Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Útrýmdu Rómverjar einhverjum dýrategundum í Evrópu vegna eftirspurnar frá hringleikahúsunum?

Jón Már Halldórsson

Í svari á Vísindavefnum við spurningunni Hvaða skemmtanir fóru fram í hringleikahúsum Rómverja? segir meðal annars:
Á stórum uppákomum var allt að 11.000 dýrum slátrað í hringleikahúsi – ljónum, björnum, nautgripum, flóðhestum, tígrum og krókódílum. Rómverjar voru sendir vítt og breitt um heiminn í leit að dýrum til að fóðra leikana.

Ljónin sem þarna börðust komu frá Norður-Afríku, því Rómverjar gátu ekki veitt ljón á þeim stöðum þar sem þau finnast í dag. Þessi ljón voru af deilitegund ljóna sem nefnist berbaljón (Panthera leo leo).



Þegar múslímar náðu völdum í Egyptalandi fyrir um 1400 árum var ljónastofn landsins nærri útdauður en annars staðar í Norður-Afríku var ástandið betra. Talið er að síðustu villtu berbaljónin hafi verið drepin í Marokkó snemma á síðust öld en örfá dýr lifa í dýragörðum.

Því er ekki hægt að segja að berbaljónin hafi beinlínis dáið út vegna umfangsmikilla veiða Rómverja. Engu að síður er hugsanlegt að stofnarnir á svæðinu hafi ekki hafa náð sér á strik eftir að Rómverjar hófu veiðar á þeim á sínum tíma.

Rómverjar notuðu fleiri dýrategundir í hringleikahúsin eins og fram kemur í upphafi svars, svo sem tígrisdýr frá Kaspíahafi en það var deilitegund sem dó út rétt fyrir miðja síðustu öld. Enn er eitthvað eftir af bjarndýrum á takmörkuðum svæðum í Evrópu en þau eru víðast horfin annars staðar á þeim svæðum sem rómverska heimsveldið náði yfir.

Að mati fornleifafræðinga hurfu mörg stærri spendýr af stórum landsvæðum vegna sýninga í hringleikahúsunum. Önnur meinlausari dýr eins og gíraffar, strútar, fílar og flóðhestar, sem fengin voru frá Norður-Afríku og Miðausturlöndum, hurfu einnig af stórum svæðum innan marka Rómaveldis sökum ofveiði. Með þeim hafa eflaust nokkrar deilitegundir þessara tegunda horfið af yfirborði jarðar þó tegundunum sjálfum farnist nú bærilega á annars staðar, sérstaklega í sunnanverðri Afríku en þangað náðu áhrif Rómaveldis ekki.

Heimild og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

11.6.2004

Spyrjandi

Baldvin Freysteinsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Útrýmdu Rómverjar einhverjum dýrategundum í Evrópu vegna eftirspurnar frá hringleikahúsunum?“ Vísindavefurinn, 11. júní 2004. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4346.

Jón Már Halldórsson. (2004, 11. júní). Útrýmdu Rómverjar einhverjum dýrategundum í Evrópu vegna eftirspurnar frá hringleikahúsunum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4346

Jón Már Halldórsson. „Útrýmdu Rómverjar einhverjum dýrategundum í Evrópu vegna eftirspurnar frá hringleikahúsunum?“ Vísindavefurinn. 11. jún. 2004. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4346>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Útrýmdu Rómverjar einhverjum dýrategundum í Evrópu vegna eftirspurnar frá hringleikahúsunum?
Í svari á Vísindavefnum við spurningunni Hvaða skemmtanir fóru fram í hringleikahúsum Rómverja? segir meðal annars:

Á stórum uppákomum var allt að 11.000 dýrum slátrað í hringleikahúsi – ljónum, björnum, nautgripum, flóðhestum, tígrum og krókódílum. Rómverjar voru sendir vítt og breitt um heiminn í leit að dýrum til að fóðra leikana.

Ljónin sem þarna börðust komu frá Norður-Afríku, því Rómverjar gátu ekki veitt ljón á þeim stöðum þar sem þau finnast í dag. Þessi ljón voru af deilitegund ljóna sem nefnist berbaljón (Panthera leo leo).



Þegar múslímar náðu völdum í Egyptalandi fyrir um 1400 árum var ljónastofn landsins nærri útdauður en annars staðar í Norður-Afríku var ástandið betra. Talið er að síðustu villtu berbaljónin hafi verið drepin í Marokkó snemma á síðust öld en örfá dýr lifa í dýragörðum.

Því er ekki hægt að segja að berbaljónin hafi beinlínis dáið út vegna umfangsmikilla veiða Rómverja. Engu að síður er hugsanlegt að stofnarnir á svæðinu hafi ekki hafa náð sér á strik eftir að Rómverjar hófu veiðar á þeim á sínum tíma.

Rómverjar notuðu fleiri dýrategundir í hringleikahúsin eins og fram kemur í upphafi svars, svo sem tígrisdýr frá Kaspíahafi en það var deilitegund sem dó út rétt fyrir miðja síðustu öld. Enn er eitthvað eftir af bjarndýrum á takmörkuðum svæðum í Evrópu en þau eru víðast horfin annars staðar á þeim svæðum sem rómverska heimsveldið náði yfir.

Að mati fornleifafræðinga hurfu mörg stærri spendýr af stórum landsvæðum vegna sýninga í hringleikahúsunum. Önnur meinlausari dýr eins og gíraffar, strútar, fílar og flóðhestar, sem fengin voru frá Norður-Afríku og Miðausturlöndum, hurfu einnig af stórum svæðum innan marka Rómaveldis sökum ofveiði. Með þeim hafa eflaust nokkrar deilitegundir þessara tegunda horfið af yfirborði jarðar þó tegundunum sjálfum farnist nú bærilega á annars staðar, sérstaklega í sunnanverðri Afríku en þangað náðu áhrif Rómaveldis ekki.

Heimild og mynd:...