Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hvað eru spóluormar og hvers vegna fá kettir þá?

Jón Már Halldórsson

Spóluormarnir í köttum, eða kattaspóluormar (Toxocara cati), eru af hópi þráðorma (Nematoda) sem er ein ætt spóluorma (Ascaridae). Til þráðorma teljast um 15.000 tegundir ormlaga hryggleysingja. Það merkilega við þennan hóp er gríðalegur fjöldi einstaklinga. Í einni lúku af frjósömum jarðvegi getur verið að finna þúsundir einstaklinga. Einstaklingar sumra tegunda geta framleitt allt að 200 þúsund egg daglega og vel yfir 20 milljónir eggja á líftíma sínum. Fjöldi þekktra tegunda þráðorma lifa sem sníkjudýr í hryggdýrum svo sem í fiskum, fuglum, köttum, hundum og jafnvel í mönnum.

Spóluormar komast í ketti eftir nokkrum leiðum. Í fyrsta lagi geta egg borist í ketti úr jarðvegi. Í öðru lagi geta kettlingar smitast í gegnum móðurmjólkina (langflestir kettlingar smitast með þessum hætti). Í þriðja lagi berast ormarnir frá nagdýrum, en ýmis nagdýr, svo sem mýs, geta verið millihýslar fyrir kattaspóluorma. Ef egg ormanna berast í einhverja aðra tegund sem ekki er á matseðli katta, til dæmis menn, verður ekkert af frekari þroska og ormarnir komast aldrei á fullorðinsstig.

Lífsferill kattaspóluormsins

Lífsferill kattaspóluormsins getur verið ákaflega flókinn. Fyrst berst eggið út með saur kattarins og þroskast við hentug skilyrði utan líkama hýsilsins. Ef skilyrðin eru ákjósanleg, tekur þroski eggsins um einn mánuð en ef skilyrði eru erfið, getur eggið legið í dvala í nokkurn tíma og beðið eftir hentugu tíðarfari, til dæmis á vorin hérlendis. Egg getur verið á sýkingarstigi í nokkurn tíma áður en lirfan inni í því drepst. Rannsóknir hafa bent til að egg getur sýkt í marga mánuði, eða jafnvel í fáein ár.

Þegar eggið hefur borist í kött (eða eitthvert annað dýr), klekkst eggið út í smágirni dýrsins. Ef um kött er að ræða þroskast lirfan áfram (sjá síðar) en ef um aðra dýrategund er að ræða, leggst hún í dvala í líkama dýrsins og "bíður" eftir því að köttur éti þennan millihýsil, svo að hún geti lokið lífsferli sínum. Lirfan getur legið í dvala í þessum millihýsli í mörg ár og unað sátt við sitt. Ef hún berst í kött, kemur hún sér oftast fyrir í lifrinni. Þaðan færir hún sig um set yfir í lungun með blóðflæði. Lirfan borar sig í gegnum lungnablöðrurnar og skríður svo upp lungnaberkjurnar. Við það getur kötturinn kúgast og með hjálp samdráttar í berkjum þegar kötturinn hóstar, berst lirfan í hálsinn. Þar er henni kyngt og hún berst niður í meltingarveginn, í annað sinn á ævi sinni. Þetta gerist á öðru þroskastigi lirfunnar en hún fullorðnast í meltingarveginum. Ef lirfan hefur komið sér fyrir í mjólkandi læðu, getur hún farið í mjólkurkirtla læðunnar í stað lungnanna og borist þaðan inn í meltingarveg kettlinganna. Í meltingar-veginum ná ormarnir fullorðinsstigi, byrja að æxlast og verpa eggjum sem berast síðan niður með saur kattarins. Þannig er hringnum lokað og hringrásin endurtekur sig.



