Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hver er munurinn á krafti og orku?

ÞV

Kraftur er það þegar einn hlutur verkar á annan og leitast við að breyta hreyfingu hans, ýta honum úr stað ef hann er kyrrstæður eða breyta hraða hans ef hann er á ferð.

Kraftur getur framkvæmt vinnu sem kallað er. Það gerist ef átakspunktur kraftsins færist til. Í einföldum dæmum er vinnan einfaldlega krafturinn sinnum færslan. Þegar við lyftum hlut frá gólfinu upp á borð er vinnan krafturinn sinnum hæðin. Þegar hlutur dettur af borði niður á gólf er vinna þyngdarkraftsins sama og þyngd hlutarins sinnum hæðin.

Rússíbani hefur ákveðna stöðuorku í efstu hæð sem breytist svo í hreyfiorku þegar hann geysist niður.

Líta má á orku sem hæfileikann eða getuna til að framkvæma vinnu. Orka getur líka orðið til með vinnu og skilað sér aftur yfir í vinnu. Þegar hlutur fellur frá kyrrstöðu með vaxandi hraða segjum við að hann fái sífellt meiri hreyfiorku. Hún er í hlutfalli við hraða hlutarins margfaldaðan með sjálfum sér. Við getum breytt þessari hreyfiorku aftur í vinnu til dæmis með því að láta hlutinn rekast á eitthvað.

Þegar við lyftum hlut gefum við honum stöðuorku sem kallað er. Hún er í hlutfalli við hæðina. Þessi stöðuorka getur til dæmis breyst í hreyfiorku ef hluturinn dettur aftur niður á gólf, og svo framvegis.

Munurinn sem spurt er um er sem sagt sá að orka er jafngildi vinnu og vinna er kraftur sinnum vegalengd eða færsla.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Útgáfudagur

31.3.2004

Spyrjandi

Guðrún Guðmundsdóttir

Tilvísun

ÞV. „Hver er munurinn á krafti og orku? “ Vísindavefurinn, 31. mars 2004. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4118.

ÞV. (2004, 31. mars). Hver er munurinn á krafti og orku? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4118

ÞV. „Hver er munurinn á krafti og orku? “ Vísindavefurinn. 31. mar. 2004. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4118>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er munurinn á krafti og orku?
Kraftur er það þegar einn hlutur verkar á annan og leitast við að breyta hreyfingu hans, ýta honum úr stað ef hann er kyrrstæður eða breyta hraða hans ef hann er á ferð.

Kraftur getur framkvæmt vinnu sem kallað er. Það gerist ef átakspunktur kraftsins færist til. Í einföldum dæmum er vinnan einfaldlega krafturinn sinnum færslan. Þegar við lyftum hlut frá gólfinu upp á borð er vinnan krafturinn sinnum hæðin. Þegar hlutur dettur af borði niður á gólf er vinna þyngdarkraftsins sama og þyngd hlutarins sinnum hæðin.

Rússíbani hefur ákveðna stöðuorku í efstu hæð sem breytist svo í hreyfiorku þegar hann geysist niður.

Líta má á orku sem hæfileikann eða getuna til að framkvæma vinnu. Orka getur líka orðið til með vinnu og skilað sér aftur yfir í vinnu. Þegar hlutur fellur frá kyrrstöðu með vaxandi hraða segjum við að hann fái sífellt meiri hreyfiorku. Hún er í hlutfalli við hraða hlutarins margfaldaðan með sjálfum sér. Við getum breytt þessari hreyfiorku aftur í vinnu til dæmis með því að láta hlutinn rekast á eitthvað.

Þegar við lyftum hlut gefum við honum stöðuorku sem kallað er. Hún er í hlutfalli við hæðina. Þessi stöðuorka getur til dæmis breyst í hreyfiorku ef hluturinn dettur aftur niður á gólf, og svo framvegis.

Munurinn sem spurt er um er sem sagt sá að orka er jafngildi vinnu og vinna er kraftur sinnum vegalengd eða færsla.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur. ...