Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Hvernig og hvenær urðu vísindi til?

JGÞ og ÞV

Spurningin um það hvenær og hvernig vísindin urðu til er eitthvert forvitnilegasta umhugsunarefni vísindasögunnar og svör við henni eru vitanlega með ýmsu móti. Enda felst í henni spurningin Hvað eru vísindi?

Ein kenning er sú að upphaf vísinda megi rekja til þess þegar maðurinn fór að búa til áhöld. Fyrstu áhöld frummanna hafa væntanlega verið afar einföld, kannski aðeins brotin grein. En jafnvel einföldustu áhöld eru ávöxtur langrar reynslu. Menn hafa þurft að þreifa sig áfram, leggja hluti á minnið og bera saman. Þess háttar hagnýting á reynslu er hliðstæð því þegar nútíma vísindamenn binda reynslu í kerfi og draga saman í formúlum, lýsingum og forskriftum.

Ýmis áhöld úr beinum frá miðsteinöld (hófst fyrir um 280.000 árum og lauk fyrir 50-25.000 árum).

Vitanlega er ekki hægt að finna eitthvert ártal þegar vísindaiðkun af þessu tagi hófst. Upphaf vísinda í þessum skilningi er einfaldlega um það leyti sem tegundin Homo sapiens fór að búa til og nota áhöld. Til þess að smíða þau þurfti athuganir og tilraunir. Menn þurftu einnig að tjá sig við aðra, til að mynda svo þekkingin skilaði sér áfram, en einnig er gaman að hugleiða að þekkingin flyst líka milli kynslóða með áhaldinu sjálfu, þegar við sjáum hníf eða hrífu er nokkuð ljóst hvernig hægt er að nota hlutinn og til hvers.

Stundum er sagt að athuganir og umræður séu það sem öll vísindi eiga sameiginlegt. Slíkt gerist einnig oft kringum áhöld. Menn ræða þá hvernig áhaldið þurfi að vera til að það nýtist sem best, og einnig til hvers sé hægt að notað það.

Spurningin hvernig urðu vísindi til er einnig náskyld spurningunni hvernig varð menningin til? Á fyrstu stigum vísinda tengdust þau mjög ýmsum öðrum þáttum menningar, svo sem ritmáli sem var notað til að varðveita niðurstöður vísinda og breiða þær út. Vísindin tengdust einnig mannvirkjagerð, sérhæfingu í störfum og þannig mætti lengi telja.

Heimild og frekara lesefni:
  • Þorsteinn Vilhjálmsson, Heimsmynd á hverfanda hveli, I-II, Reykjavík: Mál og menning, 1985-1986.
Mynd:


Þetta svar er í flokknum „bekkirnir spyrja“ þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundar

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

31.1.2013

Spyrjandi

Ásmundur Goði Einarsson, Eydís Lilja Einarsdóttir

Tilvísun

JGÞ og ÞV. „Hvernig og hvenær urðu vísindi til?“ Vísindavefurinn, 31. janúar 2013. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=64195.

JGÞ og ÞV. (2013, 31. janúar). Hvernig og hvenær urðu vísindi til? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=64195

JGÞ og ÞV. „Hvernig og hvenær urðu vísindi til?“ Vísindavefurinn. 31. jan. 2013. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=64195>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig og hvenær urðu vísindi til?
Spurningin um það hvenær og hvernig vísindin urðu til er eitthvert forvitnilegasta umhugsunarefni vísindasögunnar og svör við henni eru vitanlega með ýmsu móti. Enda felst í henni spurningin Hvað eru vísindi?

Ein kenning er sú að upphaf vísinda megi rekja til þess þegar maðurinn fór að búa til áhöld. Fyrstu áhöld frummanna hafa væntanlega verið afar einföld, kannski aðeins brotin grein. En jafnvel einföldustu áhöld eru ávöxtur langrar reynslu. Menn hafa þurft að þreifa sig áfram, leggja hluti á minnið og bera saman. Þess háttar hagnýting á reynslu er hliðstæð því þegar nútíma vísindamenn binda reynslu í kerfi og draga saman í formúlum, lýsingum og forskriftum.

Ýmis áhöld úr beinum frá miðsteinöld (hófst fyrir um 280.000 árum og lauk fyrir 50-25.000 árum).

Vitanlega er ekki hægt að finna eitthvert ártal þegar vísindaiðkun af þessu tagi hófst. Upphaf vísinda í þessum skilningi er einfaldlega um það leyti sem tegundin Homo sapiens fór að búa til og nota áhöld. Til þess að smíða þau þurfti athuganir og tilraunir. Menn þurftu einnig að tjá sig við aðra, til að mynda svo þekkingin skilaði sér áfram, en einnig er gaman að hugleiða að þekkingin flyst líka milli kynslóða með áhaldinu sjálfu, þegar við sjáum hníf eða hrífu er nokkuð ljóst hvernig hægt er að nota hlutinn og til hvers.

Stundum er sagt að athuganir og umræður séu það sem öll vísindi eiga sameiginlegt. Slíkt gerist einnig oft kringum áhöld. Menn ræða þá hvernig áhaldið þurfi að vera til að það nýtist sem best, og einnig til hvers sé hægt að notað það.

Spurningin hvernig urðu vísindi til er einnig náskyld spurningunni hvernig varð menningin til? Á fyrstu stigum vísinda tengdust þau mjög ýmsum öðrum þáttum menningar, svo sem ritmáli sem var notað til að varðveita niðurstöður vísinda og breiða þær út. Vísindin tengdust einnig mannvirkjagerð, sérhæfingu í störfum og þannig mætti lengi telja.

Heimild og frekara lesefni:
  • Þorsteinn Vilhjálmsson, Heimsmynd á hverfanda hveli, I-II, Reykjavík: Mál og menning, 1985-1986.
Mynd:


Þetta svar er í flokknum „bekkirnir spyrja“ þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....