Er spóluormasýking hættuleg köttum?
Spóluormasýking getur haft margvísleg neikvæð áhrif fyrir ketti. Til dæmis geta mjög sýkt dýr fengið lungnabólgu þegar ormar berast upp eftir öndunarveginum, Ungir kettir geta fengið tíð uppköst og niðurgang, og ef mikið er um orma í meltingavegi, geta þeir stíflað hann. Kettir sem hafa spóluorma þrífast stundum illa þar sem næringarþörf fjölda orma er töluverð.

Spóluormasýking er því mikilvægt heilbrigðismál fyrir heimilisköttinn. En hvernig á kattareigandinn að sjá hvort kötturinn er smitaður af spóluormi? Öruggasta sönnunin er þegar kötturinn ælur upp hvítum ormi sem líkist helst spagettíi. Stundum berast aðrir ormar upp, svo sem bandormar sem eru flatir og greinilega liðskiptir. Mikilvægt er fyrir alla kattareigendur að spóluormahreinsa köttinn sinn árlega, ekki síst þegar um er að ræða útikött.

Til eru fjölmargar tegundir spóluorma sem eru aðlagaðir að mismunandi hýslum, til dæmis má finna hér á landi hundaspóluorm (Toxocara canis) sem smitar ekki ketti. Önnur kunn tegund er ljónaspóluormur (Toxocara leonine) sem fannst fyrst í ljónum í Afríku.

Heimildir og myndir:
  • Buchsbaum, R., M. Buchsbaum, J. Pearse, og V. Pearse. 1987. Animals Without Backbones. University of Chicago Press, Chicago
  • Roberts, L.S. og J. Janovsky. 1996. Foundations of Parasitology, 5th ed. Wm.C.Brown Publishers, New York
  • Animal Parasitology á vefsetri Kansas State University
  • Roundworms in Cats and Kittens á vefsetri Baring Boulevard Veterinary Hospital

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

17.3.2003

Spyrjandi

Guðný Stefánsdóttir

Efnisorð

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað eru spóluormar og hvers vegna fá kettir þá?“ Vísindavefurinn, 17. mars 2003. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3247.

Jón Már Halldórsson. (2003, 17. mars). Hvað eru spóluormar og hvers vegna fá kettir þá? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3247

Jón Már Halldórsson. „Hvað eru spóluormar og hvers vegna fá kettir þá?“ Vísindavefurinn. 17. mar. 2003. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3247>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru spóluormar og hvers vegna fá kettir þá?
Spóluormarnir í köttum, eða kattaspóluormar (Toxocara cati), eru af hópi þráðorma (Nematoda) sem er ein ætt spóluorma (Ascaridae). Til þráðorma teljast um 15.000 tegundir ormlaga hryggleysingja. Það merkilega við þennan hóp er gríðalegur fjöldi einstaklinga. Í einni lúku af frjósömum jarðvegi getur verið að finna þúsundir einstaklinga. Einstaklingar sumra tegunda geta framleitt allt að 200 þúsund egg daglega og vel yfir 20 milljónir eggja á líftíma sínum. Fjöldi þekktra tegunda þráðorma lifa sem sníkjudýr í hryggdýrum svo sem í fiskum, fuglum, köttum, hundum og jafnvel í mönnum.

Spóluormar komast í ketti eftir nokkrum leiðum. Í fyrsta lagi geta egg borist í ketti úr jarðvegi. Í öðru lagi geta kettlingar smitast í gegnum móðurmjólkina (langflestir kettlingar smitast með þessum hætti). Í þriðja lagi berast ormarnir frá nagdýrum, en ýmis nagdýr, svo sem mýs, geta verið millihýslar fyrir kattaspóluorma. Ef egg ormanna berast í einhverja aðra tegund sem ekki er á matseðli katta, til dæmis menn, verður ekkert af frekari þroska og ormarnir komast aldrei á fullorðinsstig.

