Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík

Hver var Napóleon Bónaparte og hvað gerði hann svona merkan?

Stefán Gunnar Sveinsson

Napóleon Bónaparte var keisari Frakklands milli 1804 og 1815. Þá tign hlaut hann ekki vegna þess að hann væri konungborinn heldur fyrir hæfileika sína á sviði hernaðar. Napóleon er af mörgum talinn einn besti hershöfðingi sem fram hefur komið á sjónarsvið mannkynssögunnar. Metnaður hans var takmarkalaus og varð það honum að lokum að falli.

Napóleon Bónaparte fæddist 15. ágúst 1769 á eynni Korsíku í Miðjarðarhafi. Faðir Napóleons kom honum fyrir í herskóla sem annars var eingöngu fyrir syni aðalsmanna. Þar sem Napóleon var frábær námsmaður var hann valinn til þjálfunar fyrir stórskotalið Frakka.

Napóleon Bónaparte (1769-1821). Málverk frá 1802 eftir Antoine-Jean Gros (1771–1835).

Franska stjórnarbyltingin 1789 reyndist dýrmætt tækifæri fyrir Napóleon sem tók að geta sér gott orð í franska hernum. Fyrst náði hann borginni Toulon úr greipum Breta árið 1793. Árið 1795 leysti hann upp öflugan liðssöfnuð konungs- og andbyltingarsinna á götum Parísar, þrátt fyrir að hafa til þess lítinn mannskap. Nafn Napóleons var á hvers manns vörum eftir það. 1796 var hann svo skipaður yfir innrásarher Frakka sem réðist inn í Norður-Ítalíu og vann þar frækna sigra.

Á þessum tíma var Stóra-Bretland helsti andstæðingur Frakklands, en Bretar óttuðust að Frakkland yrði svo öflugt að það bæri ægishjálm yfir öllum hinum ríkjunum á meginlandi Evrópu. 1798 lagði Bónaparte til að Frakkar tækju Egyptaland til að trufla stríðsrekstur Breta gegn Frökkum, meðal annars með því að rjúfa tengsl Bretlands við helstu nýlendu þess á Indlandi. Herferð Napóleons til Egyptalands varð hins vegar lítil frægðarför á sviði hernaðar en meiri á sviði vísinda því að þá fannst Rósettusteinninn sem franski vísindamaðurinn Champollion notaði til þess að ráða í myndletur Egypta. Breski flotinn sem réði yfir höfunum var hins vegar fljótur að loka her Frakka inni í Egyptalandi. Napóleon slapp við illan leik til Frakklands á ný, en flestir af hermönnum hans voru teknir til fanga.

Napóleon í herför á Norður-Ítalíu 1797. Málverk eftir Nicolas-Antoine Taunay (1755-1830).

Þegar til Frakklands kom var stjórnarfar landsins í molum. Franska lýðveldið var gjaldþrota, þjóðstjórarnir sem fóru með öll völd urðu sífellt óvinsælli meðal franskrar alþýðu og fólk var orðið leitt á þeim flokkadráttum sem lýðveldið hafði í för með sér. Þetta gaf Napóleon kjörið tækifæri og í samvinnu við aðra skipulagði hann valdarán sem fór fram hinn 18. Brumaire (9. nóvember 1799) samkvæmt tímatali frönsku byltingarinnar. Undir hinni nýju stjórnskipan fóru þrír konsúlar með öll völdin og gerðist Napóleon fyrsti konsúll ríkisins. Hinir tveir konsúlarnir réðu litlu svo með þessu varð Napóleon í raun einvaldur í Frakklandi.

Sem konsúll endurbætti Napóleon ýmsar stofnanir franska ríkisins. Hann skipaði líka fyrir að lög Frakklands yrðu samræmd í einni lögbók (sjá á mynd að ofan til hægri), en áður hafði hvert hérað haft sín eigin lög. Lögbókin er eitt hans merkasta verk, og festi hún í sessi margar af bestu hugmyndum upplýsingarinnar. Sem dæmi voru réttindi kvenna betur tryggð en áður hafði tíðkast og ýmsar réttarfarsreglur teknar upp sem voru mjög til bóta.

