Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvernig útskýri ég tíðniróf og tíðni á mannamáli?

Árdís Elíasdóttir

Tíðni (frequency) segir til um hversu oft eitthvað gerist á tilteknu tímabili. Ef við gerum til dæmis ráð fyrir að 50 bílar keyri yfir viss gatnamót á mínútu þá er tíðni atburðarins "bíll keyrir yfir gatnamótin" f = 50/mín eða 50 (bílar) á mínútu. Bylgjur hafa tíðni sem táknar fjölda bylgjutoppa á tímaeiningu. Algeng mælieining er Hz = fjöldi bylgjutoppa á sekúndu. Tíðni bylgjunnar er háð eða tengd hraða hennar v og öldulengd l samkvæmt jöfnunni
f = v/l
Fyrir ljósbylgjur er orka bylgjunnar E háð tíðninni samkvæmt jöfnunni
E = hf
þar sem h er Planck-fastinn (6,62*10-34 Js).

Tíðniróf nokkurra frumefna.

Tíðniróf (frequency spectrum) ljóss frá tilteknu efni er mynd af því hvaða tíðni það gefur frá sér. Samkvæmt skammtafræðinni er orka efnis ekki samfelld heldur skömmtuð í vissum lágmarksorkuþrepum. Sérhvert efni hefur þá mismunandi leyfð orkustig eftir eiginleikum efnisins og færslur milli orkustiga gefa mismunandi orku d E. Þessari orku er geislað burt sem ljósgeislum (það er rafsegulbylgjum) af tíðni
f = d E/h.
Þar sem d E er mismunandi eftir efnum verður þá tíðnin f einnig mismunandi. Mynd þar sem leyfðar tíðnir (oft í tilsvarandi litum fyrir sjáanlegt ljós) eru teiknaðar inn sýnir þá tíðniróf viðkomandi efnis.

Höfundur

Marie Curie-styrkþegi við Dark Cosmology Centre í Danmörku

Útgáfudagur

6.2.2001

Spyrjandi

Ásdís Jónsdóttir

Tilvísun

Árdís Elíasdóttir. „Hvernig útskýri ég tíðniróf og tíðni á mannamáli?“ Vísindavefurinn, 6. febrúar 2001. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1319.

Árdís Elíasdóttir. (2001, 6. febrúar). Hvernig útskýri ég tíðniróf og tíðni á mannamáli? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1319

Árdís Elíasdóttir. „Hvernig útskýri ég tíðniróf og tíðni á mannamáli?“ Vísindavefurinn. 6. feb. 2001. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1319>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig útskýri ég tíðniróf og tíðni á mannamáli?
Tíðni (frequency) segir til um hversu oft eitthvað gerist á tilteknu tímabili. Ef við gerum til dæmis ráð fyrir að 50 bílar keyri yfir viss gatnamót á mínútu þá er tíðni atburðarins "bíll keyrir yfir gatnamótin" f = 50/mín eða 50 (bílar) á mínútu. Bylgjur hafa tíðni sem táknar fjölda bylgjutoppa á tímaeiningu. Algeng mælieining er Hz = fjöldi bylgjutoppa á sekúndu. Tíðni bylgjunnar er háð eða tengd hraða hennar v og öldulengd l samkvæmt jöfnunni

f = v/l
Fyrir ljósbylgjur er orka bylgjunnar E háð tíðninni samkvæmt jöfnunni
E = hf
þar sem h er Planck-fastinn (6,62*10-34 Js).

Tíðniróf nokkurra frumefna.

Tíðniróf (frequency spectrum) ljóss frá tilteknu efni er mynd af því hvaða tíðni það gefur frá sér. Samkvæmt skammtafræðinni er orka efnis ekki samfelld heldur skömmtuð í vissum lágmarksorkuþrepum. Sérhvert efni hefur þá mismunandi leyfð orkustig eftir eiginleikum efnisins og færslur milli orkustiga gefa mismunandi orku d E. Þessari orku er geislað burt sem ljósgeislum (það er rafsegulbylgjum) af tíðni
f = d E/h.
Þar sem d E er mismunandi eftir efnum verður þá tíðnin f einnig mismunandi. Mynd þar sem leyfðar tíðnir (oft í tilsvarandi litum fyrir sjáanlegt ljós) eru teiknaðar inn sýnir þá tíðniróf viðkomandi efnis....