Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hvað er expressjónismi?

JGÞ

Expressjónismi er stefna í listum sem kom fram við upphaf 20. aldar. Expressjónisminn var andóf gegn natúralisma og impressjónisma, en þær stefnur leituðust við að skrá áhrif umhverfisins á listamanninn. Verk expressjónisma eru mjög huglæg og í þeim er oft hömlulaus sjálfstjáning sem á um leið að birta almenna andlega reynslu sem samfélagið hefur bælt. Innri sannindi, viðhorf og tilfinningar listamannsins skipta meginmáli í expressjónisma. Enda vísar heiti stefnunnar til þess, franska orðið expression merkir tjáning, en orðið impression merkir áhrif.

Í expressjónískri myndlist eru hlutirnir oft aflagaðir, bjagaðir eða ýktir. Vikið er útaf viðteknum hugmyndum um raunsæi og rétt hlutföll. Formgerðin er öfgakennd og litanotkun einnig. Þessi stílbrögð eiga að koma tilfinningum listamannsins til skila. Á meðal listamanna sem máluðu í expressjónískum stíl má nefna Vincent van Gogh, Edvard Munch, Emil Nolde, Oskar Kokoschka og Egon Schiele.


Þýska kvikmyndin Das Cabinet des Dr. Caligari frá 1920 er gott dæmi um expressjónísk áhrif í kvikmyndalist. Leikmynd myndarinnar er skökk og skæld og leikstíllinn ýktur.

Í bókmenntum náði expressjónisminn mestri útbreiðslu í Þýsklandi á árunum 1910-1925. Ljóð og leikrit voru þau form þar sem expressjónisminn dafnaði best. Expressjónísk ljóð eru oft laus við allt hefðbundið form, smáorðum og tengiorðum er iðulega sleppt og djarfar orðmyndanir koma oft yfir. Helstu ljóðskáld expressjónismans eru Gottfried Benn, Georg Trakl, Georg Heym, Ernst Stadler og August Stramm.

Í expressjónískum leikritum voru persónurnar oft nafnlausar og hefðbundinni byggingu verksins var kastað fyrir róða. Þess í stað er eins konar röð mynda sem er rofin af dansi, látbragðsleik, hljómlist eða ljóðrænum eintölum. August Strindberg er talinn vera forveri expressjónískrar leikritagerðar en á meðal leikritaskálda expressjónismans má nefna Reinhard Sorge, Georg Kaiser og Bertolt Brecht.

Heimildir og frekara lesefni:
  • Jakob Benediktsson (ritstj.), Hugtök og heiti í bókmenntafræði, Mál og menning, Reykjavík 1989.
  • Íslenska alfræðiorðabókin, Örn og Örlygur, Reykjavík 1990.
  • Expressionsim í Oxford Art Online. Skoðað 26.3.2009.
  • Expressionism í Britannica Online. Skoðað 26.3.2009.

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

26.3.2009

Spyrjandi

Áslaug Ármannsdóttir

Tilvísun

JGÞ. „Hvað er expressjónismi?“ Vísindavefurinn, 26. mars 2009. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=23768.

JGÞ. (2009, 26. mars). Hvað er expressjónismi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=23768

JGÞ. „Hvað er expressjónismi?“ Vísindavefurinn. 26. mar. 2009. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=23768>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er expressjónismi?
Expressjónismi er stefna í listum sem kom fram við upphaf 20. aldar. Expressjónisminn var andóf gegn natúralisma og impressjónisma, en þær stefnur leituðust við að skrá áhrif umhverfisins á listamanninn. Verk expressjónisma eru mjög huglæg og í þeim er oft hömlulaus sjálfstjáning sem á um leið að birta almenna andlega reynslu sem samfélagið hefur bælt. Innri sannindi, viðhorf og tilfinningar listamannsins skipta meginmáli í expressjónisma. Enda vísar heiti stefnunnar til þess, franska orðið expression merkir tjáning, en orðið impression merkir áhrif.

Í expressjónískri myndlist eru hlutirnir oft aflagaðir, bjagaðir eða ýktir. Vikið er útaf viðteknum hugmyndum um raunsæi og rétt hlutföll. Formgerðin er öfgakennd og litanotkun einnig. Þessi stílbrögð eiga að koma tilfinningum listamannsins til skila. Á meðal listamanna sem máluðu í expressjónískum stíl má nefna Vincent van Gogh, Edvard Munch, Emil Nolde, Oskar Kokoschka og Egon Schiele.


Þýska kvikmyndin Das Cabinet des Dr. Caligari frá 1920 er gott dæmi um expressjónísk áhrif í kvikmyndalist. Leikmynd myndarinnar er skökk og skæld og leikstíllinn ýktur.

Í bókmenntum náði expressjónisminn mestri útbreiðslu í Þýsklandi á árunum 1910-1925. Ljóð og leikrit voru þau form þar sem expressjónisminn dafnaði best. Expressjónísk ljóð eru oft laus við allt hefðbundið form, smáorðum og tengiorðum er iðulega sleppt og djarfar orðmyndanir koma oft yfir. Helstu ljóðskáld expressjónismans eru Gottfried Benn, Georg Trakl, Georg Heym, Ernst Stadler og August Stramm.

Í expressjónískum leikritum voru persónurnar oft nafnlausar og hefðbundinni byggingu verksins var kastað fyrir róða. Þess í stað er eins konar röð mynda sem er rofin af dansi, látbragðsleik, hljómlist eða ljóðrænum eintölum. August Strindberg er talinn vera forveri expressjónískrar leikritagerðar en á meðal leikritaskálda expressjónismans má nefna Reinhard Sorge, Georg Kaiser og Bertolt Brecht.

Heimildir og frekara lesefni:
  • Jakob Benediktsson (ritstj.), Hugtök og heiti í bókmenntafræði, Mál og menning, Reykjavík 1989.
  • Íslenska alfræðiorðabókin, Örn og Örlygur, Reykjavík 1990.
  • Expressionsim í Oxford Art Online. Skoðað 26.3.2009.
  • Expressionism í Britannica Online. Skoðað 26.3.2009.

Mynd:...