Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvernig varð íslenskan til?

Guðrún Kvaran



Þegar Ísland tók að byggjast á 9. öld komu flestir landnámsmanna frá Noregi og tóku sumir á leiðinni þræla á Írlandi. Fyrstu aldirnar var sama tunga töluð á Íslandi og í Noregi þannig að lítill munur var á og orðaforðinn var að mestu norrænn fyrir utan fáein keltnesk tökuorð. Þetta hélst að mestu fram á 13. öld að munur á tungunum fór vaxandi og jókst hann enn á 14. öld. Í íslensku komu fram hljóðbreytingar sem ekki áttu sér stað í norsku og norska beygingarkerfið einfaldaðist talsvert. Breytingar urðu í íslensku bæði á sérhljóða- og samhljóðakerfinu í aldanna rás. Sérhljóðakerfið einfaldaðist að því leyti að hljóð féllu saman (til dæmis i og y, í og ý) og ýmsar breytingar urðu á samhljóðakerfinu. Einnig hafa orðið breytingar á íslenska beygingakerfinu frá því í fornu máli. Margar þeirra eru minni háttar, aðrar ná til heilla beygingarflokka.

Orðaforðinn hefur einnig aukist jafnt og þétt. Við kristniboð á 10. öld og við kristnitöku jókst íslenskur orðaforði verulega. Ný orð þurfti yfir kirkjuleg hugtök og voru sum fengin úr latínu eða grísku, önnur úr germönskum málum, flest sennilega tekin að láni í íslensku úr norrænum málum. Sem dæmi mætti nefna kirkja, biskup, prestur, altari, engill, klaustur. Orðið synd er talið tökuorð úr fornsaxnesku og guðspjall úr fornensku.

Ýmis orð, sem tengjast hirðlífi og riddarmennsku, bárust í málið með sögum um riddara þýddum úr frönsku. Þar má til dæmis nefna nafnorðið kurteisi og lýsingarorðið kurteis. Íslendingar voru einnig í verslunarsambandi við hansakaupmenn í Norður-Þýskalandi, einkum þegar líða tók á 15. öld, og þannig bættust í málið fjöldi orða af lágþýskum uppruna sem tengdust verslun og viðskiptum. Um siðskipti bættist talsvert við íslenskan orðaforða við það að Biblían og önnur kirkjuleg rit voru þýdd á íslensku. Þessum þýðingum fylgdi fjöldi tökuorða úr dönsku og þýsku.

Ensk áhrif á íslensku byrja að ráði við hernámið í síðari heimstyrjöldinni þegar margir landsmenn áttu daglega samskipti við breska og síðar bandaríska hermenn.

Einn þátt er sjálfsagt að nefna enn sem aukið hefur íslenskan orðaforða en það er nýyrðasmíðin. Við notum nú orðin þyrla, þota, gámur, sími, sjónvarp, tölva í stað erlendu orðanna helicopter, jet, container, telephone, television, computer, svo dæmi séu nefnd.

Þau atriði, sem talin hafa verið, eru aðeins dæmi um þau áhrif sem íslenska hefur orðið fyrir frá því á landnámsöld. Breytingar á hljóð- og beygingakerfi í aldanna rás og viðbætur við orðaforðann hafa sett sín einkenni á íslensku og gert hana að sjálfstæðri tungu.

Sjá einnig:

Hver er orðaforði íslenskrar tungu og hver er orðaforði fullorðins einstaklings að jafnaði?

Hvernig urðu orð til?


Mynd: HB

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

25.7.2001

Spyrjandi

Birna Sigurðardóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvernig varð íslenskan til?“ Vísindavefurinn, 25. júlí 2001. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1815.

Guðrún Kvaran. (2001, 25. júlí). Hvernig varð íslenskan til? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1815

Guðrún Kvaran. „Hvernig varð íslenskan til?“ Vísindavefurinn. 25. júl. 2001. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1815>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig varð íslenskan til?


Þegar Ísland tók að byggjast á 9. öld komu flestir landnámsmanna frá Noregi og tóku sumir á leiðinni þræla á Írlandi. Fyrstu aldirnar var sama tunga töluð á Íslandi og í Noregi þannig að lítill munur var á og orðaforðinn var að mestu norrænn fyrir utan fáein keltnesk tökuorð. Þetta hélst að mestu fram á 13. öld að munur á tungunum fór vaxandi og jókst hann enn á 14. öld. Í íslensku komu fram hljóðbreytingar sem ekki áttu sér stað í norsku og norska beygingarkerfið einfaldaðist talsvert. Breytingar urðu í íslensku bæði á sérhljóða- og samhljóðakerfinu í aldanna rás. Sérhljóðakerfið einfaldaðist að því leyti að hljóð féllu saman (til dæmis i og y, í og ý) og ýmsar breytingar urðu á samhljóðakerfinu. Einnig hafa orðið breytingar á íslenska beygingakerfinu frá því í fornu máli. Margar þeirra eru minni háttar, aðrar ná til heilla beygingarflokka.

Orðaforðinn hefur einnig aukist jafnt og þétt. Við kristniboð á 10. öld og við kristnitöku jókst íslenskur orðaforði verulega. Ný orð þurfti yfir kirkjuleg hugtök og voru sum fengin úr latínu eða grísku, önnur úr germönskum málum, flest sennilega tekin að láni í íslensku úr norrænum málum. Sem dæmi mætti nefna kirkja, biskup, prestur, altari, engill, klaustur. Orðið synd er talið tökuorð úr fornsaxnesku og guðspjall úr fornensku.

Ýmis orð, sem tengjast hirðlífi og riddarmennsku, bárust í málið með sögum um riddara þýddum úr frönsku. Þar má til dæmis nefna nafnorðið kurteisi og lýsingarorðið kurteis. Íslendingar voru einnig í verslunarsambandi við hansakaupmenn í Norður-Þýskalandi, einkum þegar líða tók á 15. öld, og þannig bættust í málið fjöldi orða af lágþýskum uppruna sem tengdust verslun og viðskiptum. Um siðskipti bættist talsvert við íslenskan orðaforða við það að Biblían og önnur kirkjuleg rit voru þýdd á íslensku. Þessum þýðingum fylgdi fjöldi tökuorða úr dönsku og þýsku.

Ensk áhrif á íslensku byrja að ráði við hernámið í síðari heimstyrjöldinni þegar margir landsmenn áttu daglega samskipti við breska og síðar bandaríska hermenn.

Einn þátt er sjálfsagt að nefna enn sem aukið hefur íslenskan orðaforða en það er nýyrðasmíðin. Við notum nú orðin þyrla, þota, gámur, sími, sjónvarp, tölva í stað erlendu orðanna helicopter, jet, container, telephone, television, computer, svo dæmi séu nefnd.

Þau atriði, sem talin hafa verið, eru aðeins dæmi um þau áhrif sem íslenska hefur orðið fyrir frá því á landnámsöld. Breytingar á hljóð- og beygingakerfi í aldanna rás og viðbætur við orðaforðann hafa sett sín einkenni á íslensku og gert hana að sjálfstæðri tungu.

Sjá einnig:

Hver er orðaforði íslenskrar tungu og hver er orðaforði fullorðins einstaklings að jafnaði?

Hvernig urðu orð til?


Mynd: HB...