Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvernig vitið þið á Vísindavefnum svona mikið?

ÞV

Á bak við Vísindavefinn er fjölmennur hópur vísindamanna úr ýmsum ólíkum fræðigreinum. Flestir þeirra tengjast Háskóla Íslands eða stofnunum sem eru í samstarfi við hann. Þetta er skýringin á því að Vísindavefurinn á að geta svarað spurningum á mörgum sviðum þekkingar og vísinda.

Hins vegar er vert að geta þess hvað sögnin "að vita" merkir hér. Við svörum ekki spurningum að bragði eins og þátttakendur í "Gettu betur"; við "vitum" ekki endilega svörin í þeim skilningi að menn geti baunað á okkur spurningum og við svörum jafnharðan. Hins vegar vitum við kannski oft eitthvað um þau strax og síðan vitum við hvar við eigum að leita frekari upplýsinga um málið. Bæði kunna vísindamenn yfirleitt vel að umgangast handbækur og önnur slík hefðbundin gögn og auk þess notfærum við okkur Veraldarvefinn með ýmsum hætti til uppflettingar. Þar eru meðal annars erlendir spurningabankar svipaðir þessum, samanber tenglasíðuna okkar.

Ennfremur þurfum við oft að ganga með svörin í huganum dálítinn tíma til að þau verði sæmilega skýr og skilmerkileg og í samhengi við aðra þekkingu. Margar spurningarnar á Vísindavefnum hafa einmitt verið skemmtilegar og ögrandi á þennan hátt; það er gaman að hugleiða þær og læra af þeim!

Sjá einnig svar ÞV við spurningunni Hvar fáið þið öll svörin við spurningunum? Kannski á Vísindavefnum?

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

13.5.2000

Spyrjandi

Bríet Guðmundsdóttir, f. 1989

Efnisorð

Tilvísun

ÞV. „Hvernig vitið þið á Vísindavefnum svona mikið?“ Vísindavefurinn, 13. maí 2000. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=420.

ÞV. (2000, 13. maí). Hvernig vitið þið á Vísindavefnum svona mikið? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=420

ÞV. „Hvernig vitið þið á Vísindavefnum svona mikið?“ Vísindavefurinn. 13. maí. 2000. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=420>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig vitið þið á Vísindavefnum svona mikið?
Á bak við Vísindavefinn er fjölmennur hópur vísindamanna úr ýmsum ólíkum fræðigreinum. Flestir þeirra tengjast Háskóla Íslands eða stofnunum sem eru í samstarfi við hann. Þetta er skýringin á því að Vísindavefurinn á að geta svarað spurningum á mörgum sviðum þekkingar og vísinda.

Hins vegar er vert að geta þess hvað sögnin "að vita" merkir hér. Við svörum ekki spurningum að bragði eins og þátttakendur í "Gettu betur"; við "vitum" ekki endilega svörin í þeim skilningi að menn geti baunað á okkur spurningum og við svörum jafnharðan. Hins vegar vitum við kannski oft eitthvað um þau strax og síðan vitum við hvar við eigum að leita frekari upplýsinga um málið. Bæði kunna vísindamenn yfirleitt vel að umgangast handbækur og önnur slík hefðbundin gögn og auk þess notfærum við okkur Veraldarvefinn með ýmsum hætti til uppflettingar. Þar eru meðal annars erlendir spurningabankar svipaðir þessum, samanber tenglasíðuna okkar.

Ennfremur þurfum við oft að ganga með svörin í huganum dálítinn tíma til að þau verði sæmilega skýr og skilmerkileg og í samhengi við aðra þekkingu. Margar spurningarnar á Vísindavefnum hafa einmitt verið skemmtilegar og ögrandi á þennan hátt; það er gaman að hugleiða þær og læra af þeim!

Sjá einnig svar ÞV við spurningunni Hvar fáið þið öll svörin við spurningunum? Kannski á Vísindavefnum?...