Sólin Sólin Rís 05:51 • sest 21:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 09:47 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:02 • Síðdegis: 12:48 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:36 • Síðdegis: 18:53 í Reykjavík

Geta auglýsingar haft bein áhrif á börn?

Guðbjörg Hildur Kolbeins

Spyrjandi bætir við:

Eru til dæmi á Íslandi um að auglýsingum sé beint að börnum?

Til að auglýsing geti haft bein áhrif á börn þurfa þau bæði að gera sér grein fyrir að um auglýsingu sé að ræða og vita hver tilgangur auglýsingarinnar sé. Talið er að börn geti greint auglýsingar frá öðru dagskrárefni við fimm ára aldur og að tveimur til þremur árum seinna geri þau sér grein fyrir að með auglýsingum sé reynt að fá þau til að kaupa tilteknar vörur.

Auglýsingar hafa áhrif á viðhorf barna. Vitað er að börn langar í þær vörur sem þau sjá auglýstar og barn getur haft jákvætt viðhorf til vöru í að minnsta kosti heila viku eftir að það sá hana auglýsta. Áhrifamáttur auglýsingarinnar eykst ef leikföng eru höfð með vörunni og ef sá sem auglýsir vöruna er einhver sem börn þekkja vel og líkar vel við, til dæmis persóna úr sjónvarpsþáttum.


Í auglýsingum skyndibitakeðja eins og McDonald's er maturinn gjarnan tengdur við leikföng sem börn sækjast eftir. Þetta eykur áhrif auglýsinganna.

Rannsóknir hafa einnig sýnt að börn biðja foreldra sína um að kaupa þær vörur sem þau hafa séð í auglýsingum og að iðulega verði foreldrar við óskum barna sinna. Neiti foreldrar að kaupa umbeðna vöru getur það valdið ágreiningi og togstreitu.

Það hefur einnig sýnt sig að auglýsingar geta haft bein áhrif á mataræði barna. Tilraun sem var gerð á fimm til átta ára gömlum börnum í sumarbúðum leiddi í ljós að börn sem sáu augýsingar um sælgæti og sykraða drykki voru líklegri en önnur börn til að neyta slíkrar fæðu.

Áfengisauglýsingar eru margar hannaðar til að höfða til barna og unglinga þar sem þær sýna yfirleitt ungt og fallegt fólk, sem nýtur velgengni í lífinu, að skemmta sér. Séu slíkar auglýsingar tengdar við kynlíf eða frægt fólk eykur það áhrif þeirra á unglinga. Rannsóknir sem gerðar hafa verið á áhrifum áfengisauglýsinga, sérstaklega bjórauglýsinga, á börn og unglinga benda flestar til að börn og unglingar sem sjá mikið af bjórauglýsingum haldi að þeir sem neyti áfengis séu eins og fólkið í auglýsingunum, það er að segja fallegir og velstæðir. Börn og unglingar sem horfa mikið á bjórauglýsingar hafa jákvæðara viðhorf til áfengisneyslu og byrja fyrr að neyta áfengis en jafnaldrar þeirra. Þau halda jafnframt að það sé í lagi að vera undir áhrifum áfengis, eru líklegri til að drekka og drekka þá mikið, og eru einnig líklegri en jafnaldrar sínir til að aka undir áhrifum áfengis.

Hér á landi er mörgum auglýsingum beint að börnum og má til dæmis nefna leikfangaauglýsingar og auglýsingar sumra skyndibitastaða.

Frekara lesefni og mynd

Höfundur

doktor í fjölmiðlafræði

Útgáfudagur

1.2.2006

Spyrjandi

Ágústa Guðmundsdóttir

Tilvísun

Guðbjörg Hildur Kolbeins. „Geta auglýsingar haft bein áhrif á börn? “ Vísindavefurinn, 1. febrúar 2006. Sótt 16. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5609.

Guðbjörg Hildur Kolbeins. (2006, 1. febrúar). Geta auglýsingar haft bein áhrif á börn? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5609

Guðbjörg Hildur Kolbeins. „Geta auglýsingar haft bein áhrif á börn? “ Vísindavefurinn. 1. feb. 2006. Vefsíða. 16. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5609>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Geta auglýsingar haft bein áhrif á börn?
Spyrjandi bætir við:

Eru til dæmi á Íslandi um að auglýsingum sé beint að börnum?

Til að auglýsing geti haft bein áhrif á börn þurfa þau bæði að gera sér grein fyrir að um auglýsingu sé að ræða og vita hver tilgangur auglýsingarinnar sé. Talið er að börn geti greint auglýsingar frá öðru dagskrárefni við fimm ára aldur og að tveimur til þremur árum seinna geri þau sér grein fyrir að með auglýsingum sé reynt að fá þau til að kaupa tilteknar vörur.

Auglýsingar hafa áhrif á viðhorf barna. Vitað er að börn langar í þær vörur sem þau sjá auglýstar og barn getur haft jákvætt viðhorf til vöru í að minnsta kosti heila viku eftir að það sá hana auglýsta. Áhrifamáttur auglýsingarinnar eykst ef leikföng eru höfð með vörunni og ef sá sem auglýsir vöruna er einhver sem börn þekkja vel og líkar vel við, til dæmis persóna úr sjónvarpsþáttum.


Í auglýsingum skyndibitakeðja eins og McDonald's er maturinn gjarnan tengdur við leikföng sem börn sækjast eftir. Þetta eykur áhrif auglýsinganna.

Rannsóknir hafa einnig sýnt að börn biðja foreldra sína um að kaupa þær vörur sem þau hafa séð í auglýsingum og að iðulega verði foreldrar við óskum barna sinna. Neiti foreldrar að kaupa umbeðna vöru getur það valdið ágreiningi og togstreitu.

Það hefur einnig sýnt sig að auglýsingar geta haft bein áhrif á mataræði barna. Tilraun sem var gerð á fimm til átta ára gömlum börnum í sumarbúðum leiddi í ljós að börn sem sáu augýsingar um sælgæti og sykraða drykki voru líklegri en önnur börn til að neyta slíkrar fæðu.

Áfengisauglýsingar eru margar hannaðar til að höfða til barna og unglinga þar sem þær sýna yfirleitt ungt og fallegt fólk, sem nýtur velgengni í lífinu, að skemmta sér. Séu slíkar auglýsingar tengdar við kynlíf eða frægt fólk eykur það áhrif þeirra á unglinga. Rannsóknir sem gerðar hafa verið á áhrifum áfengisauglýsinga, sérstaklega bjórauglýsinga, á börn og unglinga benda flestar til að börn og unglingar sem sjá mikið af bjórauglýsingum haldi að þeir sem neyti áfengis séu eins og fólkið í auglýsingunum, það er að segja fallegir og velstæðir. Börn og unglingar sem horfa mikið á bjórauglýsingar hafa jákvæðara viðhorf til áfengisneyslu og byrja fyrr að neyta áfengis en jafnaldrar þeirra. Þau halda jafnframt að það sé í lagi að vera undir áhrifum áfengis, eru líklegri til að drekka og drekka þá mikið, og eru einnig líklegri en jafnaldrar sínir til að aka undir áhrifum áfengis.

Hér á landi er mörgum auglýsingum beint að börnum og má til dæmis nefna leikfangaauglýsingar og auglýsingar sumra skyndibitastaða.

Frekara lesefni og mynd

...