Stríðin héldu áfram, en glæstur sigur Napóleons yfir Austurríkismönnum við Marengo í Norður-Ítalíu árið 1800 tryggði stöðu hans enn frekar. Þegar Bretar sömdu frið við Frakka árið 1802 efndi Napóleon til þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem hann var kjörinn fyrsti konsúll Frakklands til lífstíðar, en kosningarnar myndu síður en svo standast kröfur nútímans um heiðarleika. Frakkar nutu nú betri lífskjara en þeir höfðu gert um hríð og ekkert virtist vera Napóleon um megn. Eftir að upp komst um víðtækt samsæri gegn honum ákvað hann að auka völd sín og tók sér keisaratign árið 1804. Krýndi hann sig sjálfur og er til frægt málverk af krýningunni eftir listamanninn Jacques-Louis David.

Krýning Napóleons Bónapartes í Notre Dame 2. desember 1804. Hluti málverks eftir Jacques-Louis David (1748-1825).

Friðurinn milli Frakka og Breta reyndist skammlífur og ekki leið á löngu þar til aftur kom til átaka milli þjóðanna. Þar sem Bretar höfðu ekki stóran landher var helsta bragð þeirra að styrkja andstæðinga Napóleons og láta þá sjá um landhernaðinn fyrir sig. Napóleon undirbjó innrás í Bretland en ósigur franska flotans við Trafalgar 1805 batt skjótan endi á þær áætlanir. Hins vegar vann Napóleon sinn glæstasta sigur við Austerlitz í desember 1805 þar sem hann narraði sameinaða heri Austurríkismanna og Rússa í gildru og útrýmdi þeim. Austurríki gafst upp en Rússland hélt áfram baráttunni ásamt Prússum. Prússar voru niðurlægðir á vígvellinum við Jena-Auerstadt árið 1806 og Rússar sömdu loks frið árið 1807.

Þegar hér er komið sögu stóð Napóleon á hátindi valda sinna. Nær öll Evrópa þurfti að sitja eða standa eftir því sem honum þóknaðist. Bretar stóðu hins vegar enn gegn honum og reyndi Napóleon að knésetja þá með því að koma á viðskiptabanni við Bretland um alla Evrópu. Reyndist þetta skammsýn ákvörðun hjá honum því að breskar vörur voru vinsælar í Evrópu og jók bannið einungis á smyglarastarfsemi. Jafnvel er sagt að búningar í franska hernum hafi verið úr bresku efni en ekki er vitað hvað er hæft í því.

Portúgalar stóðu með Bretum og hugðist Napóleon binda endi á það með innrás gegnum Spán. Ákvað hann þá fyrst að koma bróður sínum á konungsstól þar. Spánverjar voru hins vegar ekki hrifnir af nýja konunginum og hófu skæruhernað gegn Frökkum. Til að verjast þurfti því Napóleon að beita mörgum góðum hermönnum og búnaði sem hann hefði getað nýtt annars staðar. Bretar komu Spánverjum til hjálpar með landhernaði og gat sér þar gott orð hershöfðinginn Sir Arthur Wellesley, sem síðar varð þekktur sem hertoginn af Wellington.

Napóleon hörfar frá Moskvu. Málverk eftir Adolph Northen (1828-1876).

Rússar urðu þreyttir á því til lengdar að hlíta viðskiptabanni Napóleons og leiddi það til þess að Napóleon bjóst enn til styrjaldar. Hartnær 700.000 manna her réðist inn í Rússland 22. júní 1812. Herferðin gekk hins vegar ekki sem skyldi. Napóleon komst alla leið til Moskvu í september, en þá voru íbúarnir flúnir og höfðu með sér öll verðmæti. Þegar rússneskir skemmdarvargar kveiktu svo í borginni átti Napóleon fárra kosta völ og hóf leið sína til baka í átt að Póllandi. Flóttinn frá Moskvu reyndist hins vegar erfiður og rússneski veturinn ásamt árásum rússneskra skæruliða tóku sinn toll; að lokum stóð Napóleon eftir með um 20.000 manna her í stað þeirra 700.000 sem lagt höfðu af stað.

