jarðvegi getur verið gríðarlega mikill. Rannsóknir í skóglendi hafa sýnt að í efsta 20 cm lagi jarðvegsins á svæði sem spannar einn hektara getur lífmassi sveppa verið nálægt 5 tonnum.

Það fer nokkuð eftir tegundum sveppa á hvaða efnum þeir seyta og þar af leiðandi á hvaða lífveruleifum þeir lifa. Ákveðnar tegundir lif á trjám og öðrum gróðri en aðrar tegundir valda rotnun á dýraleifum. Sveppir geta brotið niður ótrúlegustu efni og eru eldsneyti, einangrunarefni, vax og fatnaður fáein dæmi. Gríðarlega mikið af matvælum tapast vegna þessara miklu virkni sveppa í umhverfi okkar.

Sveppir eru afar mikilvægir fyrir lífsviðurværi plantna, en talið er að hátt í 90% af öllum plöntum lifi í samlífi með sveppum. Sveppir eru einnig afar nytsamlegir í lyfjagerð, en penisilín er unnið úr efni frá samnefndum myglusveppi. Sveppir eru einnig afar vinsælir til matargerðar og eru ákveðnar tegundir sveppa seldar til matgæðinga fyrir svimandi fjárhæðir. Miklar væntingar eru einnig gerðar til sveppa við niðurbrot úrgangs sem fellur frá manninum. Sé hægt að nýta sveppi á þennan hátt myndi það leysa mörg stór umhverfisvandamál.

Mynd:...