ÆVI JÓHANNESAR KEPLERS
1571 |
Fæddur í
Weil der Stadt 27. desember |
1577 |
Móðir
hans sýnir honum skæra halastjörnu |
1588-91 |
Háskólanám
í Tübingen í ýmsum greinum; lærir stjarnfræði hjá Michael Mästlin 1591-4
Guðfræðinám í Tübingen |
1594-1600 |
Stærðfræðikennari
í Graz í Austurríki |
1596 |
Leyndardómur heimsmyndarinnar kemur út |
1597 |
Kvænist
Barböru Müller. Þau áttu fimm börn en aðeins tvö komust á fullorðinsár |
1600-1601 |
Skrykkjótt
samstarf við Týchó Brahe í Prag. Byrjar að vinna að
athugunum á Mars |
1601 |
Verður
keisaralegur stærðfræðingur hjá Rúdolf öðrum í Prag eftir dauða Týchós |
1601 |
Ritið Um hinar öruggari undirstöður
stjörnuspekinnar kemur út |
1604 |
Sprengistjarna
birtist, nú kennd við Kepler |
1604 |
Ljósfræði stjörnufræðinnar |
1606 |
Um nýja stjörnu |
1609 |
Ný stjörnufræði:
Fyrsta og annað lögmálið sett fram um Mars |
1610 |
Gefur
út Samtal við sendiboða Galíleós frá
stjörnunum. Athugar Júpíter í kíki |
1611 |
Ljósbrotsfræði kemur
út |
- |
Farsóttir
geisa í Prag. Kona og barn Keplers deyja. |
- |
Rúdolf
hrökklast frá völdum; deyr 1612 |
1612 |
Kepler
fer frá Prag en er þó áfram keisaralegur stærðfræðingur |
1612-28 |
Stærðfræðikennari
í Linz |
1613 |
Kepler
kvænist Súsönnu Reuttinger eftir fræga útreikninga. Þau eignast sjö börn en
fimm þeirra deyja í bernsku |
1614 |
Bók Napiers
um lygra kemur út; Kepler notar aðferðir
hennar síðar í útreikningum |
1615 |
Rúmmálsfræði víntunna: Einn
af undanförum örsmæðareiknings |
1615-21 |
Málarekstur
á hendur Katrínu, móður Keplers, fyrir galdra |
1617-21 |
Ágrip af stjörnufræði Kópernikusar kemur út í þremur hlutum. Sett á bannlista kaþólsku kirkjunnar 1619 |
1618 |
Þrjátíu
ára stríðið hefst |
1619 |
Samhljómar heimsins:
Þriðja lögmálið sett fram |
1627 |
Töflur Rúdolfs eftir
Týchó og Kepler koma út |
1628 |
Gengur í
þjónustu Wallensteins í Sagan |
1630 |
Kepler
deyr 15. nóvember í Regensburg |
1631 |
Pierre
Gassendi gerir athuganir á þvergöngu Merkúríusar fyrir sól, sem Kepler hafði
sagt fyrir um með miklu meiri nákvæmni en áður hafði verið unnt |
1634 |
Draumurinn ... eða Stjörnufræði á tunglinu kemur út í umsjón sonar Keplers |
Heimild: Þorsteinn Vilhjálmsson 1987. Heimsmynd á hverfanda hveli II. Reykjavík, Mál og menning.