Rússlandsförin var upphafið að endinum þar sem öll Evrópa reis nú upp gegn Napóleon. Hann veitti frækilega mótspyrnu en varð að lokum að láta undan ofurefli þegar bandamenn – Austurríkismenn, Prússar og Rússar ásamt Svíum og ýmsum þýskum smáríkjum – réðust inn í Frakkland árið 1814. Napóleon var komið fyrir á eyjunni Elbu í Miðjarðarhafi. Á meðan sátu bandamenn á rökstólum í Vínarborg og ræddu hvernig best væri að haga málefnum Evrópu í kjölfar frönsku byltingarinnar og valdatöku Napóleons.

Napóleon líkaði vistin á Elbu illa. Þegar honum barst til eyrna að nýi franski konungurinn, Loðvík 18., væri illa þokkaður ákvað Napóleon því að freista gæfunnar á ný og hélt til Frakklands 1815. Leið ekki á löngu þar til Napóleon var aftur kominn til valda og Evrópa vígbjóst einu sinni enn fyrir lokauppgjörið sem átti sér stað við Waterloo í Belgíu. Þar mætti Napóleon sameinuðum herjum Breta og Prússa en þeir fyrrnefndu voru undir stjórn Wellingtons. Napóleon þurfti að lúta í lægra haldi og var nú ævintýrið á enda runnið.

Árið 1840, tæpum 20 árum eftir andlátið, var kista Napóleons flutt frá St. Helena til Parísar. Málverk eftir Louis-Eugène-Gabriel Isabey (1803-1886).

Napóleon sagði aftur af sér keisaradómi og hugðist flýja til Ameríku en breski flotinn kom í veg fyrir það. Napóleon var þá sendur á eyjuna St. Helenu í Suður-Atlantshafi þar sem hann eyddi síðustu árum ævi sinnar. Napóleon dó árið 1821, líklegast úr magakrabbameini en ekki arsenikeitrun líkt og stundum er haldið fram.

Áhrif Napóleons í lifanda lífi voru mikil en dvínuðu fljótt eftir fall hans. Lögbók hans er líklega hans mesta afrek. Hún lifir enn í ýmsum myndum um alla Evrópu og festi í sessi margar af helstu umbótum frönsku byltingarinnar. Leiða má að því líkur að Napóleon hafi mest áhrif haft á þær þjóðir sem hann sigraði því þær urðu að breyta háttum sínum til þess að vinna á honum. Þjóðernishyggja magnaðist upp í þýsku- og ítölskumælandi löndum við hertöku Frakka og leiddi það að lokum til að Ítalía og Þýskaland urðu til árið 1870. Friður hélst að mestu í Evrópu fram til ársins 1914 á grunni þess kerfis sem komið var á eftir Vínarfundinn 1814-1815.

Frekara lesefni:

  • Will og Ariel Durant: The Age of Napoleon. (New York, 1975).
  • Almennt: Napoleon. Wikipedia: The Free Encyclopedia.
  • Innrásin í Rússland: Napoleon's invasion of Russia. Wikipedia: The Free Encyclopedia.
  • Lögbókin hans: Napoleonic code. Wikipedia: The Free Encyclopedia.

Myndir:

Höfundur

Útgáfudagur

28.7.2006

Spyrjandi

Helgi Jósepsson
Steinar Jónsson, f. 1993
Ragna Bergmann, f. 1988
Eva Dís Guðmundsdóttir

Tilvísun

Stefán Gunnar Sveinsson. „Hver var Napóleon Bónaparte og hvað gerði hann svona merkan?“ Vísindavefurinn, 28. júlí 2006. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6093.

