Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvort á að segja „Ég þori það ekki” eða „Ég þori því ekki”?

Guðrún Kvaran

Sögnin að þora stýrir bæði þolfalli og þágufalli. Þess vegna er bæði hægt að segja: „Ég þori það ekki” og „Ég þori því ekki”.

Eldri dæmi Orðabókar Háskólans sýna þolfall fremur en þágufall og sama er að segja um þau fornmálsdæmi sem ég rakst á. Það voru allt þolfallsdæmi. Í Íslensk-danskri orðabók Sigfúsar Blöndals (1920-24:979) er sögnin sögð stýra þolfalli (þora eitthvað) en tekið er fram að þágufall þekkist á Vestfjörðum (þora einhverju). Þetta segir ekki annað en að Sigfús hefur sjálfur ekki þekkt þágufall með þora og aðeins heyrt um það fyrir vestan.

Í yngra máli virðast föllin notuð jöfnum höndum. Að lítt rannsökuðu máli virðist upprunalegra að nota þolfall með þora en báðar myndir teljast jafn réttháar nú.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

25.7.2001

Spyrjandi

Tinna Björg Helgadóttir, f. 1985

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvort á að segja „Ég þori það ekki” eða „Ég þori því ekki”? “ Vísindavefurinn, 25. júlí 2001. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1816.

Guðrún Kvaran. (2001, 25. júlí). Hvort á að segja „Ég þori það ekki” eða „Ég þori því ekki”? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1816

Guðrún Kvaran. „Hvort á að segja „Ég þori það ekki” eða „Ég þori því ekki”? “ Vísindavefurinn. 25. júl. 2001. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1816>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvort á að segja „Ég þori það ekki” eða „Ég þori því ekki”?
Sögnin að þora stýrir bæði þolfalli og þágufalli. Þess vegna er bæði hægt að segja: „Ég þori það ekki” og „Ég þori því ekki”.

Eldri dæmi Orðabókar Háskólans sýna þolfall fremur en þágufall og sama er að segja um þau fornmálsdæmi sem ég rakst á. Það voru allt þolfallsdæmi. Í Íslensk-danskri orðabók Sigfúsar Blöndals (1920-24:979) er sögnin sögð stýra þolfalli (þora eitthvað) en tekið er fram að þágufall þekkist á Vestfjörðum (þora einhverju). Þetta segir ekki annað en að Sigfús hefur sjálfur ekki þekkt þágufall með þora og aðeins heyrt um það fyrir vestan.

Í yngra máli virðast föllin notuð jöfnum höndum. Að lítt rannsökuðu máli virðist upprunalegra að nota þolfall með þora en báðar myndir teljast jafn réttháar nú.

...