Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hvaða áhrif, góð eða slæm, geta framandi lífverur haft á vistkerfi?

Jón Már Halldórsson

Samgöngur hafa batnað gríðarlega og flutningar fólks og varnings um heiminn hafa aukist mjög á síðustu öld og raunar síðustu öldum. Ein afleiðing þessara flutninga er að ýmsar tegundir plantna og dýra hafa verið flutt út fyrir sín náttúrulegu heimkynni, ýmist viljandi eða óviljandi, og til svæða sem áður voru þeim lokuð af líffræðilegum eða landfræðilegum orsökum.

Útbreiðsla ameríska minksins (Mustela vison) hefur haft slæm áhrif á þann evrópska.

Yfirleitt tekst aðeins fáeinum framandi tegundum að aðlaga sig nýjum heimkynnum og taka sér bólfestu og aðeins nokkrar þeirra reynast hafa skaðleg áhrif. Framandi tegundir sem orðið hafa til vandræða eru meðal annars plöntur, eins og garðarós (Rosa rugosa), sem hafa náð sér á strik á kostnað plantna sem fyrir voru, og dýr, eins og ameríski minkurinn (Mustela vison) en hann hefur breitt úr sér með örlagaríkum afleiðingum fyrir evrópska minkinn (Mustela lutreola) á meginlandi Evrópu.

Tegundir sem hafa vísvitandi verið fluttar á tiltekinn stað geta í kjölfarið breiðst út til nýrra svæða þar sem þær reynast oftast skaðlegar fyrir vistkerfið. Eitt dæmi um slíkt er bísamrottan (Ondatra zibethicus), sem var af ásettu ráði flutt til Finnlands snemma á 20. öld til veiða, en breiddist síðan út til Svíþjóðar og Noregs og hefur nú umtalsverð áhrif á lífríki við ár og læki.

Bísamrottan (Ondatra zibethicus) er dæmi um tegund sem hefur verið flutt vísvitandi á tiltekinn stað en svo breiðst út til nýrra svæða þar sem hún hefur reynst skaðleg fyrir vistkerfið.

Annað dæmi, og eflaust mun veigameira, eru áhrif rotta (Rattus spp.) og katta (Felis catus) á dýralíf víða á eyjum Kyrrahafs. Ótal dæmi er um að upprunalegar tegundir verði undir í samkeppni við þessar aðkomutegundir. Í Bandaríkjunum er árlegur hagrænn kostnaður vegna tjóns og fyrirbyggjandi aðgerða gagnvart framandi lífverum á landbúnað og í skógariðnaði í Bandaríkjunum rúmir 130 milljarðar dollara.

Oft eru þessar tegundir fluttar til framandi slóða sem gæludýr eða skrautplöntur en breiðast svo út í óbyggðir og valda þar oft miklum breytingum líkt og minnst var á hér að ofan. Hér á landi er ameríski minkurinn sjálfsagt þekktasta dæmið en áhrif hans á lífríki landsins tengjast fyrst og fremst fuglalífi.

Oft eru menn ekki sammála um hvort framandi lífverur hafi jákvæð áhrif á vistkerfið eður ei. Eitt dæmi um slíkt er alaskalúpínan (Lupinus nootkatensis).

En hafa framandi lífverur haft jákvæð áhrif á vistkerfið? Þegar kemur að einstökum lífverum kunna einhverjir að svara spurningunni játandi meðan aðrir svara neitandi. Eitt dæmi er alaskalúpínan (Lupinus nootkatensis). Landnám hennar er meðal annars á söndum sunnanlands þar sem víða eru komnar miklar lúpínubreiður, til dæmis á Mýrdalssandi og Sólheimasandi. Þessar breiður skapa meðal annars skilyrði fyrir varp ýmissa fuglategunda. Skilyrði sem áður voru ekki til staðar á söndunum.

Hér er þó aðeins um eina hlið málsins að ræða þar sem mikið hefur verið deilt um tilvist og notkun hennar við uppgræðslu undanfarna áratugi. Þó er hægt að tína til dæmi þar sem menn eru almennt sammála um jákvæð áhrif framandi lífvera á vistkerfið. Eitt slíkt dæmi er asíska ostran en hún síar betur mengað vatn en sú ameríska (Crassostrea virginica). Þær asísku vaxa einnig hraðar og hafa meira þol gegn sjúkdómum.

Myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

22.7.2013

Spyrjandi

Ástrós Steingrímsdóttir, Kristín Sigrún Magnúsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvaða áhrif, góð eða slæm, geta framandi lífverur haft á vistkerfi?“ Vísindavefurinn, 22. júlí 2013. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=63139.

