Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Hver var Denis Diderot og hvert var hans framlag til fræðanna?

Henry Alexander Henrysson og Jakob Guðmundur Rúnarsson

Denis Diderot fæddist þann fimmta október árið 1713 í bænum Langres í því héraði Frakklands sem nefnist Haute-Marne. Frá tíu ára aldri gekk Diderot í skóla sem var rekinn af jesúítum í heimabyggð hans og þótti slíkur fyrirmyndarnemandi að vonir stóðu til þess að hann myndi velja sér starfsframa innan kirkjunnar og var hann raunar kominn á fremsta hlunn með að ganga í klaustur. En í kjölfar dauða móður sinnar árið 1728 virðist Diderot af einhverjum sökum hafa orðið afhuga kirkjulegum frama. Seinna sama ár var hinn fimmtán ára Diderot lentur í hringiðu mennta og menningar í stórborginni París sem varð starfsvettvangur hans allt til dauðadags þann 31. júlí 1784.

Eftir að hafa lokið meistaraprófi í listum frá Parísarháskóla árið 1732 reyndi Diderot fyrir sér í laganámi sem hann flosnaði upp úr, enda margt sem glóp ungan mann á þessum árum í París. Fyrir utan þá formlegu menntun sem Diderot naut á þessum árum náði hann traustum tökum á fjölmörgum tungumálum, þar á meðal ítölsku og ensku, auk þess sem hann drakk í sig helstu stefnur og strauma í menningarlífi Parísar. Það var þýðing hans á Inquiry concerning Virtue and Merit eftir enska heimspekinginn Shaftesbury (1671-1713) sem fyrst vakti almenna athygli á honum árið 1745. Ári síðar leit dagsins ljós verkið Pensées philosophiques sem þótti bæði frumlegt og djarft, en var fyrst og fremst umdeilt, raunar svo umdeilt að það var dæmt á bálið af yfirvöldum. Reyndar má ætla að sú ráðstöfun hafi einungis aukið hróður hans. Segja má að þessi tvö verk hafi gefið tóninn fyrir heimspekilega afstöðu Diderot sem einkenndist af frjálslyndi og trú á möguleika mannsins til að komast að hinu sanna með beitingu skynseminnar og sterkri andúð á hvers kyns kreddum. Sama ár, 1746, hófust afskipti Diderot að útgáfu franskrar alfræðibókar sem átti eftir að vera viðfangsefni hans í tuttugu og sex ár og halda nafni hans á lofti um ókomna tíð.

Denis Diderot (1713-1784). Olíumálverk eftir Louis-Michel van Loo (1707-1771) frá árinu 1767.

Hvergi kristallast andi upplýsingarinnar betur en í þessari alfræðibók sem nefndist Encyclopédie, ou dictionnaire raisonné des sciences, des arts et des métiers (sem mætti þýða sem Alfræðirit og vel skipulögð orðabók um vísindi, listir og iðngreinar). Grundvöllur þess var samstarf ólíkra höfunda sem hver um sig rannsakaði viðfangsefni sitt á sjálfstæðan og gagnrýninn hátt og miðlaði því til almennra lesenda. Efnistökum og framsetningu réð fyrst og fremst dómgreind höfunda en ekki fyrirfram gefið gildismat valdhafa. Meðal þeirra færslna sem Diderot skrifaði sjálfur var útskýring á „alfræðibók“ þar sem hann lýsir markmiði Alfræðibókarinnar sem því að breyta hugsunarhætti mannsins.

Byltingarkennd hugmyndafræði og heimspekileg róttækni Alfræðibókarinnar var slík að andleg og veraldleg yfirvöld sáu sig knúin til að bregðast við og árið 1759 var Alfræðibókin fordæmd bæði af kaþólsku kirkjunni og af franska þinginu. Meðal annars af þeim sökum komu síðustu tíu bindin ekki út fyrr en 1766 og þurfti Diderot að semja mikið efni sjálfur því margir höfðu gengið úr skaftinu í ljósi þeirrar andstöðu sem útgáfan mætti. Diderot lagði sig allan í sölurnar við ritun Alfræðibókarinnar. Hann kynnti sér og vann störf handverks- og iðnaðarmanna til að geta gert sem skýrasta og ítarlegasta grein fyrir aðferðum þeirra. Segja má að hann hafi rannsakað á daginn, skrifað á kvöldin, prófarkalesið á nóttunni og ritstýrt þess á milli. Starfið var svo erfitt og krefjandi, bæði andlega og líkamlega, að það setti varanlegt mark á heilsu Diderot.

