Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Af hverju gaus í Vestmannaeyjum?

Olgeir Sigmarsson

Eldvirkni er oftast tengd flekaskilum (úthafshryggjum) eða flekamótum (fellingafjöllum). Ísland liggur á flekaskilum þar sem Ameríku- og Evrópu-Asíuflekinn reka í sundur. Vegna þess að undir landinu er svokallaður möttulstrókur verður eldvirkni hér enn meiri en skýra má með flekaskilunum einum saman (lesa má um möttulstrók og flekaskil í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Er eldvirkni á Íslandi sveiflukennd?)



Nútíma eldvirkni á Íslandi er einkum bundin við tvö gosbelti. Annað liggur frá Reykjanesi til Langjökuls en hitt liggur frá Vestmannaeyjum þvert yfir landið til Melrakkasléttu. Á Suðurlandi færist gosbeltið suður á bóginn vegna samspils möttulsstróksins undir landinu og flekaskilanna. Eldgosið í Surtsey sem hófst árið 1963 markar framrás Suðurlandsgosbeltisins, en í framtíðinni kann vel að gjósa enn sunnar.

Samtímis, eða stuttu fyrir Surtseyjargosið, er líklegt að kvika hafi risið inn undir Heimaey, sem er miðja eldstöðvarinnar í Vestmannaeyjum. Sennilegast er að basaltkvika, lík þeirri er kom upp í Surtsey, hafi stöðvast á um það bil 20 km dýpi og kólnað úr 1150 °C niður í 1050 °C. Við kólnunina byrjuðu þær steindir kvikunnar sem hafa hæsta bræðslumarkið að kristallast. Kristallarnir sem féllu úr kvikunni innihéldu lítið af vatni eða öðrum rokgjörnum efnum og því söfnuðust þau efni saman í afgangsbráðinni. Þegar bráð yfirmettast af þessum rokgjörnu efnum, leysast þau úr kvikunni og mynda gas. Gasið er léttara og rúmmálsfrekara en kvikubráðin og safnast því saman efst í kvikuhólfinu, þar sem þrýstingur eykst. Þegar þrýstingur kvikunnar nær að brjóta grannbergið fyrir ofan hólfið, skýst hún upp og getur valdið gosi. Undir Heimaey virðist það hafa tekið kvikuna nálægt 10 ár að byggja upp nægilegan þrýsting til að koma af stað gosinu sem hófst þann 23. janúar 1973.

Draga má þann lærdóm af síðustu Vestmannaeyjagosum, að ef gos verður einhversstaðar í nálægð Heimaeyjar þá er allt eins líklegt að gjósi einnig á Heimaey. Jafnframt má reikna með gosi hvenær sem er í Vestmannaeyjaeldstöðinni. Það sama á reyndar við um Reykjanesskagann og þá gæti Hafnarfjörður legið í því.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:
  • Vefsetur Vestmannaeyjakaupstaðar, síða um Heimaeyjargosið. Sótt 28.4.2002.

Höfundur

jarðfræðingur á Raunvísindastofnun Háskólans

Útgáfudagur

28.4.2002

Spyrjandi

Lilja Hrönn Helgadóttir, f. 1987

Tilvísun

Olgeir Sigmarsson. „Af hverju gaus í Vestmannaeyjum?“ Vísindavefurinn, 28. apríl 2002. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2340.

Olgeir Sigmarsson. (2002, 28. apríl). Af hverju gaus í Vestmannaeyjum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2340

Olgeir Sigmarsson. „Af hverju gaus í Vestmannaeyjum?“ Vísindavefurinn. 28. apr. 2002. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2340>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju gaus í Vestmannaeyjum?
Eldvirkni er oftast tengd flekaskilum (úthafshryggjum) eða flekamótum (fellingafjöllum). Ísland liggur á flekaskilum þar sem Ameríku- og Evrópu-Asíuflekinn reka í sundur. Vegna þess að undir landinu er svokallaður möttulstrókur verður eldvirkni hér enn meiri en skýra má með flekaskilunum einum saman (lesa má um möttulstrók og flekaskil í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Er eldvirkni á Íslandi sveiflukennd?)



Nútíma eldvirkni á Íslandi er einkum bundin við tvö gosbelti. Annað liggur frá Reykjanesi til Langjökuls en hitt liggur frá Vestmannaeyjum þvert yfir landið til Melrakkasléttu. Á Suðurlandi færist gosbeltið suður á bóginn vegna samspils möttulsstróksins undir landinu og flekaskilanna. Eldgosið í Surtsey sem hófst árið 1963 markar framrás Suðurlandsgosbeltisins, en í framtíðinni kann vel að gjósa enn sunnar.

Samtímis, eða stuttu fyrir Surtseyjargosið, er líklegt að kvika hafi risið inn undir Heimaey, sem er miðja eldstöðvarinnar í Vestmannaeyjum. Sennilegast er að basaltkvika, lík þeirri er kom upp í Surtsey, hafi stöðvast á um það bil 20 km dýpi og kólnað úr 1150 °C niður í 1050 °C. Við kólnunina byrjuðu þær steindir kvikunnar sem hafa hæsta bræðslumarkið að kristallast. Kristallarnir sem féllu úr kvikunni innihéldu lítið af vatni eða öðrum rokgjörnum efnum og því söfnuðust þau efni saman í afgangsbráðinni. Þegar bráð yfirmettast af þessum rokgjörnu efnum, leysast þau úr kvikunni og mynda gas. Gasið er léttara og rúmmálsfrekara en kvikubráðin og safnast því saman efst í kvikuhólfinu, þar sem þrýstingur eykst. Þegar þrýstingur kvikunnar nær að brjóta grannbergið fyrir ofan hólfið, skýst hún upp og getur valdið gosi. Undir Heimaey virðist það hafa tekið kvikuna nálægt 10 ár að byggja upp nægilegan þrýsting til að koma af stað gosinu sem hófst þann 23. janúar 1973.

Draga má þann lærdóm af síðustu Vestmannaeyjagosum, að ef gos verður einhversstaðar í nálægð Heimaeyjar þá er allt eins líklegt að gjósi einnig á Heimaey. Jafnframt má reikna með gosi hvenær sem er í Vestmannaeyjaeldstöðinni. Það sama á reyndar við um Reykjanesskagann og þá gæti Hafnarfjörður legið í því.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:
  • Vefsetur Vestmannaeyjakaupstaðar, síða um Heimaeyjargosið. Sótt 28.4.2002.
...