Jón Már Halldórsson. (2013, 22. júlí). Hvaða áhrif, góð eða slæm, geta framandi lífverur haft á vistkerfi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=63139

Jón Már Halldórsson. „Hvaða áhrif, góð eða slæm, geta framandi lífverur haft á vistkerfi?“ Vísindavefurinn. 22. júl. 2013. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=63139>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða áhrif, góð eða slæm, geta framandi lífverur haft á vistkerfi?
Samgöngur hafa batnað gríðarlega og flutningar fólks og varnings um heiminn hafa aukist mjög á síðustu öld og raunar síðustu öldum. Ein afleiðing þessara flutninga er að ýmsar tegundir plantna og dýra hafa verið flutt út fyrir sín náttúrulegu heimkynni, ýmist viljandi eða óviljandi, og til svæða sem áður voru þeim lokuð af líffræðilegum eða landfræðilegum orsökum.

Útbreiðsla ameríska minksins (Mustela vison) hefur haft slæm áhrif á þann evrópska.

Yfirleitt tekst aðeins fáeinum framandi tegundum að aðlaga sig nýjum heimkynnum og taka sér bólfestu og aðeins nokkrar þeirra reynast hafa skaðleg áhrif. Framandi tegundir sem orðið hafa til vandræða eru meðal annars plöntur, eins og garðarós (Rosa rugosa), sem hafa náð sér á strik á kostnað plantna sem fyrir voru, og dýr, eins og ameríski minkurinn (Mustela vison) en hann hefur breitt úr sér með örlagaríkum afleiðingum fyrir evrópska minkinn (Mustela lutreola) á meginlandi Evrópu.

Tegundir sem hafa vísvitandi verið fluttar á tiltekinn stað geta í kjölfarið breiðst út til nýrra svæða þar sem þær reynast oftast skaðlegar fyrir vistkerfið. Eitt dæmi um slíkt er bísamrottan (Ondatra zibethicus), sem var af ásettu ráði flutt til Finnlands snemma á 20. öld til veiða, en breiddist síðan út til Svíþjóðar og Noregs og hefur nú umtalsverð áhrif á lífríki við ár og læki.

Bísamrottan (Ondatra zibethicus) er dæmi um tegund sem hefur verið flutt vísvitandi á tiltekinn stað en svo breiðst út til nýrra svæða þar sem hún hefur reynst skaðleg fyrir vistkerfið.

Annað dæmi, og eflaust mun veigameira, eru áhrif rotta (Rattus spp.) og katta (Felis catus) á dýralíf víða á eyjum Kyrrahafs. Ótal dæmi er um að upprunalegar tegundir verði undir í samkeppni við þessar aðkomutegundir. Í Bandaríkjunum er árlegur hagrænn kostnaður vegna tjóns og fyrirbyggjandi aðgerða gagnvart framandi lífverum á landbúnað og í skógariðnaði í Bandaríkjunum rúmir 130 milljarðar dollara.

Oft eru þessar tegundir fluttar til framandi slóða sem gæludýr eða skrautplöntur en breiðast svo út í óbyggðir og valda þar oft miklum breytingum líkt og minnst var á hér að ofan. Hér á landi er ameríski minkurinn sjálfsagt þekktasta dæmið en áhrif hans á lífríki landsins tengjast fyrst og fremst fuglalífi.

Oft eru menn ekki sammála um hvort framandi lífverur hafi jákvæð áhrif á vistkerfið eður ei. Eitt dæmi um slíkt er alaskalúpínan (Lupinus nootkatensis).

En hafa framandi lífverur haft jákvæð áhrif á vistkerfið? Þegar kemur að einstökum lífverum kunna einhverjir að svara spurningunni játandi meðan aðrir svara neitandi. Eitt dæmi er alaskalúpínan (Lupinus nootkatensis). Landnám hennar er meðal annars á söndum sunnanlands þar sem víða eru komnar miklar lúpínubreiður, til dæmis á Mýrdalssandi og Sólheimasandi. Þessar breiður skapa meðal annars skilyrði fyrir varp ýmissa fuglategunda. Skilyrði sem áður voru ekki til staðar á söndunum.

Hér er þó aðeins um eina hlið málsins að ræða þar sem mikið hefur verið deilt um tilvist og notkun hennar við uppgræðslu undanfarna áratugi. Þó er hægt að tína til dæmi þar sem menn eru almennt sammála um jákvæð áhrif framandi lífvera á vistkerfið. Eitt slíkt dæmi er asíska ostran en hún síar betur mengað vatn en sú ameríska (Crassostrea virginica). Þær asísku vaxa einnig hraðar og hafa meira þol gegn sjúkdómum.

Myndir:...