Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Hvað gerist þegar maður sprautar nefúða í nefið á sér?

Þórdís Kristinsdóttir

Nefholið er klætt slímhúð. Slímið eða horið gegnir mikilvægu hreinsi- og varnarstarfi og okkur nauðsynlegt. Þegar fólk kvefast sýkist slímhúðin og bólgnar. Þá verður slímmyndun mun meiri en vanalega. Afleiðingin er aukið nefrennsli og stundum nefstífla. Hægt er að lesa meira um nefslím í svari Hannesar Petersen við spurningunni Hvaðan kemur horinn?

Stíflað nef getur valdið óþægindum og er þá stundum gripið til nefúða. Hefðbundnir nefúðar sem keyptir eru í lausasölu í apótekum innihalda virka efnið oxýmetazólín eða xýlómetazólín. Bæði þessi efna örva svonefnda alfa-viðtaka sem tilheyra semjuhluta ósjálfráða taugakerfisins. Örvun þeirra í nefi veldur staðbundnum æðasamdrætti. Æðasamdrátturinn dregur úr nefstíflu með því að auka rúmmál loftvega í nefi, auk þess að lækka þrýsting í bláæðlingum sem leiðir til minni vökvaseytingar frá þeim og þar með minni slímmyndun.

Nefúði minnkar bólgur í slímhúð og dregur úr slímmyndun. Við það verður öndun í gegnum nefið auðveldari.

Þegar nefúði er notaður er best að byrja á því að snýta sér, næst skal hrista ílátið og ef það hefur ekki verið notað áður þarf að úða 2-4 sinnum út í loftið til þess að virkja dæluna. Næst er haldið fyrir aðra nösina á meðan úðað er í hina. Nauðsynlegt er að sjúga nokkuð kröftulega upp í nefið til þess að úðinn dreifist vel. Ef báðar nasirnar eru stíflaðar er farið eins að við hina nösina. Oft lekur úr nefinu rétt eftir notkun en það á ekki að hafa áhrif á verkan lyfsins, svo lengi sem sogið er upp í nefið sem fyrst aftur. Það er sem sagt ekki gert ráð fyrir að fólk snýti úðann úr nefinu strax, heldur fái lyfið tíma til að verka.

Ekki er mælt með því að nota nefúða lengur en í 7-10 daga í senn, en langtímanotkun getur leitt til nefslímubólgu og aukinnar slímmyndunar vegna minnkaðs næmis efnaviðtaka lyfsins í nefi.

Nefúði vinnur á nefstíflu vegna bráðrar bólgu í nefslímhúð og skútabólgu (e. sinuitis). Lyfið er einnig notað sem stuðningsmeðferð við miðeyrnabólgu og ofnæmisbólgum í nefi. Eins og á við um öll lyf er rétt að lesa fylgiseðilinn áður en notkun hefst og kynna sér milliverkanir við önnur lyf, sem og hvenær eða við hvaða aðstæður er ekki mælt með að taka lyfið.

Mynd:


Í heild hljóðaði spurningin svona:
Hvað er það sem gerist þegar maður sprauta nefúða í nefið á sér? Safnast horið upp, hætta kirtlarnir að framleiða hor eða hvað gerist?

Hér er líka svarað spurningunni:
Ég keypti sprey út af kvefi. Virkar nefúðinn alveg jafn vel ef ég snýti honum jafnóðum út aftur?

Höfundur

nemi í læknisfræði við HÍ

Útgáfudagur

3.10.2013

Spyrjandi

Björn Björns, Katrín Jónsdóttir, Sigmundur Sandholt

Tilvísun

Þórdís Kristinsdóttir. „Hvað gerist þegar maður sprautar nefúða í nefið á sér?“ Vísindavefurinn, 3. október 2013. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=18812.

Þórdís Kristinsdóttir. (2013, 3. október). Hvað gerist þegar maður sprautar nefúða í nefið á sér? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=18812

Þórdís Kristinsdóttir. „Hvað gerist þegar maður sprautar nefúða í nefið á sér?“ Vísindavefurinn. 3. okt. 2013. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=18812>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað gerist þegar maður sprautar nefúða í nefið á sér?
Nefholið er klætt slímhúð. Slímið eða horið gegnir mikilvægu hreinsi- og varnarstarfi og okkur nauðsynlegt. Þegar fólk kvefast sýkist slímhúðin og bólgnar. Þá verður slímmyndun mun meiri en vanalega. Afleiðingin er aukið nefrennsli og stundum nefstífla. Hægt er að lesa meira um nefslím í svari Hannesar Petersen við spurningunni Hvaðan kemur horinn?

Stíflað nef getur valdið óþægindum og er þá stundum gripið til nefúða. Hefðbundnir nefúðar sem keyptir eru í lausasölu í apótekum innihalda virka efnið oxýmetazólín eða xýlómetazólín. Bæði þessi efna örva svonefnda alfa-viðtaka sem tilheyra semjuhluta ósjálfráða taugakerfisins. Örvun þeirra í nefi veldur staðbundnum æðasamdrætti. Æðasamdrátturinn dregur úr nefstíflu með því að auka rúmmál loftvega í nefi, auk þess að lækka þrýsting í bláæðlingum sem leiðir til minni vökvaseytingar frá þeim og þar með minni slímmyndun.

Nefúði minnkar bólgur í slímhúð og dregur úr slímmyndun. Við það verður öndun í gegnum nefið auðveldari.

Þegar nefúði er notaður er best að byrja á því að snýta sér, næst skal hrista ílátið og ef það hefur ekki verið notað áður þarf að úða 2-4 sinnum út í loftið til þess að virkja dæluna. Næst er haldið fyrir aðra nösina á meðan úðað er í hina. Nauðsynlegt er að sjúga nokkuð kröftulega upp í nefið til þess að úðinn dreifist vel. Ef báðar nasirnar eru stíflaðar er farið eins að við hina nösina. Oft lekur úr nefinu rétt eftir notkun en það á ekki að hafa áhrif á verkan lyfsins, svo lengi sem sogið er upp í nefið sem fyrst aftur. Það er sem sagt ekki gert ráð fyrir að fólk snýti úðann úr nefinu strax, heldur fái lyfið tíma til að verka.

Ekki er mælt með því að nota nefúða lengur en í 7-10 daga í senn, en langtímanotkun getur leitt til nefslímubólgu og aukinnar slímmyndunar vegna minnkaðs næmis efnaviðtaka lyfsins í nefi.

Nefúði vinnur á nefstíflu vegna bráðrar bólgu í nefslímhúð og skútabólgu (e. sinuitis). Lyfið er einnig notað sem stuðningsmeðferð við miðeyrnabólgu og ofnæmisbólgum í nefi. Eins og á við um öll lyf er rétt að lesa fylgiseðilinn áður en notkun hefst og kynna sér milliverkanir við önnur lyf, sem og hvenær eða við hvaða aðstæður er ekki mælt með að taka lyfið.

Mynd:


Í heild hljóðaði spurningin svona:
Hvað er það sem gerist þegar maður sprauta nefúða í nefið á sér? Safnast horið upp, hætta kirtlarnir að framleiða hor eða hvað gerist?

Hér er líka svarað spurningunni:
Ég keypti sprey út af kvefi. Virkar nefúðinn alveg jafn vel ef ég snýti honum jafnóðum út aftur?

...