Mörg þeirra rita sem eru í dag talin vera merkustu verk Diderot voru ekki gefin út fyrr en að honum látnum. Áhrif Diderot á samtíma sinn verða hins vegar ekki skýrð í ljósi verka sem sum komu ekki út fyrr en á nítjándu öld. Þá verður annars vegar að hafa í huga útbreiðslu og áhrif Alfræðibókarinnar og þau fjölmörgu verk sem Diderot lét frá sér fara um efni af gríðarlega fjölbreyttum toga sem áttu eftir að hafa varanleg áhrif á evrópska menningu. Það voru þó ekki síst hin fjölmörgu og vinsælu leikrit Diderot sem miðluðu heimsmynd hans og hugsjón upplýsingarinnar til mjög breiðs hóps á mjög áleitinn máta. Ritgerðir hans endurspegluðu sömuleiðis hugsjónir upplýsingarinnar á öðrum sviðum. Nægir þar að nefna Samtal föður við börn sín (1770) þar sem tekið er á uppeldismálum og Um konur (1772) sem er merk hugleiðing um aukin réttindi kvenna.

Titilsíða Alfræðibókarinnar.

Húmanismi var eitt sterkasta einkennið á höfundarverki Denis Diderot og felur heimspeki hans að mörgu leyti í sér hugmyndafræðilegan kjarna upplýsingarinnar. Ekki bara á sviðum mannlegrar þekkingar, heimspeki, vísinda og lista heldur einnig í pólitískum og félagslegum skilningi. Í fyrsta bindi Alfræðibókarinnar var því til að mynda haldið fram að sjálfsákvörðunarréttur ríkja lægi hjá almenningi, og að almannaviljinn væri grundvöllur ríkisvaldsins. Þar með lagði hún lóð sín á vogarskálar ferskra hugmynda um mikilvægi einstaklingsins og umbætur í átt til lýðræðis. Alfræðibókin skilgreindi hugtök í samræmi við hugsjónir upplýsingarinnar. Hún var „höfuðvígi“ þeirrar hugmyndafræði sem einkenndi alla menningu upplýsingarinnar, að manninum væri ætlað að hugsa og vita. Hún átti að svala náttúrulegri þekkingarþrá mannsins og breyta hugsunarhætti hans og menningu.

Diderot taldi að leiðin til þekkingar hlyti að byrja með efa. Auk þess að ganga fram af samtíma sínum ögraði hann einnig sjálfum sér og kenningum sínum á öllum sviðum mannlegrar þekkingar. Heimspekilegar forsendur og aðferð Diderot kristallast einna skýrast í Draumi d‘Alembert þar sem húmanismi hans naut sín ekki síður en efnishyggja og náttúruhyggja í umgjörð sem væri einna best lýst sem einhyggju í anda Baruchs Spinoza (1632-1677). Efnishyggja Diderot var reyndar af nokkuð sérstökum toga, því þó svo að hann hafi óneitanlega sótt í brunn landa síns, René Descartes (1596-1650), sem hafði grundvallað heimsmynd sína á efni og hreyfingu, þá taldi hann, ólíkt Descartes, að „hreyfing“ væri eðlislægur hluti efnis. Að því leyti svipar heimsmynd hans nokkuð til mónöðufræða þýska heimspekingsins, Gottfrieds Leibniz (1646–1716), en um hann skrifaði Diderot lofsamlega grein í Alfræðibókinni.

Diderot var sérstaklega vel að sér í líffræði og var hann eindreginn talsmaður líffræðilegrar þróunarkenningar. Hann taldi að erfðir og líkamlegir þættir léku mun stærra hlutverk í þróun og mótun mannlífsins heldur en félagslegir-, sögulegir- og umhverfisþættir. Þó svo að efnishyggja Diderot hafi verið skýr og gegnt mikilvægu hlutverki í heimsmynd hans þá er mikilvægt að hafa hugfast að hann gerði skýran greinarmun á forlagahyggju annars vegar og nauðhyggju hins vegar. Diderot trúði í einlægni á getu mannsins til að hafa áhrif á líf og umhverfi sitt. Maðurinn er ekki ofurseldur náttúrlegum ferlum. Hugur hans, jafnt ímyndunarafl og óhlutbundin hugsun, er virkt afl í heiminum. Þó svo að gera megi grein fyrir náttúrunni á lögbundinn hátt á grundvelli efnishyggju þá er ekki hægt að gera grein fyrir mannlegum athöfnum á sama hátt og atferli dýra er útskýrt. Þegar allt kom til alls lagði Diderot áherslu á stóískar dygðir sem hann taldi vera hluta hins raunverulega siðferðis sem var svo gjörólíkt þeirri veraldlegu fágun og ofsiðun sem einkenndi efri lög þess samfélags sem hann tilheyrði.

