Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík

Hver var A.R. Radcliffe-Brown?

Arnar Árnason

Alfred Reginald Radcliffe-Brown (1881-1955) er einn áhrifamesti mannfræðingur sem uppi hefur verið. Hann var helsti forvígismaður virknishyggju (structural-functionalism) innan mannfræðinnar og einn helsti kenningasmiður greinarinnar. Ef segja má að Bronislaw Malinowski hafi lagt grunninn að breskri mannfræði með hugmyndum sínum um gildi og nauðsyn vettvangsathugana, þá reisti Radcliffe-Brown þann kenningalega ramma sem breskir mannfræðingar störfuðu eftir um margra áratuga skeið, þó að þeir hafi gagnrýnt og endurskoðað kenningar hans síðustu árin.

Radcliffe-Brown fæddist á Englandi árið 1881. Hann nam í Cambridge og varð þar fyrsti mannfræðinemi W. H. R. Rivers, sem þá var nýkominn heim úr frægum leiðangri til Torressunds, milli Nýju-Gíneu og Ástralíu. Árin 1906-8 fór Radcliffe-Brown í vettvangsrannsókn til Andaman-eyja í Bengalflóa, og frá 1910 til 1912 vann hann að rannsókn meðal frumbyggja Ástralíu. Á þessum rannsóknum byggja flest af helstu verkum Radcliffe-Brown.

Radcliffe-Brown gengdi kennslustöðum í mannfræði víða um heim. Hann kom á fót kennslu í mannfræði við háskólana í Höfðaborg í Suður-Afríku og í Sydney, Ástralíu. Frá 1931 til 1937 kenndi hann við Chicagoháskóla í Bandaríkjunum og hafði mikil áhrif. Síðan þá hefur mannfræði við Chicagoskóla löngum verið með öðrum brag en annars staðar þar í landi. Frá 1937 til 1946 var Radcliffe-Brown prófessor í mannfræði við Oxfordháskóla á Englandi. Á þeim árum gjörbreytti hann breskri mannfræði og sá til þess að virknishyggjan yrði kenningarlegur grundvöllur hennar. Eftir Radcliffe-Brown liggja ekki eftir mörg fræðirit, hann var áhrifameiri sem kennari. Helstu ritverk hans eru The Andaman Islanders (1922) og Structure and Function in Primitive Society (1952).

Radcliffe-Brown varð snemma á ferli sínum fyrir miklum áhrifum frá franska félagsfræðingnum Émile Durkheim (lesa má um Durkheim og virknishyggju í svari Haraldar Ólafssonar við spurningunni Hvað er það sem mannfræðingar kalla fúnksjónalisma?) og bera kenningar hans þess glöggt merki. Þær verða best skýrðar í stuttu máli með því að líta á grundvallarhugtökin virkni (function) og formgerð (structure) og tengsl þeirra.

Radcliffe-Brown hélt því fram að líta mætti á samfélagið sem lífveru eða líkama. Hann bætti því við að samfélagið viðhelst ekki af sjálfu sér, ekkert frekar en lífveran gerir og að stöðugleiki þess og viðgangur er ekki sjálfgefinn. Lífverur hafa líffæri sem tryggja viðgang þeirra. Á sama hátt, sagði Radcliffe-Brown, má segja að hugmyndir, siðir, siðgæðisgildi og félagslegar stofnanir séu líffæri samfélagsins, og geti haft þá virkni, þau áhrif, eða það hlutverk, að tryggja stöðugleika þess. Það er eitt af meginverkum mannfræðingsins að kanna hvaða áhrif menningarlegar hugmyndir og félagslegar stofnanir hafi á stöðugleika samfélagsins.

Annað af helstu hlutverkum mannfræðingsins, samkvæmt Radcliffe-Brown, er að kanna formgerð samfélagsins. Með hugtakinu formgerð vísar Radcliffe-Brown í það kerfi félagslegra eða persónulegra tengsla - tengsl foreldra og afkvæmis, tengsl prests og sóknarbarns, svo dæmi séu tekin – sem tiltekið samfélag byggir á. Öll samfélög eru byggð á ákveðnum formgerðarlögmálum, segir Radcliffe-Brown. Hann benti til dæmis á að félagsleg tengsl í því sem kallað hafa verið „frumstæð“ eða „einföld“ samfélög, byggja oft á sifjum. Þó að ættir megi rekja með ýmsum hætti – svo sem í báðar ættir eða bara í móður- eða föðurætt – eru möguleikarnir ekki endalausir og þau samfélög þar sem ættir eru raktar með sama hætti, eiga ýmislegt sameiginlegt.

Það er eitt af helstu hlutverkum mannfræðingsins að bera saman ólík samfélög til þess að finna þann takmarkaða fjölda af formgerðarlögmálum sem þau byggja á. Mannfræðin er samkvæmt þessu náttúruvísindi formgerðar samfélaga.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Myndir:

Höfundur

mannfræðingur

Útgáfudagur

21.2.2003

Spyrjandi

Tryggvi Sigurbjarnarson

Tilvísun

Arnar Árnason. „Hver var A.R. Radcliffe-Brown? “ Vísindavefurinn, 21. febrúar 2003. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3163.

