Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvað er rafdrægni?

Emelía Eiríksdóttir

Rafdrægni (einnig kallað rafneikvæðni, e. electronegativity) er mælikvarði á tilhneigingu frumeindar til að draga til sín rafeindir úr efnatengi. Bandaríski efnafræðingurinn Linus Pauling (1901-1994) setti fram hugmyndina um rafdrægni árið 1932 en þessi eiginleiki er reiknaður út frá öðrum eiginleikum frumeindanna.

Vetni er notað sem viðmiðunarpunktur á rafdrægniskalanum og er rafdrægni, sem er táknað með gríska bókstafnum chi (χ), því einingarlaus tala. Rafdrægni vetnis var sett sem 2.1 og raða rafdrægnitölurnar sér inn á svokallaðan Pauling-kvarða sem nær frá 0,7 til 4,0, það er að segja frá frumefninu með lægstu rafdrægnina (fransín, Fr) að frumefninu með þá hæstu (flúor, F). Rafdrægni eykst frá frumefninu fransín bæði upp lotukerfið og til hægri að flúor, eins og sést á myndinni hér að neðan.

Lotukerfið þar sem rafdrægni frumefnanna er gefin til kynna. Því hærri sem talan inni í rammanum fyrir hvert frumefni er, því rafdrægnara er frumefnið.

Mismun á rafdrægni frumeindanna sem standa að efnatenginu má nota til að draga ályktanir að gerð efnatengisins. Ef lítill eða enginn munur er á rafdrægni frumeindanna er um óskautað samgilt tengi að ræða. Ef munurinn er mikill er efnatengið jónískt. Viðmiðunartölur má sjá í töflunni hér að neðan.

Mismun á rafdrægni frumeinda sem standa að efnatengi má nota til að segja til um gerð efnatengisins

Mismunur á rafdrægniGerð efnatengis milli frumeindanna
0-0,5Óskautað samgilt tengi (e. non-polar covalent bond). Frumeindirnar deila rafeindunum í efnatenginu jafnt á milli sín.
0,5-1,7Skautað samgilt tengi (e. polar covalent bond). Frumeindirnar deila rafeindunum en ekki alveg jafnt; rafeindirnar liggja nær rafdrægnara frumefninu.
1,7-4,0Jónatengi (e. ionic bond). Rafdrægnari frumefnið hefur dregið til sín rafeind frá frumefninu með minni rafdrægni.

Mismunur á rafdrægni súrefnis og vetnis er: 3,5 - 2,1 = 1,4 sem þýðir að í vatnssameind (H2O) eru skautuð samgild tengi.

Þekkt jónískt efni er matarsalt (NaCl). Mismunurinn á rafdrægni natríns og klórs er: 3,0 - 0,9 = 2,1 sem stemmir vel við gildin í töflunni að ofan.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

Emelía Eiríksdóttir

efnafræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

7.4.2011

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Emelía Eiríksdóttir. „Hvað er rafdrægni?“ Vísindavefurinn, 7. apríl 2011. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=59286.

Emelía Eiríksdóttir. (2011, 7. apríl). Hvað er rafdrægni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=59286

Emelía Eiríksdóttir. „Hvað er rafdrægni?“ Vísindavefurinn. 7. apr. 2011. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=59286>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er rafdrægni?
Rafdrægni (einnig kallað rafneikvæðni, e. electronegativity) er mælikvarði á tilhneigingu frumeindar til að draga til sín rafeindir úr efnatengi. Bandaríski efnafræðingurinn Linus Pauling (1901-1994) setti fram hugmyndina um rafdrægni árið 1932 en þessi eiginleiki er reiknaður út frá öðrum eiginleikum frumeindanna.

Vetni er notað sem viðmiðunarpunktur á rafdrægniskalanum og er rafdrægni, sem er táknað með gríska bókstafnum chi (χ), því einingarlaus tala. Rafdrægni vetnis var sett sem 2.1 og raða rafdrægnitölurnar sér inn á svokallaðan Pauling-kvarða sem nær frá 0,7 til 4,0, það er að segja frá frumefninu með lægstu rafdrægnina (fransín, Fr) að frumefninu með þá hæstu (flúor, F). Rafdrægni eykst frá frumefninu fransín bæði upp lotukerfið og til hægri að flúor, eins og sést á myndinni hér að neðan.

Lotukerfið þar sem rafdrægni frumefnanna er gefin til kynna. Því hærri sem talan inni í rammanum fyrir hvert frumefni er, því rafdrægnara er frumefnið.

Mismun á rafdrægni frumeindanna sem standa að efnatenginu má nota til að draga ályktanir að gerð efnatengisins. Ef lítill eða enginn munur er á rafdrægni frumeindanna er um óskautað samgilt tengi að ræða. Ef munurinn er mikill er efnatengið jónískt. Viðmiðunartölur má sjá í töflunni hér að neðan.

Mismun á rafdrægni frumeinda sem standa að efnatengi má nota til að segja til um gerð efnatengisins

Mismunur á rafdrægniGerð efnatengis milli frumeindanna
0-0,5Óskautað samgilt tengi (e. non-polar covalent bond). Frumeindirnar deila rafeindunum í efnatenginu jafnt á milli sín.
0,5-1,7Skautað samgilt tengi (e. polar covalent bond). Frumeindirnar deila rafeindunum en ekki alveg jafnt; rafeindirnar liggja nær rafdrægnara frumefninu.
1,7-4,0Jónatengi (e. ionic bond). Rafdrægnari frumefnið hefur dregið til sín rafeind frá frumefninu með minni rafdrægni.

Mismunur á rafdrægni súrefnis og vetnis er: 3,5 - 2,1 = 1,4 sem þýðir að í vatnssameind (H2O) eru skautuð samgild tengi.

Þekkt jónískt efni er matarsalt (NaCl). Mismunurinn á rafdrægni natríns og klórs er: 3,0 - 0,9 = 2,1 sem stemmir vel við gildin í töflunni að ofan.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:

Mynd:...