Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hver eru dýpstu stöðuvötn á Íslandi?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir



Á heimasíðu Landmælinga Íslands er að finna eftirfarandi lista yfir dýpstu stöðuvötn landsins:

1.Jökulsárlón, Breiðamerkursandi260m
2.Öskjuvatn220m
3.Hvalvatn160m
4.Þingvallavatn114 m
5.Þórisvatn113m
6.Lögurinn112m
7.Kleifarvatn97m
8.Hvítárvatn84m
9.Langisjór75m

Stöðuvötn eru vatnsfylltar dældir sem ná niður fyrir grunnvatnsflöt eða myndast þar sem einhver þröskuldur girðir fyrir vatnsrennsli á yfirborði eða grunnvatnsrennsli. Vatnsstæðin hafa myndast með ýmsu móti, til dæmis við jökulrof, eldsumbrot, jarðskorpuhreyfingar eða bergskrið. Hér á eftir verður fjallað stuttlega um við hvers konar aðstæður dýpstu vötn Íslands hafa myndast.

Jöklar hafa leikið stórt hlutverk við myndun stöðuvatna á Íslandi en skipta má jökulmynduðum vötnum í nokkra flokka. Langflest stöðuvötn á Íslandi eru í jökulsorfnum dældum. Dældirnar hafa myndast þegar ísaldarjökullinn heflaði landið, misdjúpt eftir þykkt jökulsins á hverjum stað og styrk undirlagsins. Eftir stóð mishæðótt landslag með dældum sem fylltust af vatni. Einnig má víða finna löng og mjó stöðuvötn þar sem skriðjöklar gengu niður langa dali. Dalurinn hefur þá grafist hraðar niður inn til landsins þar sem jökulþunginn var meiri en nær sjónum. Lögurinn, sem samkvæmt listanum hér að ofan er sjötta dýpsta stöðuvatn landsins, er einmitt dæmi um vatn sem myndast við þannig aðstæður. Lögurinn er lengsta stöðuvatn landsins, 25 km, og nær um 90 m niður fyrir sjávarmál.



Önnur tegund jökulmyndaðra stöðuvatna eru svokölluð jökultunguvötn eða sporðlón sem myndast oft við jökulsporðinn þegar jökull hopar og vatn safnast upp fyrir innan jökulgarðinn. Jökulsárlón á Breiðamerkursandi, sem nú er orðið dýpsta stöðuvatn landsins, er gott dæmi sporðlón. Áður rann Jökulsá á Breiðamerkursandi beint undan jöklinum og fram í sjó en um og eftir miðja síðustu öld myndaðist mikið lón á milli Breiðamerkurjökuls og jökulöldunnar. Jökulsárlón nær langt niður fyrir sjávarborð og þar er lægsti staður landsins. Hvítárvatn austan undir miðjum Langjökli er einnig dæmi um sporðlón.

Enn ein tegund jökulmyndaðra vatna eru jökullón. Þau myndast þar sem skriðjöklar hafa stíflað dali þannig að vatn safnast við jaðar jökulsins og lón myndast. Þegar vatnsdýpt í jökullónum nær 9/10 af jökulþykktinni lyftist jökullinn og vatnið nær að renna undir hann. Þá er talað um jökulhlaup. Eitt þekktasta jökullónið hér á landi er Grænalón við vesturjaðar Skeiðarárjökuls. Það er um 200 m djúpt þegar vatnsstaðan er hæst og því með dýpstu vötnum landsins. Hins vegar er það ekki á listanum hér að ofan yfir dýpstu vötnin, sjálfsagt vegna þess hve vatnsstaða þess er breytileg, en Grænalón hleypur árlega.

Eldsumbrot hafa líka komið nokkuð við sögu við myndun stöðuvatna á Íslandi. Svokölluð hraunstífluð stöðuvötn myndast þegar hraunstraumar renna þvert yfir eða fyrir dali og girða fyrir ár. Sama er að segja þegar eldfjöll hlaðast upp í dölum og stífla þá. Hvalvatn í Hvalfirði, þriðja dýpsta vatn landsins, er dæmi um þannig vatn. Það myndaðist í kjölfar eldgoss undir jökli á síðustu ísöld þegar Hvalfell hlóðst upp innarlega í Botnsdal og stíflaði dalinn.

Önnur hraunstífluð vötn á listanum hér að ofan eru Kleifarvatn á Reykjanesskaga og Langisjór á Skaftártunguafrétti sem bæði mynduðust á milli móbergsfjalla sem hlóðust upp við gos undir jökli og lokuðu af dældir sem síðan fylltust vatni.

Öskjuvötn eru annar flokkur eldsumbrotavatna. Við eldsumbrot myndast stundum allmiklir sigkatlar eða öskjur sem geta fyllst af vatni. Annað dýpsta stöðuvatn Íslands, Öskjuvatn, er þekktasta dæmið um slíkt vatn hérlendis en það myndaðist eftir Öskjugosið 1875.