Stefán Gunnar Sveinsson. (2006, 28. júlí). Hver var Napóleon Bónaparte og hvað gerði hann svona merkan? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6093

Stefán Gunnar Sveinsson. „Hver var Napóleon Bónaparte og hvað gerði hann svona merkan?“ Vísindavefurinn. 28. júl. 2006. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6093>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver var Napóleon Bónaparte og hvað gerði hann svona merkan?
Napóleon Bónaparte var keisari Frakklands milli 1804 og 1815. Þá tign hlaut hann ekki vegna þess að hann væri konungborinn heldur fyrir hæfileika sína á sviði hernaðar. Napóleon er af mörgum talinn einn besti hershöfðingi sem fram hefur komið á sjónarsvið mannkynssögunnar. Metnaður hans var takmarkalaus og varð það honum að lokum að falli.

Napóleon Bónaparte fæddist 15. ágúst 1769 á eynni Korsíku í Miðjarðarhafi. Faðir Napóleons kom honum fyrir í herskóla sem annars var eingöngu fyrir syni aðalsmanna. Þar sem Napóleon var frábær námsmaður var hann valinn til þjálfunar fyrir stórskotalið Frakka.

Napóleon Bónaparte (1769-1821). Málverk frá 1802 eftir Antoine-Jean Gros (1771–1835).

Franska stjórnarbyltingin 1789 reyndist dýrmætt tækifæri fyrir Napóleon sem tók að geta sér gott orð í franska hernum. Fyrst náði hann borginni Toulon úr greipum Breta árið 1793. Árið 1795 leysti hann upp öflugan liðssöfnuð konungs- og andbyltingarsinna á götum Parísar, þrátt fyrir að hafa til þess lítinn mannskap. Nafn Napóleons var á hvers manns vörum eftir það. 1796 var hann svo skipaður yfir innrásarher Frakka sem réðist inn í Norður-Ítalíu og vann þar frækna sigra.

Á þessum tíma var Stóra-Bretland helsti andstæðingur Frakklands, en Bretar óttuðust að Frakkland yrði svo öflugt að það bæri ægishjálm yfir öllum hinum ríkjunum á meginlandi Evrópu. 1798 lagði Bónaparte til að Frakkar tækju Egyptaland til að trufla stríðsrekstur Breta gegn Frökkum, meðal annars með því að rjúfa tengsl Bretlands við helstu nýlendu þess á Indlandi. Herferð Napóleons til Egyptalands varð hins vegar lítil frægðarför á sviði hernaðar en meiri á sviði vísinda því að þá fannst Rósettusteinninn sem franski vísindamaðurinn Champollion notaði til þess að ráða í myndletur Egypta. Breski flotinn sem réði yfir höfunum var hins vegar fljótur að loka her Frakka inni í Egyptalandi. Napóleon slapp við illan leik til Frakklands á ný, en flestir af hermönnum hans voru teknir til fanga.

Napóleon í herför á Norður-Ítalíu 1797. Málverk eftir Nicolas-Antoine Taunay (1755-1830).

Þegar til Frakklands kom var stjórnarfar landsins í molum. Franska lýðveldið var gjaldþrota, þjóðstjórarnir sem fóru með öll völd urðu sífellt óvinsælli meðal franskrar alþýðu og fólk var orðið leitt á þeim flokkadráttum sem lýðveldið hafði í för með sér. Þetta gaf Napóleon kjörið tækifæri og í samvinnu við aðra skipulagði hann valdarán sem fór fram hinn 18. Brumaire (9. nóvember 1799) samkvæmt tímatali frönsku byltingarinnar. Undir hinni nýju stjórnskipan fóru þrír konsúlar með öll völdin og gerðist Napóleon fyrsti konsúll ríkisins. Hinir tveir konsúlarnir réðu litlu svo með þessu varð Napóleon í raun einvaldur í Frakklandi.