Denis Diderot uppfyllti markmið Alfræðibókarinnar um að breyta hugsunarhætti mannsins. En eins og svo margir af helstu höfundum upplýsingarinnar afrekaði Diderot það ekki með strangfræðilegum skrifum og rannsóknum. Í því liggur þversagnarkennt eðli hennar. Rökhyggjan og vísindatrúin sem boðuð var í upplýsingunni er ekki einkenni á helstu verkum tímabilsins. Það var fyrst og fremst hugmyndaauðgi, ímyndunarafl og hugsjónir sem gáfu þessum verkum það vægi sem var nauðsynlegt til að hrífa lesandann með sér og breyta hugsunarhætti hans.

Verk eftir Diderot á íslensku:

  • Jakob forlagasinni og meistari hans. Þýðandi Friðrik Rafnsson. Reykjavík: Mál og menning, 1996.
  • Frændi Rameaus. Þýðandi Friðrik Rafnsson. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2000.

Myndir:
  • Diderot: Joconde. Olíumálverk eftir Louis-Michel van Loo (1707-1771) frá árinu 1767. Sótt 3. 10. 2011.
  • Encyclopédie: Encyclopédie á Wikipedia. Sótt 3. 10. 2011.

Höfundar

Henry Alexander Henrysson

doktor í heimspeki

doktorsnemi í heimspeki við HÍ

Útgáfudagur

4.10.2011

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Henry Alexander Henrysson og Jakob Guðmundur Rúnarsson. „Hver var Denis Diderot og hvert var hans framlag til fræðanna?“ Vísindavefurinn, 4. október 2011. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=60799.

Henry Alexander Henrysson og Jakob Guðmundur Rúnarsson. (2011, 4. október). Hver var Denis Diderot og hvert var hans framlag til fræðanna? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=60799

Henry Alexander Henrysson og Jakob Guðmundur Rúnarsson. „Hver var Denis Diderot og hvert var hans framlag til fræðanna?“ Vísindavefurinn. 4. okt. 2011. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=60799>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver var Denis Diderot og hvert var hans framlag til fræðanna?
Denis Diderot fæddist þann fimmta október árið 1713 í bænum Langres í því héraði Frakklands sem nefnist Haute-Marne. Frá tíu ára aldri gekk Diderot í skóla sem var rekinn af jesúítum í heimabyggð hans og þótti slíkur fyrirmyndarnemandi að vonir stóðu til þess að hann myndi velja sér starfsframa innan kirkjunnar og var hann raunar kominn á fremsta hlunn með að ganga í klaustur. En í kjölfar dauða móður sinnar árið 1728 virðist Diderot af einhverjum sökum hafa orðið afhuga kirkjulegum frama. Seinna sama ár var hinn fimmtán ára Diderot lentur í hringiðu mennta og menningar í stórborginni París sem varð starfsvettvangur hans allt til dauðadags þann 31. júlí 1784.

Eftir að hafa lokið meistaraprófi í listum frá Parísarháskóla árið 1732 reyndi Diderot fyrir sér í laganámi sem hann flosnaði upp úr, enda margt sem glóp ungan mann á þessum árum í París. Fyrir utan þá formlegu menntun sem Diderot naut á þessum árum náði hann traustum tökum á fjölmörgum tungumálum, þar á meðal ítölsku og ensku, auk þess sem hann drakk í sig helstu stefnur og strauma í menningarlífi Parísar. Það var þýðing hans á Inquiry concerning Virtue and Merit eftir enska heimspekinginn Shaftesbury (1671-1713) sem fyrst vakti almenna athygli á honum árið 1745. Ári síðar leit dagsins ljós verkið Pensées philosophiques sem þótti bæði frumlegt og djarft, en var fyrst og fremst umdeilt, raunar svo umdeilt að það var dæmt á bálið af yfirvöldum. Reyndar má ætla að sú ráðstöfun hafi einungis aukið hróður hans. Segja má að þessi tvö verk hafi gefið tóninn fyrir heimspekilega afstöðu Diderot sem einkenndist af frjálslyndi og trú á möguleika mannsins til að komast að hinu sanna með beitingu skynseminnar og sterkri andúð á hvers kyns kreddum. Sama ár, 1746, hófust afskipti Diderot að útgáfu franskrar alfræðibókar sem átti eftir að vera viðfangsefni hans í tuttugu og sex ár og halda nafni hans á lofti um ókomna tíð.