Stöðuvötn geta einnig myndast við jarðskorpuhreyfingar en þau eru ekki mörg hér á landi. Þingvallavatn, eitt þekktasta stöðuvatn Íslands og jafnframt það stærsta (að minnsta kosti frá náttúrunnar hendi – sjá svar sama höfundar við spurningunni Hver eru tíu stærstu vötn landsins?) er að hluta til myndað við landsig þó jöklar og hraunrennsli hafi einnig komið þar við sögu.

Til þess að ljúka þessari yfirferð um myndunarhætti dýpstu stöðuvatna landsins má geta þess að maðurinn hefur stundum hjálpað náttúrunni við myndun vatna, annað hvort frá grunni eða þá breytt vötnum sem fyrir voru á einhvern hátt.

Þórisvatn er eina vatnið á listanum hér að ofan sem fellur að hluta í þann flokk. Það er reyndar ekki myndað af mönnum en var stækkaði nokkuð við virkjun Þjórsár (sjá svar sama höfundar við spurningunni Hver eru tíu stærstu vötn landsins?). Upphaflega er Þórisvatn myndað sem jökulsorfin dæld en fyrir gæti hafa verið sigdalur. Því er auk þess haldið uppi af móbergshryggjum á báða vegu sem mynduðust við upphleðslu gosefna undir jökli. Síðar hafa runnið hraun upp að vatninu að norðanverðu og norðaustanverðu og við það hefur það hækkað eitthvað. Vatnið hefur tvívegis verið hækkað af mannavöldum og síðast árið 1985 úr 576 m í 581 m.

Heimildir:
  • Jóhann Ísak Pétursson og Jón Gauti Jónsson, 2001. Jarðfræði. Reykjavík, Iðnú.
  • Jón Reynir Sigurvinsson, jarðfræðingur, aðstoðarskólameistari Menntaskólans á Ísafirði – munnlegar upplýsingar.
  • Þorleifur Einarsson, 1991. Myndun og mótun lands. Reykjavík, Mál og menning.
  • Þorsteinn Jósepsson og Steindór Steindórsson, 1984. Landið þitt Ísland. Reykjavík, Örn og Örlygur.

Mynd af Öskjuvatni: photo.jo-sac.ch

Mynd af Jökulsárlóni: Travelnet.is

Mynd af Þingvallavatni: Tampere University of Technology, Finland - Kuvia Islannin matkoilta

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

13.2.2003

Spyrjandi

Þorsteinn Brynjarsson, f. 1989

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hver eru dýpstu stöðuvötn á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 13. febrúar 2003. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3140.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2003, 13. febrúar). Hver eru dýpstu stöðuvötn á Íslandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3140

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hver eru dýpstu stöðuvötn á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 13. feb. 2003. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3140>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver eru dýpstu stöðuvötn á Íslandi?


Á heimasíðu Landmælinga Íslands er að finna eftirfarandi lista yfir dýpstu stöðuvötn landsins:

1.Jökulsárlón, Breiðamerkursandi260m
2.Öskjuvatn220m
3.Hvalvatn160m
4.Þingvallavatn114 m
5.Þórisvatn113m
6.Lögurinn112m
7.Kleifarvatn97m
8.Hvítárvatn84m
9.Langisjór75m

Stöðuvötn eru vatnsfylltar dældir sem ná niður fyrir grunnvatnsflöt eða myndast þar sem einhver þröskuldur girðir fyrir vatnsrennsli á yfirborði eða grunnvatnsrennsli. Vatnsstæðin hafa myndast með ýmsu móti, til dæmis við jökulrof, eldsumbrot, jarðskorpuhreyfingar eða bergskrið. Hér á eftir verður fjallað stuttlega um við hvers konar aðstæður dýpstu vötn Íslands hafa myndast.

Jöklar hafa leikið stórt hlutverk við myndun stöðuvatna á Íslandi en skipta má jökulmynduðum vötnum í nokkra flokka. Langflest stöðuvötn á Íslandi eru í jökulsorfnum dældum. Dældirnar hafa myndast þegar ísaldarjökullinn heflaði landið, misdjúpt eftir þykkt jökulsins á hverjum stað og styrk undirlagsins. Eftir stóð mishæðótt landslag með dældum sem fylltust af vatni. Einnig má víða finna löng og mjó stöðuvötn þar sem skriðjöklar gengu niður langa dali. Dalurinn hefur þá grafist hraðar niður inn til landsins þar sem jökulþunginn var meiri en nær sjónum. Lögurinn, sem samkvæmt listanum hér að ofan er sjötta dýpsta stöðuvatn landsins, er einmitt dæmi um vatn sem myndast við þannig aðstæður. Lögurinn er lengsta stöðuvatn landsins, 25 km, og nær um 90 m niður fyrir sjávarmál.



