Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík

Eru mörgæsir veiddar og borðaðar af okkur mönnunum?

Jón Már Halldórsson

Fyrr á tímum voru mörgæsir mikið veiddar enda auðvelt að ná þeim þar sem þær eru hægfara á landi og forvitnar. Kjötið af þeim var nýtt til matar og sömuleiðis eggin. Fitan var brædd og flutt til Evrópu þar sem hún var meðal annars notuð við sútun á leðri og sem ljósgjafi. Skinn mörgæsanna var svo notað í hatta, skó og töskur.

Án þess að við höfum áreiðanlegar tölur um mörgæsaveiðar er ljóst að þær voru verulegar. Árið 1867 er talið að fyrirtæki á Falklandseyjum hafi veitt um 405.000 mörgæsir. Á 19. öld var mörgum mörgæsabyggðum við Suður-Afríku eytt og áætlað er að eggjasafnarar hafi á nokkrum árum tekið 13 milljónir eggja.



Í dag eru mörgæsir friðaðar. Þrátt fyrir það reyndi japanskt fyrirtæki að fá leyfi til mörgæsaveiða á 9. áratug síðustu aldar og ætlunin var meðal annars að nota skinnið í golfhanska. Fyrirtækið varð gjaldþrota áður en ákvörðun um leyfisveitingu var tekin en ætla mætti að ef vilyrði hefði fengist hefðu umhverfis- og náttúrusamtök víða um heim mótmælt kröftuglega.

Þótt veiðar ógni ekki tilveru mörgæsa í dag eru margir aðrir þættir sem gera það. Þar má nefna að ofnýting fiskistofna í Suðurhöfum getur haft slæmar afleiðingar fyrir afkomu mörgæsa. Einnig hafa búsvæði þeirra víða í Afríku verið eyðilögð. Aðrar dýrategundir sem hafa verið fluttar, viljandi eða óviljandi, til eyja sem mörgæsir byggja hafa valdið hnignun mörgæsastofna. Rottur leggjast á egg mörgæsanna en refir gera það einnig og éta líka ungana. Þrjár mörgæsategundir hafa verið sérlega hart leiknar af okkur mönnunum en það eru afríkumörgæsin (Spheniscus demersus), gulaugnamörgæs (Megadyptes antipodes) og humboldtsmörgæs (Spheniscus humboldti).

Mynd: Gerhard Suder's Fotoseite

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

20.10.2004

Spyrjandi

Þórey Pétursdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Eru mörgæsir veiddar og borðaðar af okkur mönnunum?“ Vísindavefurinn, 20. október 2004. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4566.

Jón Már Halldórsson. (2004, 20. október). Eru mörgæsir veiddar og borðaðar af okkur mönnunum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4566

Jón Már Halldórsson. „Eru mörgæsir veiddar og borðaðar af okkur mönnunum?“ Vísindavefurinn. 20. okt. 2004. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4566>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Eru mörgæsir veiddar og borðaðar af okkur mönnunum?
Fyrr á tímum voru mörgæsir mikið veiddar enda auðvelt að ná þeim þar sem þær eru hægfara á landi og forvitnar. Kjötið af þeim var nýtt til matar og sömuleiðis eggin. Fitan var brædd og flutt til Evrópu þar sem hún var meðal annars notuð við sútun á leðri og sem ljósgjafi. Skinn mörgæsanna var svo notað í hatta, skó og töskur.

Án þess að við höfum áreiðanlegar tölur um mörgæsaveiðar er ljóst að þær voru verulegar. Árið 1867 er talið að fyrirtæki á Falklandseyjum hafi veitt um 405.000 mörgæsir. Á 19. öld var mörgum mörgæsabyggðum við Suður-Afríku eytt og áætlað er að eggjasafnarar hafi á nokkrum árum tekið 13 milljónir eggja.



Í dag eru mörgæsir friðaðar. Þrátt fyrir það reyndi japanskt fyrirtæki að fá leyfi til mörgæsaveiða á 9. áratug síðustu aldar og ætlunin var meðal annars að nota skinnið í golfhanska. Fyrirtækið varð gjaldþrota áður en ákvörðun um leyfisveitingu var tekin en ætla mætti að ef vilyrði hefði fengist hefðu umhverfis- og náttúrusamtök víða um heim mótmælt kröftuglega.

Þótt veiðar ógni ekki tilveru mörgæsa í dag eru margir aðrir þættir sem gera það. Þar má nefna að ofnýting fiskistofna í Suðurhöfum getur haft slæmar afleiðingar fyrir afkomu mörgæsa. Einnig hafa búsvæði þeirra víða í Afríku verið eyðilögð. Aðrar dýrategundir sem hafa verið fluttar, viljandi eða óviljandi, til eyja sem mörgæsir byggja hafa valdið hnignun mörgæsastofna. Rottur leggjast á egg mörgæsanna en refir gera það einnig og éta líka ungana. Þrjár mörgæsategundir hafa verið sérlega hart leiknar af okkur mönnunum en það eru afríkumörgæsin (Spheniscus demersus), gulaugnamörgæs (Megadyptes antipodes) og humboldtsmörgæs (Spheniscus humboldti).

Mynd: Gerhard Suder's Fotoseite...