Arnar Árnason. (2003, 21. febrúar). Hver var A.R. Radcliffe-Brown? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3163

Arnar Árnason. „Hver var A.R. Radcliffe-Brown? “ Vísindavefurinn. 21. feb. 2003. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3163>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver var A.R. Radcliffe-Brown?
Alfred Reginald Radcliffe-Brown (1881-1955) er einn áhrifamesti mannfræðingur sem uppi hefur verið. Hann var helsti forvígismaður virknishyggju (structural-functionalism) innan mannfræðinnar og einn helsti kenningasmiður greinarinnar. Ef segja má að Bronislaw Malinowski hafi lagt grunninn að breskri mannfræði með hugmyndum sínum um gildi og nauðsyn vettvangsathugana, þá reisti Radcliffe-Brown þann kenningalega ramma sem breskir mannfræðingar störfuðu eftir um margra áratuga skeið, þó að þeir hafi gagnrýnt og endurskoðað kenningar hans síðustu árin.

Radcliffe-Brown fæddist á Englandi árið 1881. Hann nam í Cambridge og varð þar fyrsti mannfræðinemi W. H. R. Rivers, sem þá var nýkominn heim úr frægum leiðangri til Torressunds, milli Nýju-Gíneu og Ástralíu. Árin 1906-8 fór Radcliffe-Brown í vettvangsrannsókn til Andaman-eyja í Bengalflóa, og frá 1910 til 1912 vann hann að rannsókn meðal frumbyggja Ástralíu. Á þessum rannsóknum byggja flest af helstu verkum Radcliffe-Brown.

Radcliffe-Brown gengdi kennslustöðum í mannfræði víða um heim. Hann kom á fót kennslu í mannfræði við háskólana í Höfðaborg í Suður-Afríku og í Sydney, Ástralíu. Frá 1931 til 1937 kenndi hann við Chicagoháskóla í Bandaríkjunum og hafði mikil áhrif. Síðan þá hefur mannfræði við Chicagoskóla löngum verið með öðrum brag en annars staðar þar í landi. Frá 1937 til 1946 var Radcliffe-Brown prófessor í mannfræði við Oxfordháskóla á Englandi. Á þeim árum gjörbreytti hann breskri mannfræði og sá til þess að virknishyggjan yrði kenningarlegur grundvöllur hennar. Eftir Radcliffe-Brown liggja ekki eftir mörg fræðirit, hann var áhrifameiri sem kennari. Helstu ritverk hans eru The Andaman Islanders (1922) og Structure and Function in Primitive Society (1952).

Radcliffe-Brown varð snemma á ferli sínum fyrir miklum áhrifum frá franska félagsfræðingnum Émile Durkheim (lesa má um Durkheim og virknishyggju í svari Haraldar Ólafssonar við spurningunni Hvað er það sem mannfræðingar kalla fúnksjónalisma?) og bera kenningar hans þess glöggt merki. Þær verða best skýrðar í stuttu máli með því að líta á grundvallarhugtökin virkni (function) og formgerð (structure) og tengsl þeirra.

Radcliffe-Brown hélt því fram að líta mætti á samfélagið sem lífveru eða líkama. Hann bætti því við að samfélagið viðhelst ekki af sjálfu sér, ekkert frekar en lífveran gerir og að stöðugleiki þess og viðgangur er ekki sjálfgefinn. Lífverur hafa líffæri sem tryggja viðgang þeirra. Á sama hátt, sagði Radcliffe-Brown, má segja að hugmyndir, siðir, siðgæðisgildi og félagslegar stofnanir séu líffæri samfélagsins, og geti haft þá virkni, þau áhrif, eða það hlutverk, að tryggja stöðugleika þess. Það er eitt af meginverkum mannfræðingsins að kanna hvaða áhrif menningarlegar hugmyndir og félagslegar stofnanir hafi á stöðugleika samfélagsins.

Annað af helstu hlutverkum mannfræðingsins, samkvæmt Radcliffe-Brown, er að kanna formgerð samfélagsins. Með hugtakinu formgerð vísar Radcliffe-Brown í það kerfi félagslegra eða persónulegra tengsla - tengsl foreldra og afkvæmis, tengsl prests og sóknarbarns, svo dæmi séu tekin – sem tiltekið samfélag byggir á. Öll samfélög eru byggð á ákveðnum formgerðarlögmálum, segir Radcliffe-Brown. Hann benti til dæmis á að félagsleg tengsl í því sem kallað hafa verið „frumstæð“ eða „einföld“ samfélög, byggja oft á sifjum. Þó að ættir megi rekja með ýmsum hætti – svo sem í báðar ættir eða bara í móður- eða föðurætt – eru möguleikarnir ekki endalausir og þau samfélög þar sem ættir eru raktar með sama hætti, eiga ýmislegt sameiginlegt.

Það er eitt af helstu hlutverkum mannfræðingsins að bera saman ólík samfélög til þess að finna þann takmarkaða fjölda af formgerðarlögmálum sem þau byggja á. Mannfræðin er samkvæmt þessu náttúruvísindi formgerðar samfélaga.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Myndir:...