Denis Diderot (1713-1784). Olíumálverk eftir Louis-Michel van Loo (1707-1771) frá árinu 1767.

Hvergi kristallast andi upplýsingarinnar betur en í þessari alfræðibók sem nefndist Encyclopédie, ou dictionnaire raisonné des sciences, des arts et des métiers (sem mætti þýða sem Alfræðirit og vel skipulögð orðabók um vísindi, listir og iðngreinar). Grundvöllur þess var samstarf ólíkra höfunda sem hver um sig rannsakaði viðfangsefni sitt á sjálfstæðan og gagnrýninn hátt og miðlaði því til almennra lesenda. Efnistökum og framsetningu réð fyrst og fremst dómgreind höfunda en ekki fyrirfram gefið gildismat valdhafa. Meðal þeirra færslna sem Diderot skrifaði sjálfur var útskýring á „alfræðibók“ þar sem hann lýsir markmiði Alfræðibókarinnar sem því að breyta hugsunarhætti mannsins.

Byltingarkennd hugmyndafræði og heimspekileg róttækni Alfræðibókarinnar var slík að andleg og veraldleg yfirvöld sáu sig knúin til að bregðast við og árið 1759 var Alfræðibókin fordæmd bæði af kaþólsku kirkjunni og af franska þinginu. Meðal annars af þeim sökum komu síðustu tíu bindin ekki út fyrr en 1766 og þurfti Diderot að semja mikið efni sjálfur því margir höfðu gengið úr skaftinu í ljósi þeirrar andstöðu sem útgáfan mætti. Diderot lagði sig allan í sölurnar við ritun Alfræðibókarinnar. Hann kynnti sér og vann störf handverks- og iðnaðarmanna til að geta gert sem skýrasta og ítarlegasta grein fyrir aðferðum þeirra. Segja má að hann hafi rannsakað á daginn, skrifað á kvöldin, prófarkalesið á nóttunni og ritstýrt þess á milli. Starfið var svo erfitt og krefjandi, bæði andlega og líkamlega, að það setti varanlegt mark á heilsu Diderot.

Mörg þeirra rita sem eru í dag talin vera merkustu verk Diderot voru ekki gefin út fyrr en að honum látnum. Áhrif Diderot á samtíma sinn verða hins vegar ekki skýrð í ljósi verka sem sum komu ekki út fyrr en á nítjándu öld. Þá verður annars vegar að hafa í huga útbreiðslu og áhrif Alfræðibókarinnar og þau fjölmörgu verk sem Diderot lét frá sér fara um efni af gríðarlega fjölbreyttum toga sem áttu eftir að hafa varanleg áhrif á evrópska menningu. Það voru þó ekki síst hin fjölmörgu og vinsælu leikrit Diderot sem miðluðu heimsmynd hans og hugsjón upplýsingarinnar til mjög breiðs hóps á mjög áleitinn máta. Ritgerðir hans endurspegluðu sömuleiðis hugsjónir upplýsingarinnar á öðrum sviðum. Nægir þar að nefna Samtal föður við börn sín (1770) þar sem tekið er á uppeldismálum og Um konur (1772) sem er merk hugleiðing um aukin réttindi kvenna.

Titilsíða Alfræðibókarinnar.

