Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvernig var fyrsta málfræðiritgerðin?

Guðrún Kvaran

Hér er einnig að finna svar við spurningunni Hver var fyrsti málfræðingurinn, hvenær var hann uppi og hvert var aðalverkefni hans? frá Shlok Datye.

Svokölluð „Fyrsta málfræðiritgerð Snorra-Eddu” er talin skrifuð á síðari hluta 12. aldar. Nafn sitt dregur hún af því að vera fremst fjögurra ritgerða um íslenskt mál í handriti sem kallað hefur verið Ormsbók Snorra-Eddu. Höfundur er ókunnur en er jafnan nefndur „fyrsti málfræðingurinn” þar sem ritgerðin er hin elsta um íslenskt mál sem varðveist hefur.

Síða úr Ormsbók Snorra-Eddu.

Markmið höfundar var að gera Íslendingum nýtt stafróf þar sem fleiri hljóð og önnur hljóð séu í íslenska hljóðkerfinu en hinu latneska. Ritgerðin er því ómetanleg heimild um sögu íslenska hljóðkerfisins en einnig um ritun manna á 12. öld og þau vandkvæði sem við var að etja. Þegar ritun hófst hér á landi snemma á 12. öld reyndu menn að notast við latneska stafrófið en í það vantaði nokkra stafi sem Íslendingum voru nauðsynlegir þar sem íslenska hafði að hluta önnur hljóð en latínan og eins voru sumir stafir í latínu óþarfir í íslensku.

Mestur hluti ritgerðarinnar fer í að lýsa íslenska hljóðkerfinu. Höfundur athugar hversu mörg merkingargreinandi hljóð koma fyrir í íslensku og stingur upp á átta nýjum bókstöfum Með orðinu merkingargreinandi er átt við að orðin skipti um merkingu ef skipt er á stöfum sem standa í sama umhverfi, til dæmis sár, sér (af sjá), sór (af sverja), súr, sýr, sær.

Ritgerðin er afar merkileg heimild um íslenskt mál. Til dæmis tekur höfundur fram að öll þessi átta hljóð geti einnig verið „kveðin í nef”, það er að segja að þau séu nefhljóð eins og eru til dæmis notuð í frönsku, en í íslensku eru nú engin nefhljóð svo sem kunnugt er. Einnig er merkilegt að höfundurinn skuli hafa komið auga á merkingargreinandi þætti þar sem slíkum aðferðum var ekki beitt í hljóðkerfisfræði fyrr en á 20. öld.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

17.4.2001

Spyrjandi

Fanney Kolka

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvernig var fyrsta málfræðiritgerðin?“ Vísindavefurinn, 17. apríl 2001. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1502.

Guðrún Kvaran. (2001, 17. apríl). Hvernig var fyrsta málfræðiritgerðin? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1502

Guðrún Kvaran. „Hvernig var fyrsta málfræðiritgerðin?“ Vísindavefurinn. 17. apr. 2001. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1502>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig var fyrsta málfræðiritgerðin?

Hér er einnig að finna svar við spurningunni Hver var fyrsti málfræðingurinn, hvenær var hann uppi og hvert var aðalverkefni hans? frá Shlok Datye.

Svokölluð „Fyrsta málfræðiritgerð Snorra-Eddu” er talin skrifuð á síðari hluta 12. aldar. Nafn sitt dregur hún af því að vera fremst fjögurra ritgerða um íslenskt mál í handriti sem kallað hefur verið Ormsbók Snorra-Eddu. Höfundur er ókunnur en er jafnan nefndur „fyrsti málfræðingurinn” þar sem ritgerðin er hin elsta um íslenskt mál sem varðveist hefur.

Síða úr Ormsbók Snorra-Eddu.

Markmið höfundar var að gera Íslendingum nýtt stafróf þar sem fleiri hljóð og önnur hljóð séu í íslenska hljóðkerfinu en hinu latneska. Ritgerðin er því ómetanleg heimild um sögu íslenska hljóðkerfisins en einnig um ritun manna á 12. öld og þau vandkvæði sem við var að etja. Þegar ritun hófst hér á landi snemma á 12. öld reyndu menn að notast við latneska stafrófið en í það vantaði nokkra stafi sem Íslendingum voru nauðsynlegir þar sem íslenska hafði að hluta önnur hljóð en latínan og eins voru sumir stafir í latínu óþarfir í íslensku.

Mestur hluti ritgerðarinnar fer í að lýsa íslenska hljóðkerfinu. Höfundur athugar hversu mörg merkingargreinandi hljóð koma fyrir í íslensku og stingur upp á átta nýjum bókstöfum Með orðinu merkingargreinandi er átt við að orðin skipti um merkingu ef skipt er á stöfum sem standa í sama umhverfi, til dæmis sár, sér (af sjá), sór (af sverja), súr, sýr, sær.

Ritgerðin er afar merkileg heimild um íslenskt mál. Til dæmis tekur höfundur fram að öll þessi átta hljóð geti einnig verið „kveðin í nef”, það er að segja að þau séu nefhljóð eins og eru til dæmis notuð í frönsku, en í íslensku eru nú engin nefhljóð svo sem kunnugt er. Einnig er merkilegt að höfundurinn skuli hafa komið auga á merkingargreinandi þætti þar sem slíkum aðferðum var ekki beitt í hljóðkerfisfræði fyrr en á 20. öld.

Mynd:...