Lífsferill kattaspóluormsins

Lífsferill kattaspóluormsins getur verið ákaflega flókinn. Fyrst berst eggið út með saur kattarins og þroskast við hentug skilyrði utan líkama hýsilsins. Ef skilyrðin eru ákjósanleg, tekur þroski eggsins um einn mánuð en ef skilyrði eru erfið, getur eggið legið í dvala í nokkurn tíma og beðið eftir hentugu tíðarfari, til dæmis á vorin hérlendis. Egg getur verið á sýkingarstigi í nokkurn tíma áður en lirfan inni í því drepst. Rannsóknir hafa bent til að egg getur sýkt í marga mánuði, eða jafnvel í fáein ár.

Þegar eggið hefur borist í kött (eða eitthvert annað dýr), klekkst eggið út í smágirni dýrsins. Ef um kött er að ræða þroskast lirfan áfram (sjá síðar) en ef um aðra dýrategund er að ræða, leggst hún í dvala í líkama dýrsins og "bíður" eftir því að köttur éti þennan millihýsil, svo að hún geti lokið lífsferli sínum. Lirfan getur legið í dvala í þessum millihýsli í mörg ár og unað sátt við sitt. Ef hún berst í kött, kemur hún sér oftast fyrir í lifrinni. Þaðan færir hún sig um set yfir í lungun með blóðflæði. Lirfan borar sig í gegnum lungnablöðrurnar og skríður svo upp lungnaberkjurnar. Við það getur kötturinn kúgast og með hjálp samdráttar í berkjum þegar kötturinn hóstar, berst lirfan í hálsinn. Þar er henni kyngt og hún berst niður í meltingarveginn, í annað sinn á ævi sinni. Þetta gerist á öðru þroskastigi lirfunnar en hún fullorðnast í meltingarveginum. Ef lirfan hefur komið sér fyrir í mjólkandi læðu, getur hún farið í mjólkurkirtla læðunnar í stað lungnanna og borist þaðan inn í meltingarveg kettlinganna. Í meltingar-veginum ná ormarnir fullorðinsstigi, byrja að æxlast og verpa eggjum sem berast síðan niður með saur kattarins. Þannig er hringnum lokað og hringrásin endurtekur sig.



Er spóluormasýking hættuleg köttum?
Spóluormasýking getur haft margvísleg neikvæð áhrif fyrir ketti. Til dæmis geta mjög sýkt dýr fengið lungnabólgu þegar ormar berast upp eftir öndunarveginum, Ungir kettir geta fengið tíð uppköst og niðurgang, og ef mikið er um orma í meltingavegi, geta þeir stíflað hann. Kettir sem hafa spóluorma þrífast stundum illa þar sem næringarþörf fjölda orma er töluverð.

Spóluormasýking er því mikilvægt heilbrigðismál fyrir heimilisköttinn. En hvernig á kattareigandinn að sjá hvort kötturinn er smitaður af spóluormi? Öruggasta sönnunin er þegar kötturinn ælur upp hvítum ormi sem líkist helst spagettíi. Stundum berast aðrir ormar upp, svo sem bandormar sem eru flatir og greinilega liðskiptir. Mikilvægt er fyrir alla kattareigendur að spóluormahreinsa köttinn sinn árlega, ekki síst þegar um er að ræða útikött.

Til eru fjölmargar tegundir spóluorma sem eru aðlagaðir að mismunandi hýslum, til dæmis má finna hér á landi hundaspóluorm (Toxocara canis) sem smitar ekki ketti. Önnur kunn tegund er ljónaspóluormur (Toxocara leonine) sem fannst fyrst í ljónum í Afríku.

Heimildir og myndir:
  • Buchsbaum, R., M. Buchsbaum, J. Pearse, og V. Pearse. 1987. Animals Without Backbones. University of Chicago Press, Chicago
  • Roberts, L.S. og J. Janovsky. 1996. Foundations of Parasitology, 5th ed. Wm.C.Brown Publishers, New York
  • Animal Parasitology á vefsetri Kansas State University
  • Roundworms in Cats and Kittens á vefsetri Baring Boulevard Veterinary Hospital

...