Sem konsúll endurbætti Napóleon ýmsar stofnanir franska ríkisins. Hann skipaði líka fyrir að lög Frakklands yrðu samræmd í einni lögbók (sjá á mynd að ofan til hægri), en áður hafði hvert hérað haft sín eigin lög. Lögbókin er eitt hans merkasta verk, og festi hún í sessi margar af bestu hugmyndum upplýsingarinnar. Sem dæmi voru réttindi kvenna betur tryggð en áður hafði tíðkast og ýmsar réttarfarsreglur teknar upp sem voru mjög til bóta.

Stríðin héldu áfram, en glæstur sigur Napóleons yfir Austurríkismönnum við Marengo í Norður-Ítalíu árið 1800 tryggði stöðu hans enn frekar. Þegar Bretar sömdu frið við Frakka árið 1802 efndi Napóleon til þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem hann var kjörinn fyrsti konsúll Frakklands til lífstíðar, en kosningarnar myndu síður en svo standast kröfur nútímans um heiðarleika. Frakkar nutu nú betri lífskjara en þeir höfðu gert um hríð og ekkert virtist vera Napóleon um megn. Eftir að upp komst um víðtækt samsæri gegn honum ákvað hann að auka völd sín og tók sér keisaratign árið 1804. Krýndi hann sig sjálfur og er til frægt málverk af krýningunni eftir listamanninn Jacques-Louis David.

Krýning Napóleons Bónapartes í Notre Dame 2. desember 1804. Hluti málverks eftir Jacques-Louis David (1748-1825).

Friðurinn milli Frakka og Breta reyndist skammlífur og ekki leið á löngu þar til aftur kom til átaka milli þjóðanna. Þar sem Bretar höfðu ekki stóran landher var helsta bragð þeirra að styrkja andstæðinga Napóleons og láta þá sjá um landhernaðinn fyrir sig. Napóleon undirbjó innrás í Bretland en ósigur franska flotans við Trafalgar 1805 batt skjótan endi á þær áætlanir. Hins vegar vann Napóleon sinn glæstasta sigur við Austerlitz í desember 1805 þar sem hann narraði sameinaða heri Austurríkismanna og Rússa í gildru og útrýmdi þeim. Austurríki gafst upp en Rússland hélt áfram baráttunni ásamt Prússum. Prússar voru niðurlægðir á vígvellinum við Jena-Auerstadt árið 1806 og Rússar sömdu loks frið árið 1807.

Þegar hér er komið sögu stóð Napóleon á hátindi valda sinna. Nær öll Evrópa þurfti að sitja eða standa eftir því sem honum þóknaðist. Bretar stóðu hins vegar enn gegn honum og reyndi Napóleon að knésetja þá með því að koma á viðskiptabanni við Bretland um alla Evrópu. Reyndist þetta skammsýn ákvörðun hjá honum því að breskar vörur voru vinsælar í Evrópu og jók bannið einungis á smyglarastarfsemi. Jafnvel er sagt að búningar í franska hernum hafi verið úr bresku efni en ekki er vitað hvað er hæft í því.

Portúgalar stóðu með Bretum og hugðist Napóleon binda endi á það með innrás gegnum Spán. Ákvað hann þá fyrst að koma bróður sínum á konungsstól þar. Spánverjar voru hins vegar ekki hrifnir af nýja konunginum og hófu skæruhernað gegn Frökkum. Til að verjast þurfti því Napóleon að beita mörgum góðum hermönnum og búnaði sem hann hefði getað nýtt annars staðar. Bretar komu Spánverjum til hjálpar með landhernaði og gat sér þar gott orð hershöfðinginn Sir Arthur Wellesley, sem síðar varð þekktur sem hertoginn af Wellington.

Napóleon hörfar frá Moskvu. Málverk eftir Adolph Northen (1828-1876).