Húmanismi var eitt sterkasta einkennið á höfundarverki Denis Diderot og felur heimspeki hans að mörgu leyti í sér hugmyndafræðilegan kjarna upplýsingarinnar. Ekki bara á sviðum mannlegrar þekkingar, heimspeki, vísinda og lista heldur einnig í pólitískum og félagslegum skilningi. Í fyrsta bindi Alfræðibókarinnar var því til að mynda haldið fram að sjálfsákvörðunarréttur ríkja lægi hjá almenningi, og að almannaviljinn væri grundvöllur ríkisvaldsins. Þar með lagði hún lóð sín á vogarskálar ferskra hugmynda um mikilvægi einstaklingsins og umbætur í átt til lýðræðis. Alfræðibókin skilgreindi hugtök í samræmi við hugsjónir upplýsingarinnar. Hún var „höfuðvígi“ þeirrar hugmyndafræði sem einkenndi alla menningu upplýsingarinnar, að manninum væri ætlað að hugsa og vita. Hún átti að svala náttúrulegri þekkingarþrá mannsins og breyta hugsunarhætti hans og menningu.

Diderot taldi að leiðin til þekkingar hlyti að byrja með efa. Auk þess að ganga fram af samtíma sínum ögraði hann einnig sjálfum sér og kenningum sínum á öllum sviðum mannlegrar þekkingar. Heimspekilegar forsendur og aðferð Diderot kristallast einna skýrast í Draumi d‘Alembert þar sem húmanismi hans naut sín ekki síður en efnishyggja og náttúruhyggja í umgjörð sem væri einna best lýst sem einhyggju í anda Baruchs Spinoza (1632-1677). Efnishyggja Diderot var reyndar af nokkuð sérstökum toga, því þó svo að hann hafi óneitanlega sótt í brunn landa síns, René Descartes (1596-1650), sem hafði grundvallað heimsmynd sína á efni og hreyfingu, þá taldi hann, ólíkt Descartes, að „hreyfing“ væri eðlislægur hluti efnis. Að því leyti svipar heimsmynd hans nokkuð til mónöðufræða þýska heimspekingsins, Gottfrieds Leibniz (1646–1716), en um hann skrifaði Diderot lofsamlega grein í Alfræðibókinni.

Diderot var sérstaklega vel að sér í líffræði og var hann eindreginn talsmaður líffræðilegrar þróunarkenningar. Hann taldi að erfðir og líkamlegir þættir léku mun stærra hlutverk í þróun og mótun mannlífsins heldur en félagslegir-, sögulegir- og umhverfisþættir. Þó svo að efnishyggja Diderot hafi verið skýr og gegnt mikilvægu hlutverki í heimsmynd hans þá er mikilvægt að hafa hugfast að hann gerði skýran greinarmun á forlagahyggju annars vegar og nauðhyggju hins vegar. Diderot trúði í einlægni á getu mannsins til að hafa áhrif á líf og umhverfi sitt. Maðurinn er ekki ofurseldur náttúrlegum ferlum. Hugur hans, jafnt ímyndunarafl og óhlutbundin hugsun, er virkt afl í heiminum. Þó svo að gera megi grein fyrir náttúrunni á lögbundinn hátt á grundvelli efnishyggju þá er ekki hægt að gera grein fyrir mannlegum athöfnum á sama hátt og atferli dýra er útskýrt. Þegar allt kom til alls lagði Diderot áherslu á stóískar dygðir sem hann taldi vera hluta hins raunverulega siðferðis sem var svo gjörólíkt þeirri veraldlegu fágun og ofsiðun sem einkenndi efri lög þess samfélags sem hann tilheyrði.

Denis Diderot uppfyllti markmið Alfræðibókarinnar um að breyta hugsunarhætti mannsins. En eins og svo margir af helstu höfundum upplýsingarinnar afrekaði Diderot það ekki með strangfræðilegum skrifum og rannsóknum. Í því liggur þversagnarkennt eðli hennar. Rökhyggjan og vísindatrúin sem boðuð var í upplýsingunni er ekki einkenni á helstu verkum tímabilsins. Það var fyrst og fremst hugmyndaauðgi, ímyndunarafl og hugsjónir sem gáfu þessum verkum það vægi sem var nauðsynlegt til að hrífa lesandann með sér og breyta hugsunarhætti hans.

Verk eftir Diderot á íslensku:

  • Jakob forlagasinni og meistari hans. Þýðandi Friðrik Rafnsson. Reykjavík: Mál og menning, 1996.
  • Frændi Rameaus. Þýðandi Friðrik Rafnsson. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2000.

Myndir:
  • Diderot: Joconde. Olíumálverk eftir Louis-Michel van Loo (1707-1771) frá árinu 1767. Sótt 3. 10. 2011.
  • Encyclopédie: Encyclopédie á Wikipedia. Sótt 3. 10. 2011.
...