Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Í hverju felst starf tölvunarfræðinga? Hver er munurinn á því og starfi kerfisfræðinga?

Snorri Agnarsson

Hvorugt þessara starfsheita er lögverndað [sjá athugasemd neðst]. Hver sem er getur kallað sig tölvunarfræðing eða kerfisfræðing. Aftur á móti er venjan sú að þeir kalla sig tölvunarfræðinga sem lokið hafa BS-prófi í tölvunarfræði (computer science á ensku) eða sambærilegri háskólagráðu. Aftur á móti kalla þeir sig kerfisfræðinga sem hafa aðra menntun en vinna við sömu störf, svo sem forritun, kerfisgreiningu, hugbúnaðarhönnun og aðra þætti hugbúnaðargerðar og tölvuvæðingar.

Tölvunarfræðingar og kerfisfræðingar vinna nákvæmlega sömu störf. Tölvunarfræði er svo ung fræðigrein að margir sem vinna við hugbúnaðargerð og tölvuvæðingu hófu störf á því sviði áður en byrjað var að kenna tölvunarfræði hér á landi við Háskóla Íslands árið 1976.

Stærstu þættir í vinnu tölvunarfræðinga og kerfisfræðinga eru hugbúnaðargerð og viðhald hugbúnaðar. Hugbúnaðargerð felst meðal annars í að smíða ný forrit eða hugbúnaðarkerfi, greina eða bera kennsl á þarfir fyrir nýjan búnað, forrita ný kerfi, skilgreina notkunarreglur, skrifa notkunarhandbækur og ganga frá búnaði í uppsetningu. Viðhald hugbúnaðar felst í að breyta forritum, kerfum og handbókum til að laga villur eða mæta nýjum þörfum.

Eins og í öðrum fræðigreinum þurfa tölvunarfræðingar og kerfisfræðingar að nota verulegan hluta af tíma sínum til að fylgjast með nýjungum á sínu sviði. Þekking í tölvunarfræði vex ört og menn þurfa að fylgjast vel með nýjungum.

Athugasemd frá ritstjórn: Þetta svar var birt 3.5.2001. Með lögum nr. 147/2002 frá 19. desember 2002 um breytingu á lögum nr. 8/1996 öðlaðist starfsheitið tölvunarfræðingur löggildingu.

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Snorri Agnarsson

prófessor í tölvunarfræði við HÍ

Útgáfudagur

3.5.2001

Spyrjandi

Guðmundur Jóhannsson

Tilvísun

Snorri Agnarsson. „Í hverju felst starf tölvunarfræðinga? Hver er munurinn á því og starfi kerfisfræðinga?“ Vísindavefurinn, 3. maí 2001. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1560.

Snorri Agnarsson. (2001, 3. maí). Í hverju felst starf tölvunarfræðinga? Hver er munurinn á því og starfi kerfisfræðinga? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1560

Snorri Agnarsson. „Í hverju felst starf tölvunarfræðinga? Hver er munurinn á því og starfi kerfisfræðinga?“ Vísindavefurinn. 3. maí. 2001. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1560>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Í hverju felst starf tölvunarfræðinga? Hver er munurinn á því og starfi kerfisfræðinga?
Hvorugt þessara starfsheita er lögverndað [sjá athugasemd neðst]. Hver sem er getur kallað sig tölvunarfræðing eða kerfisfræðing. Aftur á móti er venjan sú að þeir kalla sig tölvunarfræðinga sem lokið hafa BS-prófi í tölvunarfræði (computer science á ensku) eða sambærilegri háskólagráðu. Aftur á móti kalla þeir sig kerfisfræðinga sem hafa aðra menntun en vinna við sömu störf, svo sem forritun, kerfisgreiningu, hugbúnaðarhönnun og aðra þætti hugbúnaðargerðar og tölvuvæðingar.

Tölvunarfræðingar og kerfisfræðingar vinna nákvæmlega sömu störf. Tölvunarfræði er svo ung fræðigrein að margir sem vinna við hugbúnaðargerð og tölvuvæðingu hófu störf á því sviði áður en byrjað var að kenna tölvunarfræði hér á landi við Háskóla Íslands árið 1976.

Stærstu þættir í vinnu tölvunarfræðinga og kerfisfræðinga eru hugbúnaðargerð og viðhald hugbúnaðar. Hugbúnaðargerð felst meðal annars í að smíða ný forrit eða hugbúnaðarkerfi, greina eða bera kennsl á þarfir fyrir nýjan búnað, forrita ný kerfi, skilgreina notkunarreglur, skrifa notkunarhandbækur og ganga frá búnaði í uppsetningu. Viðhald hugbúnaðar felst í að breyta forritum, kerfum og handbókum til að laga villur eða mæta nýjum þörfum.

Eins og í öðrum fræðigreinum þurfa tölvunarfræðingar og kerfisfræðingar að nota verulegan hluta af tíma sínum til að fylgjast með nýjungum á sínu sviði. Þekking í tölvunarfræði vex ört og menn þurfa að fylgjast vel með nýjungum.

Athugasemd frá ritstjórn: Þetta svar var birt 3.5.2001. Með lögum nr. 147/2002 frá 19. desember 2002 um breytingu á lögum nr. 8/1996 öðlaðist starfsheitið tölvunarfræðingur löggildingu.

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Mynd:...