Rússar urðu þreyttir á því til lengdar að hlíta viðskiptabanni Napóleons og leiddi það til þess að Napóleon bjóst enn til styrjaldar. Hartnær 700.000 manna her réðist inn í Rússland 22. júní 1812. Herferðin gekk hins vegar ekki sem skyldi. Napóleon komst alla leið til Moskvu í september, en þá voru íbúarnir flúnir og höfðu með sér öll verðmæti. Þegar rússneskir skemmdarvargar kveiktu svo í borginni átti Napóleon fárra kosta völ og hóf leið sína til baka í átt að Póllandi. Flóttinn frá Moskvu reyndist hins vegar erfiður og rússneski veturinn ásamt árásum rússneskra skæruliða tóku sinn toll; að lokum stóð Napóleon eftir með um 20.000 manna her í stað þeirra 700.000 sem lagt höfðu af stað.

Rússlandsförin var upphafið að endinum þar sem öll Evrópa reis nú upp gegn Napóleon. Hann veitti frækilega mótspyrnu en varð að lokum að láta undan ofurefli þegar bandamenn – Austurríkismenn, Prússar og Rússar ásamt Svíum og ýmsum þýskum smáríkjum – réðust inn í Frakkland árið 1814. Napóleon var komið fyrir á eyjunni Elbu í Miðjarðarhafi. Á meðan sátu bandamenn á rökstólum í Vínarborg og ræddu hvernig best væri að haga málefnum Evrópu í kjölfar frönsku byltingarinnar og valdatöku Napóleons.

Napóleon líkaði vistin á Elbu illa. Þegar honum barst til eyrna að nýi franski konungurinn, Loðvík 18., væri illa þokkaður ákvað Napóleon því að freista gæfunnar á ný og hélt til Frakklands 1815. Leið ekki á löngu þar til Napóleon var aftur kominn til valda og Evrópa vígbjóst einu sinni enn fyrir lokauppgjörið sem átti sér stað við Waterloo í Belgíu. Þar mætti Napóleon sameinuðum herjum Breta og Prússa en þeir fyrrnefndu voru undir stjórn Wellingtons. Napóleon þurfti að lúta í lægra haldi og var nú ævintýrið á enda runnið.

Árið 1840, tæpum 20 árum eftir andlátið, var kista Napóleons flutt frá St. Helena til Parísar. Málverk eftir Louis-Eugène-Gabriel Isabey (1803-1886).

Napóleon sagði aftur af sér keisaradómi og hugðist flýja til Ameríku en breski flotinn kom í veg fyrir það. Napóleon var þá sendur á eyjuna St. Helenu í Suður-Atlantshafi þar sem hann eyddi síðustu árum ævi sinnar. Napóleon dó árið 1821, líklegast úr magakrabbameini en ekki arsenikeitrun líkt og stundum er haldið fram.

Áhrif Napóleons í lifanda lífi voru mikil en dvínuðu fljótt eftir fall hans. Lögbók hans er líklega hans mesta afrek. Hún lifir enn í ýmsum myndum um alla Evrópu og festi í sessi margar af helstu umbótum frönsku byltingarinnar. Leiða má að því líkur að Napóleon hafi mest áhrif haft á þær þjóðir sem hann sigraði því þær urðu að breyta háttum sínum til þess að vinna á honum. Þjóðernishyggja magnaðist upp í þýsku- og ítölskumælandi löndum við hertöku Frakka og leiddi það að lokum til að Ítalía og Þýskaland urðu til árið 1870. Friður hélst að mestu í Evrópu fram til ársins 1914 á grunni þess kerfis sem komið var á eftir Vínarfundinn 1814-1815.

Frekara lesefni:

  • Will og Ariel Durant: The Age of Napoleon. (New York, 1975).
  • Almennt: Napoleon. Wikipedia: The Free Encyclopedia.
  • Innrásin í Rússland: Napoleon's invasion of Russia. Wikipedia: The Free Encyclopedia.
  • Lögbókin hans: Napoleonic code. Wikipedia: The Free Encyclopedia.

Myndir:

...