Önnur tegund jökulmyndaðra stöðuvatna eru svokölluð jökultunguvötn eða sporðlón sem myndast oft við jökulsporðinn þegar jökull hopar og vatn safnast upp fyrir innan jökulgarðinn. Jökulsárlón á Breiðamerkursandi, sem nú er orðið dýpsta stöðuvatn landsins, er gott dæmi sporðlón. Áður rann Jökulsá á Breiðamerkursandi beint undan jöklinum og fram í sjó en um og eftir miðja síðustu öld myndaðist mikið lón á milli Breiðamerkurjökuls og jökulöldunnar. Jökulsárlón nær langt niður fyrir sjávarborð og þar er lægsti staður landsins. Hvítárvatn austan undir miðjum Langjökli er einnig dæmi um sporðlón.

Enn ein tegund jökulmyndaðra vatna eru jökullón. Þau myndast þar sem skriðjöklar hafa stíflað dali þannig að vatn safnast við jaðar jökulsins og lón myndast. Þegar vatnsdýpt í jökullónum nær 9/10 af jökulþykktinni lyftist jökullinn og vatnið nær að renna undir hann. Þá er talað um jökulhlaup. Eitt þekktasta jökullónið hér á landi er Grænalón við vesturjaðar Skeiðarárjökuls. Það er um 200 m djúpt þegar vatnsstaðan er hæst og því með dýpstu vötnum landsins. Hins vegar er það ekki á listanum hér að ofan yfir dýpstu vötnin, sjálfsagt vegna þess hve vatnsstaða þess er breytileg, en Grænalón hleypur árlega.

Eldsumbrot hafa líka komið nokkuð við sögu við myndun stöðuvatna á Íslandi. Svokölluð hraunstífluð stöðuvötn myndast þegar hraunstraumar renna þvert yfir eða fyrir dali og girða fyrir ár. Sama er að segja þegar eldfjöll hlaðast upp í dölum og stífla þá. Hvalvatn í Hvalfirði, þriðja dýpsta vatn landsins, er dæmi um þannig vatn. Það myndaðist í kjölfar eldgoss undir jökli á síðustu ísöld þegar Hvalfell hlóðst upp innarlega í Botnsdal og stíflaði dalinn.

Önnur hraunstífluð vötn á listanum hér að ofan eru Kleifarvatn á Reykjanesskaga og Langisjór á Skaftártunguafrétti sem bæði mynduðust á milli móbergsfjalla sem hlóðust upp við gos undir jökli og lokuðu af dældir sem síðan fylltust vatni.

Öskjuvötn eru annar flokkur eldsumbrotavatna. Við eldsumbrot myndast stundum allmiklir sigkatlar eða öskjur sem geta fyllst af vatni. Annað dýpsta stöðuvatn Íslands, Öskjuvatn, er þekktasta dæmið um slíkt vatn hérlendis en það myndaðist eftir Öskjugosið 1875.



Stöðuvötn geta einnig myndast við jarðskorpuhreyfingar en þau eru ekki mörg hér á landi. Þingvallavatn, eitt þekktasta stöðuvatn Íslands og jafnframt það stærsta (að minnsta kosti frá náttúrunnar hendi – sjá svar sama höfundar við spurningunni Hver eru tíu stærstu vötn landsins?) er að hluta til myndað við landsig þó jöklar og hraunrennsli hafi einnig komið þar við sögu.

Til þess að ljúka þessari yfirferð um myndunarhætti dýpstu stöðuvatna landsins má geta þess að maðurinn hefur stundum hjálpað náttúrunni við myndun vatna, annað hvort frá grunni eða þá breytt vötnum sem fyrir voru á einhvern hátt.

Þórisvatn er eina vatnið á listanum hér að ofan sem fellur að hluta í þann flokk. Það er reyndar ekki myndað af mönnum en var stækkaði nokkuð við virkjun Þjórsár (sjá svar sama höfundar við spurningunni Hver eru tíu stærstu vötn landsins?). Upphaflega er Þórisvatn myndað sem jökulsorfin dæld en fyrir gæti hafa verið sigdalur. Því er auk þess haldið uppi af móbergshryggjum á báða vegu sem mynduðust við upphleðslu gosefna undir jökli. Síðar hafa runnið hraun upp að vatninu að norðanverðu og norðaustanverðu og við það hefur það hækkað eitthvað. Vatnið hefur tvívegis verið hækkað af mannavöldum og síðast árið 1985 úr 576 m í 581 m.

Heimildir:
  • Jóhann Ísak Pétursson og Jón Gauti Jónsson, 2001. Jarðfræði. Reykjavík, Iðnú.
  • Jón Reynir Sigurvinsson, jarðfræðingur, aðstoðarskólameistari Menntaskólans á Ísafirði – munnlegar upplýsingar.
  • Þorleifur Einarsson, 1991. Myndun og mótun lands. Reykjavík, Mál og menning.
  • Þorsteinn Jósepsson og Steindór Steindórsson, 1984. Landið þitt Ísland. Reykjavík, Örn og Örlygur.

Mynd af Öskjuvatni: photo.jo-sac.ch

Mynd af Jökulsárlóni: Travelnet.is

Mynd af Þingvallavatni: Tampere University of Technology, Finland - Kuvia Islannin matkoilta...