Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík

Af hverju springa egg þegar þau eru hituð í örbylgjuofni?

Ari Ólafsson og Þorsteinn Vilhjálmsson

Örbylgjur eru rafsegulbylgjur með tiltekinni tíðni, það er að segja tilteknum fjölda slaga á sekúndu. Þessi tíðni er valin þannig að bylgjurnar víxlverka sérstaklega við vatnssameindir í efni sem þær lenda á og hita síðan efnið sem vatnið er í. Auk vatns geta bylgjurnar líka hitað fitu og sykur en mismunandi efni hitna misjafnlega mikið. Þess vegna er alltaf mikilvægt að láta matinn standa nokkra stund eftir að slökkt er á ofninum, til þess að jafna hitann.

En örbylgjurnar hita sem sagt aðeins sum efni sem sett eru í ofninn. Til dæmis geta þær hitað vatn í glasi án þess að glasið hitni um leið. Við getum því tekið það út úr ofninum með berum höndum ef við gerum það nógu fljótt svo að glasið nái ekki að hitna frá vatninu.

Örbylgjur ná auðveldlega talsvert inn í efni sem leiðir ekki rafstraum, eins og við sjáum af því að þær eru tiltölulega fljótar að hita mat eins og kartöflur alveg inn að miðju. Þannig hita þær eggið að innan þó að þær hiti ekki skurnina. Vatnið í egginu breytist þá að nokkru í gufu sem skapar þrýsting inni í egginu. Himnan sem umlykur eggið innan við skurnina þenst þá út og skurnin springur, jafnvel með krafti, þannig að ofninn verður útataður að innan ef ekki er að gáð.

Þó er hægt með lagi að sjóða egg í örbylgjuofni án þess að þetta gerist. Við byrjum þá á því að stinga lítið gat á skurnina og himnuna fyrir innan hana. Svo setjum við eggin í plastpoka, hnýtum fyrir og stingum á hann nokkur lítil göt. Þá setjum við pokann í ofninn, stillum hann á hæfileg afköst, innan við 400 W, og líka hæfilegan tíma sem við þurfum ef til vill að prófa okkur áfram með. Vatnsgufan skilar sér þá út um gatið áður en þrýstingur verður of mikill og eggið soðnar án þess að springa. Síðan þarf að láta það standa stundarkorn, bæði til að hitinn jafnist eins og áður er sagt, og eins til að ljúka þeim efnahvörfum sem felast í eggjasuðu.

Ætla mætti að fasta efnið í egginu þendist líka út þegar hitað er með þessari aðferð og mundi sprengja skurnina, en svo þarf ekki að vera. Hitaþensla fasta efnisins í egginu er eða þarf ekki að vera örari en svo að skurnin nái að laga sig að henni.

Tengd svör

Eggjasuða

Örbylgjuofnar

Höfundar

Ari Ólafsson

dósent emeritus í eðlisfræði við HÍ

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

15.1.2001

Spyrjandi

Einar Árnason

Tilvísun

Ari Ólafsson og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Af hverju springa egg þegar þau eru hituð í örbylgjuofni?“ Vísindavefurinn, 15. janúar 2001. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1279.

Ari Ólafsson og Þorsteinn Vilhjálmsson. (2001, 15. janúar). Af hverju springa egg þegar þau eru hituð í örbylgjuofni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1279

Ari Ólafsson og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Af hverju springa egg þegar þau eru hituð í örbylgjuofni?“ Vísindavefurinn. 15. jan. 2001. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1279>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju springa egg þegar þau eru hituð í örbylgjuofni?
Örbylgjur eru rafsegulbylgjur með tiltekinni tíðni, það er að segja tilteknum fjölda slaga á sekúndu. Þessi tíðni er valin þannig að bylgjurnar víxlverka sérstaklega við vatnssameindir í efni sem þær lenda á og hita síðan efnið sem vatnið er í. Auk vatns geta bylgjurnar líka hitað fitu og sykur en mismunandi efni hitna misjafnlega mikið. Þess vegna er alltaf mikilvægt að láta matinn standa nokkra stund eftir að slökkt er á ofninum, til þess að jafna hitann.

En örbylgjurnar hita sem sagt aðeins sum efni sem sett eru í ofninn. Til dæmis geta þær hitað vatn í glasi án þess að glasið hitni um leið. Við getum því tekið það út úr ofninum með berum höndum ef við gerum það nógu fljótt svo að glasið nái ekki að hitna frá vatninu.

Örbylgjur ná auðveldlega talsvert inn í efni sem leiðir ekki rafstraum, eins og við sjáum af því að þær eru tiltölulega fljótar að hita mat eins og kartöflur alveg inn að miðju. Þannig hita þær eggið að innan þó að þær hiti ekki skurnina. Vatnið í egginu breytist þá að nokkru í gufu sem skapar þrýsting inni í egginu. Himnan sem umlykur eggið innan við skurnina þenst þá út og skurnin springur, jafnvel með krafti, þannig að ofninn verður útataður að innan ef ekki er að gáð.

Þó er hægt með lagi að sjóða egg í örbylgjuofni án þess að þetta gerist. Við byrjum þá á því að stinga lítið gat á skurnina og himnuna fyrir innan hana. Svo setjum við eggin í plastpoka, hnýtum fyrir og stingum á hann nokkur lítil göt. Þá setjum við pokann í ofninn, stillum hann á hæfileg afköst, innan við 400 W, og líka hæfilegan tíma sem við þurfum ef til vill að prófa okkur áfram með. Vatnsgufan skilar sér þá út um gatið áður en þrýstingur verður of mikill og eggið soðnar án þess að springa. Síðan þarf að láta það standa stundarkorn, bæði til að hitinn jafnist eins og áður er sagt, og eins til að ljúka þeim efnahvörfum sem felast í eggjasuðu.

Ætla mætti að fasta efnið í egginu þendist líka út þegar hitað er með þessari aðferð og mundi sprengja skurnina, en svo þarf ekki að vera. Hitaþensla fasta efnisins í egginu er eða þarf ekki að vera örari en svo að skurnin nái að laga sig að henni.

Tengd svör

Eggjasuða

Örbylgjuofnar...