Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hver er algengasti fæðingardagur á Íslandi?

Gylfi Magnússon

Það er hægt að svara þessari spurningu á nokkra vegu, allt eftir því hvaða merking er lögð í 'á Íslandi'. Er átt við algengasta fæðingardag Íslendinga og skiptir þá máli hvort þeir búa á Íslandi eða ekki? Eða er átt við algengasta fæðingardag þeirra sem búa á Íslandi, sem eru vitaskuld ekki allir íslenskir ríkisborgarar? Strangt til tekið er líklega rétt að líta svo á að spurt sé um þann sem dag sem flestir hafa fæðst á hér á landi, hvort sem þeir eru íslenskir ríkisborgarar eða ekki. Þá er einnig vert að geta þess að hér fæðast auðvitað ekki bara manneskjur heldur einnig afkvæmi annarra dýrategunda en hér verður eingöngu horft til mannfólksins enda er ekki haldin nákvæm skráning um fæðingardag dýra.

Ákveðið var að reikna svarið út frá öllum núlifandi einstaklingum sem hafa fengið íslenska kennitölu og eru þá bæði meðtaldir Íslendingar sem búa í útlöndum og borgarar annarra ríkja sem hafa fengið íslenska kennitölu. Sumir þessara útlendinga búa hér en aðrir ekki. Alls eru þetta um 330 þúsund manns ef miðað er við áramótin 2002/2003. Svarið er 23. júní 1966 en nú er 31 einstaklingur með íslenska kennitölu fæddur þann dag.

Næst kemur 15. desember 1959 en 30 eru fæddir þann dag. Ef við horfum fram hjá ártalinu er svarið við spurningunni 28. apríl en 1.010 eru fæddir þann dag. Næst kemur 25. september en 1.003 eru fæddir þann dag.



Fimm ára afmælisveisla.

Að meðaltali eiga rétt tæplega 900 einstaklingar með íslenska kennitölu afmæli hvern dag ársins. Fæstir eru vitaskuld fæddir 29. febrúar enda kemur hann einungis á fjögurra ára fresti eða því sem næst. Þann dag eiga 227 einstaklingar með íslenska kennitölu afmæli. Næst kemur jóladagur, 25. desember, en 678 eiga afmæli þann dag.

Íslendingar virðast tregir til að fæðast á hátíðisdögum í desember því að þriðji sjaldgæfasti dagurinn er gamlársdagur og eiga 742 afmæli þann dag. Aðfangadagur er heldur ekkert sérlega vinsæll og eiga 752 afmæli þann dag. 17. júní nær hins vegar að vera yfir meðaltali því að 925 eiga afmæli á þjóðhátíðardaginn.

Almennt eru sumarmánuðirnir líka heldur vinsælli til barneigna. Flestir eiga afmæli í júlí eða 28.964 sem gerir 934 á dag. Litlu færri eiga afmæli í ágúst eða 28.816 sem gerir 930 á dag. September, með sína þrjátíu daga, á hins vegar vinninginn í fjölda afmælisbarna á dag því að í þeim mánuði eiga 943 afmæli á dag að meðaltali. Fæstir eiga eins og vænta má afmæli í febrúar, því að hann er stystur, eða 24.977 sem gerir 884 á dag. Ef tekið er tillit til dagafjölda er desember þó óvinsælastur því að einungis 832 eiga afmæli að meðaltali hvern dag þess mánaðar.

Mynd: The Childrens's Museum of Houston.

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

19.6.2003

Spyrjandi

Ríkarður Bragason

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hver er algengasti fæðingardagur á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 19. júní 2003. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3510.

Gylfi Magnússon. (2003, 19. júní). Hver er algengasti fæðingardagur á Íslandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3510

Gylfi Magnússon. „Hver er algengasti fæðingardagur á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 19. jún. 2003. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3510>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er algengasti fæðingardagur á Íslandi?
Það er hægt að svara þessari spurningu á nokkra vegu, allt eftir því hvaða merking er lögð í 'á Íslandi'. Er átt við algengasta fæðingardag Íslendinga og skiptir þá máli hvort þeir búa á Íslandi eða ekki? Eða er átt við algengasta fæðingardag þeirra sem búa á Íslandi, sem eru vitaskuld ekki allir íslenskir ríkisborgarar? Strangt til tekið er líklega rétt að líta svo á að spurt sé um þann sem dag sem flestir hafa fæðst á hér á landi, hvort sem þeir eru íslenskir ríkisborgarar eða ekki. Þá er einnig vert að geta þess að hér fæðast auðvitað ekki bara manneskjur heldur einnig afkvæmi annarra dýrategunda en hér verður eingöngu horft til mannfólksins enda er ekki haldin nákvæm skráning um fæðingardag dýra.

Ákveðið var að reikna svarið út frá öllum núlifandi einstaklingum sem hafa fengið íslenska kennitölu og eru þá bæði meðtaldir Íslendingar sem búa í útlöndum og borgarar annarra ríkja sem hafa fengið íslenska kennitölu. Sumir þessara útlendinga búa hér en aðrir ekki. Alls eru þetta um 330 þúsund manns ef miðað er við áramótin 2002/2003. Svarið er 23. júní 1966 en nú er 31 einstaklingur með íslenska kennitölu fæddur þann dag.

Næst kemur 15. desember 1959 en 30 eru fæddir þann dag. Ef við horfum fram hjá ártalinu er svarið við spurningunni 28. apríl en 1.010 eru fæddir þann dag. Næst kemur 25. september en 1.003 eru fæddir þann dag.



Fimm ára afmælisveisla.

Að meðaltali eiga rétt tæplega 900 einstaklingar með íslenska kennitölu afmæli hvern dag ársins. Fæstir eru vitaskuld fæddir 29. febrúar enda kemur hann einungis á fjögurra ára fresti eða því sem næst. Þann dag eiga 227 einstaklingar með íslenska kennitölu afmæli. Næst kemur jóladagur, 25. desember, en 678 eiga afmæli þann dag.

Íslendingar virðast tregir til að fæðast á hátíðisdögum í desember því að þriðji sjaldgæfasti dagurinn er gamlársdagur og eiga 742 afmæli þann dag. Aðfangadagur er heldur ekkert sérlega vinsæll og eiga 752 afmæli þann dag. 17. júní nær hins vegar að vera yfir meðaltali því að 925 eiga afmæli á þjóðhátíðardaginn.

Almennt eru sumarmánuðirnir líka heldur vinsælli til barneigna. Flestir eiga afmæli í júlí eða 28.964 sem gerir 934 á dag. Litlu færri eiga afmæli í ágúst eða 28.816 sem gerir 930 á dag. September, með sína þrjátíu daga, á hins vegar vinninginn í fjölda afmælisbarna á dag því að í þeim mánuði eiga 943 afmæli á dag að meðaltali. Fæstir eiga eins og vænta má afmæli í febrúar, því að hann er stystur, eða 24.977 sem gerir 884 á dag. Ef tekið er tillit til dagafjölda er desember þó óvinsælastur því að einungis 832 eiga afmæli að meðaltali hvern dag þess mánaðar.

Mynd: The Childrens's Museum of Houston.

...